Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skilningsleysi eða Glæpsamlegt Svindl.

Sagði bankinn þinn þér ekki frá því þegar þú tókst húsnæðislán að öll þessi húsnæðislán í samfélaginu myndu óhjákvæmilega valda margra prósenta verðbólgu aukningu á skömmum tíma? Þetta er hagfræði 101.

monkey_money.jpgÞeir eru sekir um svindl sem selja fólki hús eða lán sem þeir vita að muni missa verðmæti sitt og segja kaupenda ekki frá því. Það er glæpur að selja fólki hús sem termítar eru að rífa í sundur án þess að segja kaupendum frá því ef seljanda er kunnugt um það. Það er líka glæpur að selja fólk lán sem verðbólga mun rífa upp vextina á án þess að segja því að verðbólga sé óhjákvæmileg ef bankinn hefur skilning á því.

Ætli þeir kunni ekki hagfræði 101? 

Hér er hljóðfæll sem útskýrir hvernig peningaaukning (m.a. skuldaviðurkenningar vegna húsnæðislána) myndi við innspýtingu óhjákvæmilega að valda verðbólgu. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýkri lending. Lengur að komast á fætur.

Þetta lán skapar ákveðinn stöðuleika og mýkir lendinguna eftir hrunið síðustu daga. Á móti kemur að við þurfa að borga vextir af þessu láni og þegar fram líða stundir að uppgreiða það að fullu. Það mun gera okkur erfiðara að komast efnahagslega á fæturna.

hangman_692583.jpgÞegar óstöðuleikinn er yfirstaðinn og við förum að byggja upp aftur þurfum við að skilja að bankarnir blésu upp þessa bólu með lánum sem þeir áttu ekki innistæðu fyrir með óhjákvæmilegri verðbólgu og hruni í kjölfarið. En þetta gerði seðlabankinn kleift með bindiskyldreglunni

Sem seðlabankastjóri hækkaði Davíð Oddson með annarri hendinni stýrivexti til að halda niðri verðbólgunni. En með hinni hendinni notaði hann hitt verkfæri seðlabankans og hélt bindiskyldunni langt niðri og leifði þannig bönkunum að auka útlán sem jók verðbólguna.

Með hægri hendinni hengdi hann okkur með háum stýrivöxtum og með hinni vinstri kyppti hann undan okkur fótunum með lágri bindiskyldu.


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir ætlar að færa fórnina, en okkur verður fórnað.

Hr. Geir H. Haarde sagði lengi vel að viðskiptabankarnir stæðu traustum fæti og núna þegar hallar undan fæti hjá bönkunum byður hann enn um traust þjóðarinnar að hann muni:

geir_haarde_faerir_fornir.jpg"tryggja með öllum tiltækum ráðum stöðugleika fjármálakerfisins og færa þær fórnir sem nauðsynlegar kunna að verða. Í því verkefni verður sem fyrr gengið fram með hagsmuni almennings að leiðarljósi og búið svo um hnútana að hagsmunir fólksins í landinu séu sem best tryggðir"

Það er ekkert dularfullt hvers vegna fjármálakerfið er að hrynja. Kerfið sem á Íslandi fer með fjármál hefur lagalega heimild til að margfalda magn króna í samfélaginu. Seðlabankinn hefur heimild til að prenta þá og viðskiptabankarnir heimild til að búa til skuldaviðurkenningar sem ekki er innistæða fyrir.

Austurríska hagfræðin spáði að slík peningaaukning myndi við innspýtingu blása út bólu sem spryngi þegar innspýtt fé færi óhjákvæmilega að valda verðbólgu með gjaldþrotum og kreppu í kjölfarið. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynd er á við þúsund orð. Gengisgraf yfir hrunið síðustu tvær vikur.

Takið eftið því hvernig allir gjaldmiðlar hrynja miðið við gull.

gengisaukning_gulls_mi_i_vi_isk_eur_usd_og_dkk.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og því sem koma skal. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.


mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun ríkisstjórnin fleygja góðu fé á eftir slæmu?

litlir_banki.jpgKaup ríkisstjórnarinnar á 84 milljarða hlut í Glitni mun fleyta bankanum eitthvað áfram. En hvað gerist næstu sjö mánuði þegar endurfjármögnunarþörf bankans verða 230 milljarðar króna á lokagengi í gær. Ef Glitnir getur ekki gengið frá eigin fjármögnun og fleytt sér sjálfur mun ríkið þá halda áfram að fleyta bankanum og fleygja góðu fé á eftir því slæma?

Í grein sem birtist í 24stundum í byrjun apríl síðastliðinn spáði ég því að ríkisstjórnin myndi bjarga bönkunum eins og við sáum á dögunum (sjá grein).

Hve miklu fé þeir munu fleygja munum við sjá á næstunni og svo fynna í meiri skattheimtu þegar fram líða stundir .


mbl.is Fjárþörfin 230 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn eða Óðstjórn?

thjo_stjornin.jpgRétt eins og hægt er að fá hrædda þjóð til að henda dýru erlendu lánsfé, sem ríkisstjórnin tók fyrir okkar hönd, í banka sem stendur höllum fæti, væri hægt að hræða landan til að láta á ólýðræðislegan hátt hópi manna hafa hættulega mikið vald til að ráða högum okkar allra.

Þetta er ekki ný leikflétta, að hræða fólk til að fela í hendur ákveðins hóps manna vald og verðmæti. Ætli slík stjórn myndi ekki hugsa um hag sinn meira en þinn, minn og þjóðarinnar?


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við kaupin í Glitni gulltryggði ríkið erlendu lánadrottnana. Fer eins með Kaupþing?

Ef Glitnir hefði farið á hausinn án "hjálpar" ríkisins hafa kaupin á 75% hlut bjargað, í það minnsta tímabundið, hluthöfum og nokkrum sparifjáreigendum að hluta, en ef bankinn hefði borið sig án "björgunar" aðgerðanna bera hluthafar skarðan hlut frá borði meðan sparifé var tryggt um borð.

_slendingar_bera_erlenda_lanadrottna.jpgÞeir sem mest græddu á kaupunum íslenska ríkisins voru erlendu lánadrottnar Glitnis. Þeir voru gulltryggðir. Tryggingargjaldið eru vextirnir af 84 milljarð króna sem kaupin kostuðu. Áhættan er að Glitnir fari samt á hausinn og við töpum þessu öllu.

Fé okkar Íslendinga var notað til að tryggja erlenda lánadrottna. Það hefði verið miklu ódýrara að bjarga sparifjáreigendum og láta hluthafa og erlenda lánadrottna sem græddu á góðum veðmálunum taka sjálfir tapið af þeim slæmu.

Gulltryggir Geir Haarde líka erlendu lánadrottna Kaupþings?


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og aðrir pappa peningar munu halda áfram að hrynja.

Pappa peningarnir sem núna eru að hrynja, og krónan hvað mest, gátu ekki annað en hrunið miðað við gjaldmiðla sem ekki er hægt að prenta úr engu eins og gull sem hefur farið upp 100% miðið við krónuna á einu ári. Gull hefur á sama tíma haldi verðgildi sínu gagnvart olíu og öðrum vörum.

pappapeningar brennaUm ára bil hafa pappa peningarnir verið prentaðir úr engu og lánaðir á ódýrum vöxtum. Nú er komið að óhjákvæmilegum skuldadögum, verðbólga og vantraust mun valda lækkun á skiptivirði pappapeninga miðað við gull, olíu og aðrar vörur.

Alltaf þegar magni krónu er aukið í umferð, sama hvort um er að ræða beina prentun í seðlabankanum eða margföldun skuldfærslna í bankakerfinu, veður verðbólgan á eftir og veldur virði hruni á krónunni.

Krónan mun svo ná jafnvægi þegar hún hefur sigið um sama hlutfall í prósentum og magni hennar var aukið í umferð á síðustu árum.

Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og því sem koma skal. Hér er hljóðfællinn.


mbl.is Krónan á enn eftir að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar prentaðir úr engu valda verðbólgu og verða verðlausir.

inflation_burnes.jpgPappapeningar sem prentaðir eru úr engu hafa alltaf í sögunni verið ofprentaðir og hrunið í virði. Krónan hefur hrunið á síðasta ári og verð á Gull sem ekki hefur hrunið er 100% hærra en á sama tíma fyrir ári. Sjá grein

Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og því sem koma skal. Hér er hljóðfællinn


mbl.is Gengisvísitalan yfir 200 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðisbólan gabbaði líka ríkið til að eyða um efni fram.

husnae_isbolan.jpgHúsnæðisbólan var flutt inn með ódýru fjármagni og ríkið fékk meira fé í sinn sjóð. Fjármagn í heiminum var ódýrt því seðlabanki Bandaríkjanna hafði prentað það úr engu sem óhjákvæmilega blés upp bólu sem gat ekki annað en sprungið með kreppu í kjölfarið.

Við óhjákvæmilegt hrun eftir húsnæðisbóluna halda menn að sé höndum í atvinnulífinu og ríkið sem hélt það myndi hafa 40 milljarða í höndunum heldur á í staðinn á 60 milljarð króna halla.

Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og því sem koma skal. Hér er hljóðfællinn.

 


mbl.is Reiknað með halla á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband