Haltu kjafti og spilaðu! Eða éttu það sem úti frýs.

Lísa í UndralandiEf bandaríska bridgesambandið kemst upp með að dæma bandaríska heimsmeistaralið kvenna í keppnisbann fyrir að nota tjáningarfrelsi sitt í gagnrýni á Bush mun það koma niður á þeim fjárhagslega því liðsmennirnir eru flestir atvinnumenn í brids.

Í ályktun bridgesambandsins segir að þetta mál snúist um hvort sambandinu beri skylda til þess að refsa þeim sem hegða sér þannig að það sé fallið til að grafa undan hagsmunum sambandsins og meðlima þess, en ekki málfrelsi.

Það getur alltaf skaðað skammtíma hagsmuni félagasamtaka þegar liðsmenn þeirra gagnrýna yfirgangssöm stjórnvöld sem hræða fólk til að hafa hljótt um sig. En er það ekki einmitt slík stjórnvöld sem mest þörf er á að gagnrýna til að tryggja langtímahagsmuni meðlima?

Fyrir þá sem vilja hafa samband við Bridgssamband Íslands og hvetja þau til að sýna stelpunum stuðning set hér Síma: 587 9360 | Fax: 587 9361 | Veffang: bridge@bridge.is


mbl.is Bandarískar bridskonur í kröppum dansi vegna Bush-mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir innlitið og góðar upplýsingar, þetta mál styð ég.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.11.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband