Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Krónan hrinur 100% miðað við Gull og Olíu á rúmu ári.
30.9.2008 | 17:21
Þarsíðasta vor sá ég þetta hrun krónunnar á sjóndeildarhringnum eftir að hafa lesið Austurríska hagfræði og hugðist kaupa mér gullmynt sem myndi ekki hrynja í verðbólgunni.
En viti menn lögleg gullmynt (þ.e. sem löglegt er að borga með skuldir og skatta) frá myntslætti Bandaríkjanna, og annarra ríkja, var virðisauka-skattskyld vegna tilskipunar frá Evrópusambandinu. Það sem þetta þýðir í raun er að við megum ekki eiga gull sem gjaldmiðil.
Ef við viljum vernda virði verðmæta okkar í eina gjaldmiðlinum sem til lengri tíma tapar ekki verðgildi sínu þá 'skattleggur' ríkið okkur eins og við værum að bræða það og búa til skartgripi til að skapa okkur 'virðisauka'.
Til að tapa ekki 24,25% við að borga virðisaukaskatt af lögmyntinni hætti ég við allt saman. En það hefði ég ekki átt að gera. Því pappa krónurnar mínar hafa hrunið á sama tíma og gull hefur hækkað. Verðmæti gulls miðað við pappakrónu er yfir 100% hærra en þarsíðasta vor.
Raunveruleg verðmæti eins og Gull og Olía haldast í hendur meðan ofprentaðir pappapeningar hrynja óhjákvæmilega.
Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og hvað verður um krónuna. Hér er hljóðfællinn.
![]() |
Krónan veiktist um 5,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2008 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seðlabanki Bandaríkjanna Orsakaði Hrunið.
30.9.2008 | 08:28
Seðlabanki Bandaríkjanna sem heitir á móður málinu "Federal Reserve" eða "Alríkis Birgðasjóður" beinþýtt er hvorki í eigu 'alríkisins' né er hann 'sjóður með byrgðir'. Seðlabanki Bandaríkjanna er bankaauðhringur í einkaeigu með ríkistryggða einokun á því að prenta dollara úr engu til að lána bandaríska ríkinu og bönkum.
Austuríska hagfræðin var sannspá hvernig seðlabankar myndu ekki koma í veg fyrir kreppur eins og þeir áttu að gera heldur gera þær dýpri eins og raunin hefur verið í heila öld. Seðlabanki Bandaríkjanna hafði flætt markaðinn með ódýru lánsfé í heilan áratug þar til verðbólga og órói á markaðinum orsakaði óhjákvæmilegt hrun 1929 og heimskreppuna sem flæddi yfir m.a. Ísland. Það sama er að gerast í dag.
Fyrir þá sem vilja ekki að önnur bólu og annað hrun ræni öllum afrakstri erfiðis okkar er hér einföld skýrin Austurrísku hagfræðinnar á þessum vanda:
Inflation and the Business Cycle (Verðbólga og Hagsveiflan)
![]() |
Hrun á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir Haarde veðjar á að við kyssum vöndinn.
29.9.2008 | 12:03
Þessu spáði ég í grein í byrjun apríl: Veðjað á að Við Kyssum Vöndinn. Geir Haarde er að veðja á að við gerum ekkert eftir að hann tók úr okkar vösum tap slæmra veðmála meðan Glitnir setti gróða góðra veðmála í sinn vasa. Geir tók ákvörðun um að fletta af þér og hverjum Íslendingi 280.000 krónur til að bjarga m.a. erlendum lánadrottnum Glitnis. Þeir sem verja hann segja að ef hann ekki féflett okkur hefði fjármálakerfið á Íslandi hrunið. Það er auðvelt að féfletta hrædda þjóð sem skilur ekki Austurrísku hagfræðina sem spáði fyrir um þessar bólur og hrun.
Fyrir hrunið 1929 og kreppuna miklu sem fylgdi í kjölfarið spáði Austurríska hagfræðin að þetta sé óhjákvæmileg afleiðing "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Húsnæðisbólan hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef ódýrt lánsfé að utan hefði ekki flætt yfir okkur. Lánsfé í heiminum hefur verið ódýrt síðustu ár því seðlabanki bandaríkjanna (Federal Reserve) hélt stýrivöxtum langt undir raunvirði og aðrir fylgdu á eftir.
Hér er ókeypis hljóðútgáfa á mannamáli hvers vegna þú gast tekið ódýr lán sem núna er dýrt, hvers vegna krónan hrundi, hvers vegna þú varst að tapa 280.000 krónum og hvernig hægt er að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir bólur og kreppur í framtíðinni:
9: Inflation and the Business Cycle (Verðbólga og Hagsveiflan)
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2008 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Veðjað á að við kyssum vöndinn.
8.4.2008 | 17:54
Bankarnir veðja á að Íslendingar kyssi vöndinn.
4.4.2008 | 08:00
Viðskiptabankarnir hafa rassskellt okkur árum saman, við höfum þurft að borga þeim miklu hærri vexti en þeir rukka í nágrannalöndunum, og nú eigum við að kyssa vöndinn og bjarga þeim með okkar skatt fé eftir að þeir hafa ár eftir ár grætt á okkur með okri. Halda þeir að við séum aumingjar sem þorum ekki að gera neitt og kyssum bara vöndinn?
Það er auðvelt að féfletta hrædda þjóð og hræðsluraddirnar segja að ef ríkissjóður fleyti ekki bönkunum munu þeir stranda og brotna í fjörunni sem komi sér illa fyrir okkur öll. En það er bara hálfur sannleikurinn. Það væri slæmt fyrir okkur öll ef bankarnir brotna og leysast algerlega upp, en ef þeir sigla í gjald-þrot og ríkið tekur yfir þrotabúið þá þurfa bara eigendur bankanna, stjórnir þeirra og stjórnendur að taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og ganga plankann.
Ef stjórnendur bankanna sigla þeim í þrot sendir Ríkið landhelgisgæsluna á strandstað, kaupir þrotabúið, skipar tímabundið nýjan skipstjóra, togar bankana á flot og siglir þeim þar til hærra verð fæst en fór í kaupin. Til að ná þessu fram þarft þú og þitt fólk að verja skatt fé ykkar og segja ríkisstjórnar þingmönnum í þínu kjördæmi að svona skuli þeir verja því ef þeir vilja fá atkvæðin ykkar aftur. Símanúmer þeirra og vefföng eru á heimasíðu Alþingis, www.althingi.is, undir þingmenn og svo kjördæmi. Hér.
Hvaða skilaboð sendum við bönkunum ef við stöðvum ekki áform ríkisstjórnarinnar um að bjarga þeim og senda okkur reikninginn? Ef bankarnir mega setja gróða góðra veðmála í eigin vasa og ríkið tryggir að tapið af þeim slæmu megi þeir taka úr okkar vösum, þá er hagkvæmast fyrir bankana að halda áfram að veðja stórt. Og þeir eru að veðja stórt, þeir eru að veðja á að Íslenska þjóðin þori ekki að verja skatt fé sitt og kyssi frekar vöndinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2008 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fasismi í Bandaríkjunum í 10 einföldum skrefum.
4.2.2008 | 11:37
Naomi Wolf birti nýlega samnefnda grein í breska dagblaðinu Guardian sem segir að sagan frá Hitler til Pinochet sýni okkur 10 skref sem menn með einræðistilburði taka til að eyða stjórnarskrábundnu frelsi og lýðræði, og Bush stjórnin hefur stigið 9 þeirra nú þegar eins og hún útskýrir í videoinu hér að neðan:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki gefast upp á Bandaríkjunum alveg strax!
31.1.2008 | 00:39
Bandarískir Borgarar eru að vakna upp við vondan draum. Frelsi þeirra er ógnað heima fyrir og efnahagur þeirra er í hættu.
Forsetinn hefur tekið sér völd til að grafa undan grundvallar réttindi borgaranna, og fleiri og fleiri eru að verða fyrir barðinu á honum, með ólöglegum njósnum, innbrotum, flugbanns listum o.s.frv.
Dollarinn er í frjálsu falli því ofprenntun einkarekna seðlabankans hefur veikt traust á honum og rýrt verðmæti hans, og þannig ýtt miðstéttinni undir fátækrar mörkin. Og dollarinn og miðstættin munu halda áfram að falla.
En ekki gefast upp á Bandarísku Þjóðinni alveg strax! Það er einn forseta frambjóðandi sem er að vekja gríðarlegan áhuga fólks með byltingarkendum hugmyndum sínum um að fylgja stjórnarskránni og vernda réttindi borgaranna. Þetta eru hans skilaboð:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2008 kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bylting í Bandaríkjunum - Ron Paul r-EVOL-ution.
2.1.2008 | 14:51
Ron Paul er öldungardeildar þingmaður og forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.
Byltingarkendar hugmyndir hans eru að fylgja stjórnarskránni og vernda réttindi borgaranna.
Fyrsta tilvitnun myndbandsins er í höfund stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2008 kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Að deyja úr vinnu.
31.12.2007 | 14:42
Í japönsku er til orð yfir að deyja vegna of mikillar vinnu: karoshi, death by overwork.
Í ljósi vinnuálags og skuldabyrði okkar í dag þurfum við kannski bráðum að þýða þetta orð á íslensku.
Einhverjar hugmyndir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2008 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fagnaðarerindið (orðrétt: Góðu Fréttirnar)
24.12.2007 | 17:29
Himnaríki er innra með þér.
Það eina sem þarf til að upplifa það er að treysta þessum góðu fréttum og taka sinnaskiptum,
og þú munt sjá all hina ytri veröld birtast sem paradís.
Tíminn er fullnaður og Guðs ríki er innan handar. Takið sinnaskiptum (metanoeo í forn-grísku) og trúið fagnaðarerindinu (euaggelion í forn-grísku). - Mark 1:15.
Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra (entos í forn-grísku) með yður. - Lúk 17:21.
Lærisveinar hans sögðu við hann: Hvenær kemur konungsríkið?
Það mun ekki koma vegna eftirvæntingar. Ekki verður sagt: Sjáið hér, eða Sjáið þar. Heldur er ríki föðursins þegar breitt út um jörðina og menn sjá það ekki. - Tóm 99:13 - 99:18
Megið þið finna leið til sinnaskipta (metanoia á grísku) og upplifa paradís.
Gleðilega Hátíð og Bjarta Tilveru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2007 kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)