COVID pakki ferðamálaráðherra brýtur eignarrétt og stjórnarskrá.

Ráðherra ferðamála hefur lagt fram frumvarp um Pakkaferðir, sem leggur til að svipta neytendur lögbundnum réttindum, afturvirkt. - Það er bara viðurkennt í frumvarpinu sjálfu (3.2. í greinargerð).

Frumvarp sem leggur til að brjóta stjórnarskránna. - Já það kom skýrt fram hjá tveimur stjórnarskrár sérfræðingum sem við óskuðum eftir umsögn frá.

Frumvarp sem leggur til að taka af fólki eignarréttindi, án bóta. - Ótrúlegt en þetta kom skýrt fram hjá eignarréttar sérfræðingi fyrir þingnefndinni og báðum stjórnarskrár sérfræðingunum. Neytendasamtökin segja að fólk hafi þegar ákveðið að fara í skaðabótamál við ríkið.

Ég mun áfram standa vörð um eignarréttinn við vinnslu málsins. Það væri gott að Sjálfstæðismenn  minni ferðamálaráðherra og þingmenn flokksins á að brot á eignarrétti stjórnarskrárinnar verður ekki liðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Jón Þór fyrir að standa upp fyrir okkur neytendum.

Málið varðar það sem kallast og fellur undir "tilfærslu viðmiða" (https://stundin.is/grein/6005/) sem í dag er frekar regla en undantekning hjá núverandi ríkisstjórn. Þetta er best að segja "vafningslaust". 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.5.2020 kl. 01:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"tveimur stjórnarskrár sérfræðingum"

Bættu við þeim þriðja. :)

Auk þessi gæti sérfræðingur í Evrópurétti (eða bara einhver sem kann Evrópurétt) auðveldlega bent á að rétturinn til endurgreiðslu leiðir af 12. gr. tilskipunar 2015/2302 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun sem er innleidd í 15. og 16. gr  laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, en hvergi í tilskipuninni er gerð nein undantekning frá endurkröfurétti eða veitt heimild til að greiða með inneignarnótu í stað peninga. Þar af leiðandi myndi gildistaka umrædds frumvarps brjóta gegn EES-samningnum.

Þá gæti einhver sem þekkir til laga um gjaldmiðil Íslands nr. 22/1968 bent á að sá gjaldmiðill er króna og Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á útgáfu hennar. Ferðakrifstofur hafa enga heimild til peningaútgáfu og inneignarnótur eru ekki peningar.

Enn fremur gæti sérfræðingur í samningarétti eflaust bent á að þeir skilmálar sem neytandinn skrifaði undir í samningi um pakkaferð eru þeir sem gilda um viðskiptin. Þeir breytast ekki þó að síðar séu gerðar breytingar á lögum. Ríkisvaldið getur ekki sent starfsmenn heim til neytenda með tipp-ex til að afmá skilmála í gildandi samningum þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.5.2020 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband