Hvernig hægt er að ná til fíkla.

needleEf við endurskoðum hugmyndina um "stríðið gegn fíkniefnum" sem aldrei verður unnið og förum að einbeita okkur að raunverulega vandamálinu, þjáningin sem fíkniefni valda þá getum við raunverulega minnkað hana.

Ef við förum að horfa á fíkla sem sjúklinga sem baráttunni gegn fíkniefnum var ætlað að bjarga í stað þess að horfa á þá sem aumingja sem eiga skilið að þjást fyrir misgjörðir sínar þá getum við farið að hjálpa þeim.

Að veita fíklum þau lyf sem þeir þurfa, undir læknisumsjón á hreinum heilsugæslustöðvum, svo þeir þurfi ekki að skaffa sér þau sjálfir með tilheyrandi hryllingi, er ekki ósigur í baráttunni gegn fíkniefnum, það er stór áfangasigur í baráttunni gegn þjáningunni sem þau valda.

Og þannig náum við í leiðinni til fíkla svo hægt sé að bjóða þeim allt frá bólusetningu við lifrarbólgu B til meðferðar. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Já, það þarf nýja hugsun í þessi mál, vandinn bara eykst þrátt fyrir að sífelt sé eitt meira fé í hít sem engu skilar nema síður sé, stríðið gegn fíkniefnum var fyrirfram tapað með þeim aðferðum sem beitt er og slagorðið"´Fíkniefnalaust Ísland árið 2000" grín sem enn er hlegið að...þó að það sé ekki hlátursefni að eiturlyfin flæði sem aldrei fyrr.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.11.2007 kl. 20:27

2 identicon

En hvernig væri að leggja frekar áherslu á að aðstoða aðstandendur frekar en fílklana sjálfa, mundi halda að þeir þjáðust meira, þar sem þeir hafa enga deyfingu í fíkniefnum. 

jóna björg (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Amen. Læknisfræðilega er fíkn skilgreind sem sjúkdómur, en aldrei hef ég heyrt um neinn sjúkdóm sem hefur læknast við það að lýsa stríði á hendur sjúklingunum og fara gegn þeim með vopnavaldi. Samt hefur það verið reynt í seinni tíð, og eins og í mörgum "stríðum" nútímans hafa Bandaríkjamenn gengið einna harðast fram á þeim vígvelli. Reynslan þaðan hefur leitt í ljós það sem ætti kannski ekki að koma á óvart, að stríð gegn fíkniefnum getur aldrei orðið annað en borgarastyrjöld!

P.S. Ég vil benda á kvikmyndina Traffic, sem auk þess að vera vönduð kvikmynd og prýðileg afþreying, setur nokkurnvegin sama boðskapinn í áhrifaríkan en raunsannan búning.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Alveg 100% sammála þér!  Baráttan við fíkniefnin er ekki unnin með gömlu aðferðinni enda er núverandi kerfi að búa til glæpamenn.  Glæpamenn sem fylla öll fangelsin og hræða almúgann til að kaupa öryggi frá þeim sem græðir á þessu öllu saman, þ.e. Georg Bush.  Kanski svolítið langsótt en ég vill benda á færslu sem ég var að blogga um þetta málefni, öllu heldur rót vandans.

http://malacai.blog.is/blog/malacai/entry/372076/

Kær kveðja Alli. 

Alfreð Símonarson, 25.11.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband