Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sameinuðu Þjóðirnar: "Notkun stuðbyssa geta verið pyntingar"

Nefnd Sameinuðuþjóðanna sagði á föstudaginn að notkun stuðvopna geti verið pyntingar, og brjóti þar með sáttmála S.Þ. gegn pyntingum.

Stuðbyssur hart gagnrýndar eftir sjötta dauðsfall af þeirra völdum þessa vikuna


Þar sem stórfyrirtæki græða á fleiri föngum.

FangagróðiÍ Bandaríkjunum reka stór gróðafyrirtæki fangelsi og rukka ríkið fyrir að hýsa fanga. Þar í landi er einnig lögbundin skylda stjórnenda að gera allt til að auka hagnað fyrirtækja sinna. Það þarf ekki að vera siðlegt, aðeins löglegt. Ef fyrirtækið hagnast við að þrýst sé á stjórnvöld að fjölga fangelsisdómum og lengja þá, þá er það lögboðin skyda stjórnenda að gera það.

Gróða business hefur ákveðna kosti en þegar gróðafyrirtæki hafa gríðarlega hagsmuna af því að fólk sé fangelsað er þetta þróunin.


mbl.is Bandaríska fangelsiskerfið „dýrt og óskilvirkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig hægt er að ná til fíkla.

needleEf við endurskoðum hugmyndina um "stríðið gegn fíkniefnum" sem aldrei verður unnið og förum að einbeita okkur að raunverulega vandamálinu, þjáningin sem fíkniefni valda þá getum við raunverulega minnkað hana.

Ef við förum að horfa á fíkla sem sjúklinga sem baráttunni gegn fíkniefnum var ætlað að bjarga í stað þess að horfa á þá sem aumingja sem eiga skilið að þjást fyrir misgjörðir sínar þá getum við farið að hjálpa þeim.

Að veita fíklum þau lyf sem þeir þurfa, undir læknisumsjón á hreinum heilsugæslustöðvum, svo þeir þurfi ekki að skaffa sér þau sjálfir með tilheyrandi hryllingi, er ekki ósigur í baráttunni gegn fíkniefnum, það er stór áfangasigur í baráttunni gegn þjáningunni sem þau valda.

Og þannig náum við í leiðinni til fíkla svo hægt sé að bjóða þeim allt frá bólusetningu við lifrarbólgu B til meðferðar. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til að hætta að refsa öllum Kúbverjum fyrir Kastró.

Kúba hans KastróÞað er kominn tími til að stjórnvöld í Washington sætti sig við að þau glötuðu yfirráðum sínum á Kúbu og hætti að refsa Kúbversku þjóðinni fyrir að sitja upp með sjálfskipaðan einræðisherra.

Bandaríkin eru fyrir löngu byrjuð að versla við Víetnam sem vann þau í opnu stríði. Hvað er málið með þessa langrækni þegar kemur að Kúbu?


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því meira sem dollarinn fellur því meira mun hann falla. Eða hvað?

fall dollaransÁ síðasta ári hættu Íranir að selja olíuna sína í dollurum og skiptu yfir í evrur og Rússar fóru að selja gasið sitt í rúblum. Í kjölfarið minnkuðu viðskiptavinir Írana og Rússa gjaldeyrisforða sinn af dollurum og juku evrur og rúblur sem því nam.

Með áframhaldandi verðhruni dollarans munu raddir verða háværari innan ríkja í Opec og annarra ríkja sem eiga miklar dollara byrgðir, s.s. Kína, sem hvetja til að dollurum skuli skipt út fyrir aðra gjaldmiðla, s.s. evrur, sem mun gengisfella dollarann enn frekar.

Og þar sem enginn vill sitja eftir með verðlausan pappír kynda þessar raddir undir hræðslu þeirra sem eiga dollarabyrgðir að verða síðastir til að selja þá, sem hraðar þessari þróun.

Ég sé auðvitað ekki alla kraftana sem verka á dollarann, en þetta eru mjög stórir kraftar sem draga hann niður.


mbl.is Ahmadinejad: Bandaríkjadalurinn er verðlaus pappírssnepill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Flengdu mig" sagði hún tælandi. "ha? ha? ha?" sagði Jóli

Jóli"Flengdu mig" sagði hún aftur með smá pirring í röddinni.

"HA? HA? HA?" sagði kólasveinninn og lofaði sjálfum sér að ráða sig aldrei aftur á þessari ráðningaskrifstofu.

"Ég er hætt að deita gamalmenni!" sagði stúlkan og strunsaði út.

Það voru einmannaleg jól hjá Jóla Frown


mbl.is Jólasveinninn má ekki segja „hó hó hó!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er hættulegra: Rafstuðbyssur eða Björn Bjarnason?

RafstuðbyssaÞessar byssur eru hættulegar, en hvað með manninn sem vill láta taka þær í notkun, þarf ekki að fara að taka hann úr notkun?

Sem dómsmálaráðherra hefur hann mikið vald og hefur á síðustu árum beytt því m.a. til að stofna íslenskan her (friðargæslu), á sama tíma hefur hann reynt að gera hleranir lögreglunnar leyfilegar án dómsúrskurðar, koma á fót íslenskri leyniþjónustu og nú síðast að taka svona rafbyssur í notkun, og þá er ekki allt talið.

Er ekki kominn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að skipta honum út áður en hann kemur einhverju fleiru hættulega í gegn?


mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haltu kjafti og spilaðu! Eða éttu það sem úti frýs.

Lísa í UndralandiEf bandaríska bridgesambandið kemst upp með að dæma bandaríska heimsmeistaralið kvenna í keppnisbann fyrir að nota tjáningarfrelsi sitt í gagnrýni á Bush mun það koma niður á þeim fjárhagslega því liðsmennirnir eru flestir atvinnumenn í brids.

Í ályktun bridgesambandsins segir að þetta mál snúist um hvort sambandinu beri skylda til þess að refsa þeim sem hegða sér þannig að það sé fallið til að grafa undan hagsmunum sambandsins og meðlima þess, en ekki málfrelsi.

Það getur alltaf skaðað skammtíma hagsmuni félagasamtaka þegar liðsmenn þeirra gagnrýna yfirgangssöm stjórnvöld sem hræða fólk til að hafa hljótt um sig. En er það ekki einmitt slík stjórnvöld sem mest þörf er á að gagnrýna til að tryggja langtímahagsmuni meðlima?

Fyrir þá sem vilja hafa samband við Bridgssamband Íslands og hvetja þau til að sýna stelpunum stuðning set hér Síma: 587 9360 | Fax: 587 9361 | Veffang: bridge@bridge.is


mbl.is Bandarískar bridskonur í kröppum dansi vegna Bush-mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllinn afgreiddur! Er þá ekki komið að þér?

VeriChip ImplantAllir bílar undir gervihnattaeftirliti. Hver hefði trúað þessu fyrir tíu árum? Hvað er svo næst?

Svona eru eftirlits kerfin innleidd hægt og rólega, og alltaf réttlætt af öryggisástæðum.

Það er hægt að selja fólki öryggið dýru verði. Fyrir þau ykkar sem ætlið að kaupa bendi ég á varúðarorð Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna: "Fólk sem skiptir frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið og mun glata hvoru tveggja." 

Hvað er næst? Kannski verða sett staðsetningartæki í okkur. Þau eru þegar til og hafa verið samþykktir af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sjá hér

Er þetta upphafið af endi einkalífsins?


mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru geðlækningar læknavísindi?

pillsÁn þess að hafa læknisfræðilegar sannanir fyrir tilgátum sínum um orsakir athyglisbrest og ofvirkni mæla geðlæknar með lyfjum, sem þeir vita lítið um, til að "lækna" fólk.

Hugsaðu aðeins út í það. Með engar læknisfræðilegar sannanir fyrir tilgátum sínu um orsakir athyglisbrests og ofvirkni ákvað Geðlæknaráð Bandaríkjanna (American Psychiatric Association - APA):

  1. Að segja að þessi einkenni séu orsökuð af efnaójafnvægi í heilanum.
  2. Að mæla með að "efnaójafnvægið" skuli jafna með rótsterkum geðlyfjum.

Ábyrgir læknar skoða einkennin og leita vísindalega að orsökum fyrir þeim. Svo mæla þeir með skaðlausustu aðferðunum til að uppræta orsökina eða slá á einkennin, ef ekki er til lækning. Geðlyf eru kannski gagnleg til að slá á einkenni þegar allt annað bregst en alltof algengt er að það fyrsta sem geðlæknar mæla með er geðlyfjagjöf.

Hérna eru meðlimir geðlæknaráðsins spurðir hvort geðlæknar hafi test til að sannreyna sjúkdómsgreiningar sínar og hvort þeir hafi læknað einhvern:

 

 

Og hér er magnaður trailer fyrir kvikmynd um hvaða áhrif geðlyf hafa á börn og samfélagið í heild:


Myndin í heild er hér á google videos

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband