Til að koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk.

Dying to WinSjálfsmorðsárásir snúast um hersetið land en ekki trúarbrögð. Fram á þetta sýnir Robert A. Pape, stjórnmálafræðingur við Háskólann í Chicago, í bók sinni Dying to Win: The Strategic Logic of Suicide Terrorism.

Bókin byggir á rannsóknum allra sjálfsmorðsárása frá 1980 til 2006 sem leiða í ljós að: "það er lítil tenging milli sjálfsmorðs hryðjuverkaárása og Íslamskrar bókstafstrúar, eða nokkurrar annarra trúarbragða. Þvert á móti, það sem er sameiginlegt með nærri öllum slíkum árásum er það markmið að þvinga nútíma lýðræðisríki til að draga herlið sitt frá svæðum sem hryðjuverkamennirnir álíta sitt heimaland." Bls. 4.

Í bókinni bendir hann einnig á að sá hópur sem er ábyrgur fyrir flestum hryðjuverka sjálfsmorðsárásum í sögunni eru hinir Marx-Lenínísku Tamíl Tígrar sem berjast fyrir sjálfstæði Tamíla á Srí Lanka. 

Lærdómurinn sem má draga af þessu er að ef við viljum koma í veg fyrir sjálfsmorðs hryðjuverk þurfum við að forðast það að styðja innrásir og hersetu á landi annarra.


mbl.is 59 börn meðal fórnarlamba sjálfsvígsárásar í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála, og íslendingar eru almennt sammála þér, okkar sjálfsmynd er að við erum friðsöm þjóð, stjórnmálamenn misnota vald sitt (sem þeir eru með að láni frá almenningi) með þáttöku í nató og stuðningi við brjálaða stefnu bandaríkjamanna.

Skrítið - svakalegur meirihluti er oft algerlega á móti því sem stjórnvöld gera, en er of upptekinn af skólpi í sjónvarpinu eða öðrum smámunum til að nenna að gera eitthvað í málinu. 

Það er undantekning að gera eitthvað, þó ekki sé annað en að blogga gegn óréttlæti, hvað þá að hringja í stjórnmálamenn, eða safnast saman til að ógna þeim (það er útkoma mótmæla, hinir óheiðarlegu kíkja flóttalega út um þykkar gardínur og skjálfa af hræðslu, þeir vita upp á sig skömmina og innst inni búast við að þurfa að þurfa að gjalda fyrir svikin).

Þá er nú gott fyrir stjórnvaldið að hafa róandi tæki eins og sjónvarp og fjölmiðla sem "greina" allt í klessu og komast að niðurstöðu fyrir okkur!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Gullvagninn. Já ég held að við Íslenginar viljum vera og hafa ímynd friðsamar þjóðar. Það voru hvað, 85 til 90% Íslendinga á móti stuðningi við innrásina í Írak?

Jón Þór Ólafsson, 9.11.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Takk ,verður áhugavert að lesa hana

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 10:33

4 identicon

Já, svo margir?  Jæa, ég skammast mín að viðurkenna að ég var í stríðsóða liðinu, gersamlega heilaþveginn af sjónvarpi og hollywood, þá fylgdist ég með þessu ógeði og hlakkaði yfir "gáfu-sprengjunum" og bunker-busterum, hataðist út í þessa leikbrúðu Bandaríkjamanna - söng hástöfum

hei mister taliban,
hand over bin-laden

og svo mitt eigið

Kvöldið er okkar
og vor í KHANDAHAAR
(við lag Vor í Vaglaskógi)

skömmu síðar komst ég yfir kvikmyndina loose change - og öll heimsýnin fór að breytast - svikin eru svo risavaxin og augljós, en samt þegir rúv og mogginn, þegja eða ýta undir lygarnar

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:44

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þagnarlýgin er orð sem Gunnar Dal notaði yfir eitt versta form lýgi. Þegar annar ágætt fólk veit sannleikann en með þögninni leifir slæmu fólki að komast upp með að valda öðrum þjáningu.

Jón Þór Ólafsson, 9.11.2007 kl. 11:09

6 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég sá líka Loose Change sjá hér: http://www.loosechange911.com

Og fyrir þá sem efast um að ákveðinn hópur valdhafa geti á leynilegan hátt unnið að sameiginlegum hagsmunum sínu á kostnað borgaranna, jafnar á kostnað lífa og lima borgaranna bendi ég á þetta blog: Faðir kapítalismans var Samsæriskenninga Klikkhaus.

Svo er þessi mynd algjör snilld: http://zeitgeistmovie.com/

Jón Þór Ólafsson, 9.11.2007 kl. 11:20

7 Smámynd: Egill Lárusson

Eru fólk svona ferlega auðtrúa að þeir flykkjast til og trúa bókmenntum eins og Robert Pape skrifar, bara rétt sí sona.

Hvað sýnir statistic um sjálfsmorðsárásir? Þetta er ekki spurning um hver gerir flestar árásir, þetta er spurning um það hvað látast margir saklausir vegna þess.

Og please! ekki gleyma því að íslendingar hafa eldrei verið friðsamir. Við vorum síðast í stríði 1973 við breta. Þó nokkrum öldum áður fórum við rænandi, rupplandi og nauðgandi íra, skota og englendinga.

Í dag erum við kannski friðsöm, en það er vegna þess að við vitum miklu betur, því við höfum lært heilmikið á stuttum tíma.

Egill Lárusson, 9.11.2007 kl. 12:42

8 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sigurbjörg. Takk fyrir að kíkja við.

Egill. Hvað margir látast í árásunum er spurning sem segir okkur margt og svarið snertir hjörtu okkar. Þau okkar sem vilja líka skilja hvernig sé hægt að fækka þessum árásum og bjarga tilvonandi saklausum fórnarömbum spyrja einnig hvers vegna þessar árásir eiga sér stað.

Það væri aumur læknir sem spyrði bara um hve margir sjúklingar á spítalanum hefðu látist og leitaði ekki orsakanna fyrir dauðsföllunum.

Jón Þór Ólafsson, 9.11.2007 kl. 13:19

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Kenning eyðingaraflanna segir að best sé að ráðast á aðra til að koma í veg fyrir að þeir ráðist á þig einhverntíma.   Þetta sagði Davíð Oddsson á sínum tíma og mér til mikilla furðu Gullvagninn.  En þetta er að sjálfsögðu lygi því ef þetta væri satt ættu allir að ráðast á alla til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni.  

Björn Heiðdal, 10.11.2007 kl. 06:21

10 Smámynd: halkatla

ég hef lesið um þessar rannsóknir og auðvitað er þetta rétt, á ólíkum tímum í gegnum söguna (ef lengra er litið en til 1980) þá eru allir trúarhópar að stunda hryðjuverk og það miðast bara við aðstæður og tengist trúnni lítið sem ekkert. Það versta í dag er hvernig öfgaislamstrúarhryðjuverkamenn réttlæta beinlínis hin viðurstyggilegu morð sín og ógnarathafnir með trúnni sinni.

http://www.religionnewsblog.com/19854/islamic-terrorism-15

halkatla, 10.11.2007 kl. 14:09

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Áhugavert. Múslimar upplifa það sem mikla niðurlægingu að "trúleysingjar" hernemi lönd þeirra. En hef nú trú á því að trúarhugmyndir um göfugleika þess að deyja fyrir Allah geri þeim verkið auðveldara.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2007 kl. 14:25

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Spurning samt hvað á að gera varðandi þá sem vilja kollsteypa vestrænni menningu með hryðjuverkum og heilaþvotti unglinga og taka upp sharia-löggjöfina um allan heim.

Geir Ágústsson, 10.11.2007 kl. 14:52

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég tek undir með Geira en bæti þeirri spurningu við hvað á að gera við alla þá sem vilja kollsteypa vestrænni menningu með klámi, sora, ofbeldi og lygum um aðsteðjandi hættur sem ekki eru enn fyrir hendi??

Björn Heiðdal, 10.11.2007 kl. 17:58

14 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Baldur. Hér er það sem þú ert að segja í bókinni Spámaðurinn: "Og lát þann, sem húðstrýkja vill afbrotamanninn, kanna anda þess, sem brotið var gegn. Og ef einhver vill refsa í nafni réttlætisins og höggva tré hins illa, kanni hann fyrst rætur þess."

Björn. Pre-emtive strike var ekki tekið sem réttmæt afsökun nasista við Nurnberg réttarhöldin og þeir voru settir í snöruna.

Anna Karen. Já það er sorglegt. En Osama og félagar eru að berjast fyrir því að hrekja "heiðingjana" af landi múslima. Og vissulega eru þeir hryðjuverkamenn þegar þeir samkvæmt skligreiningu Sameinuðu Þjóðanna er að ráðast á og skelfa almenna borgara í pólitískum, trúarlegum eða hugmyndafræðilegum tilgangi.

Gunnlaugur. Nákvæmlega. Það finnst það flestum niðurlæging og óásættanleg staða þegar land þeirra er hernumið. Hvað ef Nasistar hefðu hernumið Ísland?

Geir. Það þurfum við að stoppa. Og það fyrsta sem við þurfum að gera er að styðja ekki innrásir á þeirra lönd. Því þannig réttlæta öfgamennrnir aðgerðir sínar gegn okkur fyrir öðrum múslimum.

Jón Þór Ólafsson, 10.11.2007 kl. 20:57

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað með þessar bévítans Múhammeðs-teikningar sem Danir og fleiri eru svo hrifnir af að birta í dagblöðum? Þær virðast snerta viðkvæmar taugar sem síðar leiðir til allskyns morðhótana og eignaspjalla. Þarf ekki að stöðva þessar eilífu blammeringar á aumingjans Múhammeð til að friða arabana?

Geir Ágústsson, 11.11.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband