Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þú ert það sem þú borðar.

ferskt og fjölbreyttÉg veit að sykurneysla hjá mörgum veldur alvarlegum athyglisbrest. Þegar ég hætta að mestu leiti að borða sykur fyrir 11 árum varð ég allt annar.

Svo sá ég grein í Fréttablaðinu fyrir nokkru um nokkur E-efni sem eru í matvælum og sælgæti sem valda óróleika í fullorðnum og ofvirkni í börnum. Þetta voru um sex efni, m.a. E-211 sem er rotvarnarefn og finnst meira að segja í sumu sódavatni hér á landi.

Breytt mataræði hefur ótrúleg áhrif. Til að byrja með skydi forðast sykur og auka efni (m.a. E-efni) og borða sem ferskast og sem fjölbreyttast. Þetta tekur tíma, en heilbrigði og hamingja barnanna okkar er að veði.

Þessi síða hefur gjörbreytt mínum matarvenjum: mercola.com. Ég mæli með að skrá sig á póstlistann og fá sendar greinar og video sem hægt og rólega breyta matarvenjum þínum. 

 


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þeir freistist ekki til að okra líka á áfenginu?

VínÍ Fréttablaðinu í dag (bls. 11) eru birt tilmæli FÍS (Félag Íslenskra Stórkaupmanna) að þegar sala áfengis sé gefin frjáls þurfi að lækka áfengisgjöld, þar sem sérverslunum sé ekki stætt á rekstri með jafn lága álagningu og hefur tíðkast hjá ÁTVR. Að lokum leggur félagið áherslu á að áfengisauglýsingar verði leyfðar með takmörkunum.

Ég vil benda á að sérverslanir sem reknar eru með gróðasjónarmiðinu er ekki stætt á rekstri með jafn lága álagningu og hefur tíðkast hjá ÁTVR. Þetta er af þeirri einföldu ástæðu að þær þurfa að skila eigendum sínum gróða. En sérverslanir sem reknar eru með Not For Profit fyrirkomulaginu geta það. 

Svo aftur spyr ég hvert ekki sé hægt að koma á laggirnar matvörubúð, sem gæti líka selt áfengi ef það verður gefið frjálst, sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru, og áfengi, á sem lægsta verði mögulegt?

Ég er búinn að tala um þetta við marga og fólk er mjög áhugasamt.

Það sem þarf til að gera þetta að veruleika er aðeins:

1. Finna ódýrar vörur frá framleiðendum sem íslensku matvælakeðjurnar hafa ekki áhrif yfir. (Ég ætla að byrja að leita. Hvernig gerir maður það?)

2. Fjármagn sem gæti komið frá atvinnusköpunasjóði ríkisins, landssöfnun, uppgjafa búðareigenum, auðmönnum sem vilja gefa samfélaginu til baka. (Komið með tillögur)

3. Verslunarstjóra sem myndi sjá um ferlið fyrir góð laun.

VINSAMLEGAST SETJIÐ KOMMENTIN HÉR


Eins mans frelsishetja er annars mans hryðjuverkamaður

George of Arabia & Osama Walker BushVopnaðir baráttumenn sem hafa ekki þjóðríki eða fyrirtæki á bak við sig eru oft stimplaðir hryðjuverkamenn, og það oft réttilega, því í baráttu sinni fremja sumir þeirra hryðjuverk, sem samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum er að ráðast á og skelfa almenna borgara í pólitískum, trúarlegum eða hugmyndafræðilegum tilgangi.

Hvort samtök skuli flokka sem hryðjuverkasamtök snýst ekki um málstað þeirra eða tilgang þótt hann sé að berjast fyrir frelsi og lýðræði; það snýst um aðferðir sem þau beita í baráttu sinni. Ef frelsishetjur ráðast á og skelfa almenna borgara til að ná fram markmiðum sínum eru þeir hryðjuverkamenn.

Útlitið og fögur orð geta blekkt, og menn sem segjast berjast fyrir frelsi eru oft hryðjuverkamenn.

 


mbl.is 15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til að koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk.

Dying to WinSjálfsmorðsárásir snúast um hersetið land en ekki trúarbrögð. Fram á þetta sýnir Robert A. Pape, stjórnmálafræðingur við Háskólann í Chicago, í bók sinni Dying to Win: The Strategic Logic of Suicide Terrorism.

Bókin byggir á rannsóknum allra sjálfsmorðsárása frá 1980 til 2006 sem leiða í ljós að: "það er lítil tenging milli sjálfsmorðs hryðjuverkaárása og Íslamskrar bókstafstrúar, eða nokkurrar annarra trúarbragða. Þvert á móti, það sem er sameiginlegt með nærri öllum slíkum árásum er það markmið að þvinga nútíma lýðræðisríki til að draga herlið sitt frá svæðum sem hryðjuverkamennirnir álíta sitt heimaland." Bls. 4.

Í bókinni bendir hann einnig á að sá hópur sem er ábyrgur fyrir flestum hryðjuverka sjálfsmorðsárásum í sögunni eru hinir Marx-Lenínísku Tamíl Tígrar sem berjast fyrir sjálfstæði Tamíla á Srí Lanka. 

Lærdómurinn sem má draga af þessu er að ef við viljum koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk þurfum við að forðast það að styðja innrásir og hersetu á landi annarra.


mbl.is 59 börn meðal fórnarlamba sjálfsvígsárásar í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilbiðja múslimar og kristnir ekki sama Guð?

bænYfir 130 Íslamskir fræðimenn Sunni, Shía og minni trúarfylkinga skrifuðu á dögunum undir bréf til allra helstu leiðtoga kristinna kirkja sem bendir á að friður í heiminum velti á friði milli múslima og kristinna manna.
 
Bréfið segir að múslimar og kristnir tilbiðji sama Guð og að tvö æðstu boðorð beggja trúarbragða séu þau sömu. Hið fyrra er að aðeins sé einn guð og hann ber að elska af öllu hjarta, sál og hug, og hitt sé að elska ber náungan eins og sjálfan sig. Á þessu hvílir allt lögmálið og grundvöllurinn fyrir friði og skilningi milli múslima og kristinna.
 
Bréfið segir einnig: "Við þá sem samt sem áður hafa unun af ágreiningi og eyðileggingu eða telja sig hagnast á því, við segjum að okkar eilífa sál er að veði ef við skorumst undan því að af einlægni gera allt sem í okkar valdi stendur til að friðmælast og koma saman í friði."

Kjarnorkuvopna leikurinn: Íran 0 - Ísrael 400

Nuclear Israel vs IranÞótt Íran kæmi sér upp nokkrum kjarnorkuflaugum, hver er svo veruleikafyrtur að halda að þeir beittu þeim í árásarhernaði gegn Ísrael sem á 400 ólöglegar kjarnorkuflaugar?

Kjarnorkuvopnavætt Íran myndi einungis jafna valdabaráttuna á svæðinu, til góðs eða ills, en það er einmitt það sem sum vesturveldanna og iðnaðarsamsteypur í kringum þau óttast. Um það snýst þetta mál.


mbl.is Íransforseti segir ómögulegt að hverfa frá kjarnorkuáætlun landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okrið á matvöru endað

Ætli að þessi matvælaframleiðslu rýrnun og óhjákvæmileg matvælaverðs hækkun verði notuð til að réttlæta enn meira okur hér á Íslandi? 

Vandamálið er að gróðasjónarmið í rekstri matvöruverslanna á litla íslenska fákeppnis-markaðinum er ávísun á okur. Væri ekki hægt að koma á laggirnar matvörubúð sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru á sem lægsta verði mögulegt?

Fyrsta búðin gæti verið með endinga góðar vörur eins og instant kaffi, dósamat og þess háttar. Það þarf bara að finna leið til að fjármagna fyrstu verslunina. Er ekki einhver velviljaður auðmaður eða uppgjafar smábúðareigandi sem myndi vilja eiga stað í íslensku þjóðarsálinni fyrir að gefa íslenskum fjölskyldum mestu kjarabótina í upphafi 21stu aldarinnar?

VINSAMLEGAST SETJIÐ KOMMENTIN HÉR 


mbl.is Maturinn dýrari á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þetta?

spurningamerkiFyrsta vísbending - Rétt svar gefur 5 stig.
Hann er yfirgangssamur, hommafælin, kynáttahatari.

Önnur vísbending - Rétt svar gefur 3 stig.
Hann er meinfýsinn, sadískur, mikilmennskubrjálæðingur.

Þriðja vísbending - Rétt svar gefur 1 stig.
Hann hefur gerst sekur um barnamorð, sonarmorð og þjóðarmorð.

 
Rétt svar í Athugasemdum


Faðir kapítalismans var Samsæriskenninga Klikkhaus

Don't criticiseÞað er ómögulegt að skilja viðskiptalífið, alþjóða stjórnmál og stjórnmál yfirleitt, án þess að skoða hverjir séu á leynilegan hátt að koma sér saman um að vinna að sínum hagsmunum á kostnað annarra. Í viðskiptum heitir þetta "samráð" og hefur kostað okkur neytendur gríðarlegar fjárhæðir. Í pólitík heitir þetta "samsæri" og er stórmerkilegt hugtak.

Er það ekki merkilegt að í dag er fólk hrætt við að tala um hvernig valdamiklir aðilar gætu verið að eiga samráð um að hagnast á kostnað annarra? Faðir kapítalismans, Adam Smith, var alls óhræddur við að benda á þetta í ritverki sínu Auðlegð Þjóðanna:

"Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa verið hin ógeðfelda regla valdhafa mankyns (the masters of mankind)." Bók I, kafli IX. og "Hver sem ímyndar sér að valdhafar (masters) koma sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróður um heiminn og um umræðuefnið." Bók I, kafli VIII.

Orðið samsæriskenning hefur svo sterk áhrif á fólk í dag að það stöðvar sig jafnvel í að hugsa að valdamenn gætu átt samráð um sína hagsmuni á kostnað annarra. Svona sjálfsritskoðun kallaði George Orwell "Crimestop" í bók sinni 1984:

Crimestop er það þegar hugurinn býr til blindan blett og losar sig sjálfkrafa við hugsanir sem eru óæskilegar fyrir valdhafa.

Auðvitað fremja valdhafar samsæri og það er heilbrigð og ábyrg hegðun allra borgara sem annt er um samfélag sitt að rannsaka og ræða um hvaða valdhafar hafi hugsanlega átt samráð um sína hagsmuni á kostnað borgaranna.


Svona gætum við endað okrið á matvöru

Gróðasjónarmið í rekstri matvöruverslanna á litla íslenska fákeppnis-markaðinum er ávísun á okur. Þegar markmið fyrirtækisins er að græða sem mest gera stjórnendur það sem þeir geta til að græða.

ódýr matvaraVæri ekki hægt að koma á laggirnar matvörubúð sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru á sem lægsta verði mögulegt? Stjórnendur yrðu verðlaunaðir fyrir lægra vöruverð og hagnaðurinn færi í að opna nýjar búðir og verja sig fyrir ólöglegu undirboði stóru matvörukeðjanna (því Samkeppniseftirlitið er svo svifaseint).

Fyrsta búðin gæti verið með endinga góðar vörur eins og instant kaffi, dósamat og þess háttar. Það þarf bara að finna leið til að fjármagna fyrstu verslunina. Er ekki einhver velviljaður auðmaður eða uppgjafar smábúðareigandi sem myndi vilja eiga stað í íslensku þjóðarsálinni fyrir að gefa íslenskum fjölskyldum mestu kjarabótina í upphafi 21stu aldarinnar? Og svo gerir náttúrulega margt smátt eitt stórt!

Endilega komið með hugmyndir og ræðið þetta við fólkið í kringum ykkur. Nú er komið nóg af Okrinu! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband