Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvað gerir maður við svona kraftaverk?
2.11.2007 | 10:48
Ég varð fyrir hugvekju um daginn. Ég sat og lét hugann ráfa og skyndilega áttaði ég mig á því að ég væri til!... Auðvitað vissi ég alltaf að ég væri til, en það er langt síðan að ég hef upplifað hvað það er magnað að ég skuli sitja hér og vera yfir höfuð til. Ímyndaðu þér það, hérna ertu; Þú upplifir tilveruna.
"Hvað gerir maður við svona kraftaverk?" var það næsta sem ég hugsaði og var hugsað til þess sem spaugsami heimspekingurinn Alan Watts hafði að segja:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að njóta augnabliksins.
28.10.2007 | 15:24
Hér eru tvær útgáfur af ljóði sem lýsir sömu aðstæðum.
Sitjandi hljóður
án strits.
Vorið er komið
og grasið grær af sjálfu sér.
- Gamalt Taóískt ljóð -
Ég sat um daginn
og hafði ekkert að gera.
Ég sá að vorið væri brátt búið
og ég þyrfti fljótlega að slá grasið.
- Nútíma Tímafókusar ljóð -
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lærdómsmenning skref 2: "Hvað viljum við?"
11.9.2007 | 09:24
- Að finna sameiginlega sýn og hagsmuni -
Að hafa skýra sýn á framtíð sem við viljum skapa gefur okkur stefnu, orku og úthald til að framkvæma. En hvernig vekjum við áhuga annarra á því að taka þátt?
Það er auðveldara en þig grunar:
1. Byrjaðu að komast að því hvernig framtíð aðrir vilja skapa sér með því að spyrja þá spurninganna úr skrefi 1 og hlusta vel!
2. Deildu svo með þeim myndum af framtíðinni sem þú vilt geta skapað.
3. Skoðaðu með þeim hvernig þessar sýnir ykkar fara saman.
Við að finna sameiginlega sýn sér fólk sameiginlega hagsmuni af því að byggja hvort annað upp og hjálpast við að skapa sér framtíð. Sameiginleg framtíðarsýn vekur samkennd sem eykur samheldni og skapar traust. Slíkt andrúmsloft er hlaðið sköpunargleði og velvilja, og ótrúlegt hvað fólk getur skapað saman í slíku umhverfi.
Ég vill lifa í svona samfélagi og er því byrjaður að hjálpa fólki að finna hvað það raunverulega vill og deila með þeim minni framtíðarsýn. Það magnaða er að síðan ég byrjaði að spyrja fólk spurninganna í skrefi 1, hafa allir í kjarnann sömu þrá, að lifa sátt og starfa í samfélagi við velviljað fólk. Þetta eru skrefin til að skapa slíkt sam-félag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að skapa lærdómsmenningu skref 1: "Hvað vil ég?"
23.8.2007 | 13:43
- Að skapa frjóan jarðveg og skjóta rótum -
"Raunverulegur lærdómur á sér stað þegar fólk reynir að skapa það sem það vill." Sem börn lærðum við að ganga til að skapa okkur nýja möguleika og sem tegund lærðum við að byggja þak yfir höfuðið til að skapa okkur betri aðstæður. Lærdómur er í raun: "að auka hæfileika okkar til að skapa möguleika og aðstæður."
Fyrsta skrefið er því að komast að því hvaða möguleika og aðstæður við virkilega viljum skapa, og það er ótrúlega auðvelt:
Sjáðu fyrir þér í huganum einhverja mynd af möguleikum og aðstæðum sem þig langar til geta skapað. Það er hægt að byrja hvar sem er. Ímyndaðu þér að þetta er nú þegar raunveruleikinn. Upplifðu það í nokkrar sekúndur og spurðu svo: "Hvað geri ég núna? Hvaða aðstæður eða möguleika langar mig að skapa?" Gerðu þetta þar til þér dettur ekkert annað í hug og skoðaðu þá hvort einhver af myndunum sem komu upp í hugann lætur þér líða og hugsa með létti: "ahhh...ég er loksins komin/n heim!"
Ef ekki, haltu þá áfram að leita að aðstæðum sem þú vilt skapa. En ef svo, byrjaðu að lifa á þessum stað í huganum núna. Sjáðu fyrir þér í nokkrar sekúndur hvernig allt er og finndu hvernig þér líður þar. Ef þú heldur áfram að gera þetta muntu hægt og rólega sjá og fara að trúa hvernig þú getur skapað möguleika til að skapa þessar aðstæður.
Þegar hugur þinn er fullur af djúpri löngun til að skapa þér aðstæður þar sem þér finnst þú eiga heima þá er hann mjög frjór jarðvegur til að læra að skapa þær, og í þessum jarðvegi spírar trúin að þú getir það og skýtur djúpum rótum. Þegar þú ferð að lifa í huganum á hverjum degi þær aðstæður sem þú vilt skapa er það bara tímaspursmál hvenær þú horfir í kringum þig í raunveruleikanum og segir brosandi: "Mikið er gott að vera kominn heim."
____________________________________________________________________________
Ef þig langar að rækta þig og fólkið í kringum þig sendu þeim þá linkinn á þetta blog og geymdu hann í favorits til að lesa í gegnum blogið eins oft og þú vilt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2007 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hinn aldagamli "leikur", Pólitík.
8.8.2007 | 09:16
Á öllum tímum hefur fólk leikið hinn pólitíska leik, að hafa áhrif á aðra til að ná markmiðum sínum, hvort sem þau hafa verið hugmyndfræðileg, trúarleg, einhvers konar verðmæti eða vald.
Fólk hefur á öllum tímum reynt að öðlast meiri áhrif og hlunnindi fyrir sig og sína á kostnað annarra. Á heimilinu, í ættbálkinum, trúfélögum, hirðum konunga, borgríkjum, þjóðríkjum, stjórnmálaflokkum og fyrirtækjum.
Alla mannkynssöguna hefur þessi leikur verið leikinn með orðum, vopnum og verðmætum, og hefur verið orsök allrar mismununnar, kúgunar og stríða.
Á síðari tímum hefur þróunin verið að innleiða reglur sem gera fleirum kleift að taka þátt á hinum pólitíska leikvelli og takmarka eða banna notkun kúgunar og ofbeldis í leiknum. Þessi þróun hefur skapað leikvöll sem á sama tíma hvetur til málamiðlanna og dregur úr líkum á mismunun, kúgun og stríðum.
En margt getur grafið undan þessum framförum því meðan fólk lifir í samfélagi hvert við annað munu það leika hinn pólitíska leik til að öðlast meiri áhrif og hlunnindi fyrir sig og sína á kostnað hinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.8.2007 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upphaf Lærdómsstjórnunar
27.7.2007 | 11:27
Lærdómsstjórnun sem sérstakt svið þekkingar verður til sem svar við áskorun, sem Peter Drucker faðir nútíma stjórnunarfræða kallar mestu stjórnunar áskorun 21st aldarinnar, að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna.
Í kjölfarið verður lærdómsstjórnun til sem samansafn aðferða til að skapa teimi sem læra að skapa saman hvað eina sem þau einbeita sér að.
Fljótlega ráku menn sig á að til að virkja þekkingarafl teimisfélaga til fulls, og kveikja raunverulega löngun til að skapa og miðla þekkingu, urðu teimisfélagar að hafa sameiginlega sýn sem væri sprottin af persónulegum framtíðarsýnum hvers og eins þeirra. Fyrsta skrefið var því að finna aðferðir til að hjálpa teimisfélögum að gera sýnar eigin sýnir skýrari og finna sameiginlega fleti á sýnum þeirra allra.
Þessi nálgun gafst mjög vel en þrátt fyrir mikinn árangur í fyrstu virtist erfitt að viðhalda viðvarandi árangri, sem reyndist við athugun stafa af takmarkandi hugmyndarömmum, þ.e. djúpstæðum hugmyndum og alhæfingum sem ákvarða hegðun fólks. Eftir að taka til notkunar aðferðir til að endurskoða þessar skilyrðingar, og uppræta þær sem voru takmarkandi, gátu teimin leyst úr læðingi viðvarandi sköpunarkrafta.
Í næsta bloggi mun ég fjalla um hvernig hægt sé að rækta lærdómsmenningu með lærdómsstjórnun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er Lærdómssamfélag?
25.7.2007 | 13:25
Lærdómssamfélag er samfélag með menningu sem leggur megin áherslu á að - 1 - fólk læri að finna hvað það raunverulega vill og - 2 - hvað hindri það í að uppfylla það, - 3 - læri að hlusta á hvað aðrir vilja og finna svo sameiginlega fleti á þessum framtíðarsýnum til að sjá kosti þess að - 4 - læra í sameiningu að skapa þær.
Innan lærdómsmenningar þarf að ríkja umhverfi trausts, heiðarleika og samvinnu sem hvetur til, og skapar frjóan jarðveg fyrir, sköpun og miðlun þekkingar, því fólk vill frekar skapa og deila þekkingu með þeim sem það treystir, og er vel við, en hið gagnstæða. Slíkt umhverfi getur reynst erfitt að skapa. Nokkrum skipulagsheildum hefur þó tekist að skapa slíka lærdómsmenningu, m.a. ein sú vinsælasta í dag, Apple, og fleiri og fleiri eru að reyna það sama. Því, að sögn stjórnunar gúrúsins Peter Drucker, er framleiðni aukning þekkingarstarfsmanna mesta stjórnunar áskorun 21st aldarinnar, og þeim sem best tekst til munu tryggja sér langvarandi samkeppnisyfirburði. Þetta á ekki aðeins við fyrirtæki, heldur allar skipulagsheildir - skóla, stofnanir, stjórnmálaflokka og hvers kyns félög.
Lærdómsmenning þarf mjög frjósamt umhverfi til að festa rætur og sprettur því fyrst hjá litlum hópum með skýra sameiginlega sýn um hvað það vill skapa, brennandi áhuga að gera hana að veruleika og bjargfasta trú um að geta það. Slíkir hópar leysa úr læðingi svo mikinn sköpunarkraft og áhuga að það smitar út frá sér og þegar aðrir fara að sjá kosti lærdómsmenningar breyðir hún úr sér um þær skipulagsheildir og samfélög sem hún hefur fest rætur í.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2007 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sýn á framtíð Íslands sem lærdómssamfélag
23.7.2007 | 07:08
Ísland hefur þróast óvenjulega hratt frá bændasamfélagi til eins menntaðasta neyslusamfélags heims. Þessum hröðu breytingum fylgja í dag bæði tækifæri sem enn eru að miklu leiti ónýtt og áskorannir sem við erum rétt að byrja að sjá.
Stærstu tækifærin byggjast á því að virkja enn frekar þekkingu landsmanna, endurnýtanlega auðlind sem eykst við virkjun. Stærstu áskoranirnar felast í að draga úr samfélagsmengandi áhrifum neysluefnahagsins, sem birtist m.a. í auknu stressi, óvild, offitu og fíkn. Hvoru tveggja má ná fram með því að leggja rækt við menningu lærdóms sem hefur til virðingar þau viðhorf að fólk læri að finna hvað það raunverulega vill, hlusti á hvað aðrir vilja og finni svo sameiginlega fleti á þessum framtíðarsýnum til að geta samnýtt krafta sína til að skapa þær.
Velmegun og samfélagsmengun neyslusamfélagsins
Neysludrifnar efnahagsvélar ganga á óuppfylltum löngunum sem kveiktar eru af markaðsstarfi til að leysa úr læðingi krafta sem knýja neyslu. Þessir kraftar skapa mikla efnahagslega velmegun, en því lengur sem langanir haldast óuppfylltar því meiri gremja safnast fyrir í fólki þar til hún finnur útrás í óvild, vanvirðingu, fíkn og annarri hegðun sem mengar samskipti manna. Þessi samfélagsmengun veikir þann sköpunarkraft sem stafar frá samskiptum samlynds fólks á öllum sviðum samfélagsins, jafnt í skólum og stofnunum sem fyrirtækjum.
Til að styrkja samlyndi og auka sköpunarkraft samfélagsins, þarf að draga úr samfélagsmengun sem stafar af neysluvélinni.
Að draga úr samfélagsmengun neysluvélarinnar
Þegar neysluvélin kveikir ofmiklar langanir, meira en fólk getur uppfyllt, fer sú umfram orka bæði til spillis og til að spilla samskiptum þess. Lærdómssamfélagið, eins og neyslusamfélagið, er knúið af óuppfylltum löngunum, en með því að gera fólk færara að skapa það sem það vill hlýst af því bæði minni samfélagsmengun og meiri efnahagsvelmegun.
Lærdómsmenning gerir því efnahagsvélina samfélagsvænni með því að gera hana skilvirkari.
Að virkja þekkingarauðinn með lærdómsmenningu
Að innleiða lærdómsmenningu á Íslandi krefst einungis þess að læra að virkja þær óuppfylltu langanir sem eru til staðar í samfélaginu og meðbyrinn er mikill því það þjónar bæði hagsmunum samfélagsins í heild með því að draga úr samfélagsmengun og hagsmunum efnahagsins, og þar með stjórnmálamanna, með því að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna sem, að sögn stjórnunar gúrúsins Peter Drucker, er eina leiðin fyrir fyrirtæki og ríki að öðlast raunverulega og viðvarandi samkeppnisyfirburði og viðhalda leiðandi stöðu sinni og lífsstandard.
Þekkingarauðlindin er til staðar. Samfélagslegan, efnahagslegan og pólitískan vilja er ekki erfitt að virkja með því að dreifa þessari grein. Það sem vantar er þekkingu og frumkvæði til að virkja afl þekkingarinnar betur, og hvort tveggja má m.a. byrja að sækja í bók lærdómsstjórnunar gúrúsins Peter Senge, The Fifth Discipline.
Ef þú vilt sjá þessa sýn á framtíð Íslands verða að veruleika byrjaðu þá á því að benda fólki á þessa grein.
Í næstu blogum mun ég fjalla nánar um lærdómsmenningu og hvernig hægt sé að rækta hana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.8.2007 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jafnrétti og friður á heimilinu.
23.6.2007 | 09:08
Heimilisverk er þrætuepli á mörgum heimilum. Í tveim fyrri bloggum hef ég verið að skoða rót þessa vandamáls og sýnist hún felast í óuppfyltum væntingum og mismunandi gildum sambúðarfólks, og þar er líka lausnina að finna.
Óuppfylltar Væntingar.
Flest fólk á Íslandi í dag VÆNTIR jafnréttinda í samböndum sínum og þar sem jafnréttindi krefjast ekki aðeins að fólk í sambúð vinni heimilisverkin saman heldur líka að báðir aðilar ákveðið saman hvaða verk skuli vinna þá eru margir ósáttir. Við búum ekki við jafn-réttindi fyrr en það ríkir bæði jafn-ræði og jafnt framlag.
Ef fólk getur sæst á þetta er næst að ákveða í sameiningu hvaða verk skuli vinna.
Mismunandi Gildismat.
Hugmyndir fólks um hvaða verk skuli vinna hvíla alltaf á GILDIS-MATI þeirra. Þegar kemur að heimilisverkum eru gildin m.a. heilsa, hreinlæti, hagkvæmni og öryggi. Hve mikið fólk metur þessa þætti er mismunandi og ekkert eitt er réttara en annað því það fer eftir smekk þeirra. Minn smekkur, hvað ég kann að meta, er ekkert réttari en þinn.
Gildismat getur breyst.
Þetta gerist yfirleitt hægt en þar sem gildismat byggir oft á röngum upplýsingum getur það breyst hratt þegar þær eru leiðréttar. Lengi vel trúði fólk til dæmis möntunni: "því hreinna, því betra", en núna benda læknar á að ónæmiskerfi barna sem alast upp við of mikið hreinlæti fái ekki nægilegt áreyti sýkla til að þroskast eðlilega. Við að sjá að hreinlæti er ekki það sama og heilbrigði minnkar gildismat margra þegar kemur að þrifum.
Af þessu má læra þrjár lexíur.
1. Það eru ekki jafn-réttindi að vinna heimilisverkin jafnt, fyrr en það ríkir jafn-ræði við að taka ákvörðun um hvaða verk skuli vinna.
2. Hvaða verk skuli vinna hvílir alltaf á gildismati fólks sem er mjög mismunandi og það er ekkert eitt rétt gildismat.
3. Gildismat getur breyst, en það gerist yfrleitt hægt.
Lausn vandamálsins.
Fyrir jafnréttissinna felst hún í því í að uppfylla væntingar þeirra um raunverulegt jafnrétti á heimilinu og ræða um gildismat sitt þegar kemur að heimilisverkunum með þessar þrjár lexíur í huga og það að leiðarljósi að finna lausn sem báðir aðilar eru raunverulega sáttir við.
Gildismatið og hvaða verk skuli vinna þarf svo að endurskoða reglulega því fólk veit ekki nákvæmlega í fyrstu tilraun hvað það metur mest, og svo breytast gildi fólks og hvernig það metur þau með tímanum.
Jafnrétti og sátt á heimilinu.
Þessi aðferð leiðir ekki bara til sátta þegar kemur að heimilisverkum. Hana má nota í öllum tilfellum þegar fólk í sambúð ákveður að gera eitthvað sem krefst framlags frá báðum, hvort sem það er í formi peninga eða vinnu, og báðir vilja koma að ákvarðannatökunni, t.d. þegar kaupa á íbúð, innbú eða bíl, nú eða þegar "þarf" að bóna bílinn.
Gangi ykkur vel
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.7.2007 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað vilja konur og karlmenn?
11.6.2007 | 20:53
AFLIÐ sem býr í kvenréttindahreyfingunni hefur tryggt konum mörg þau réttindi sem þær eiga réttilega að hafa og enn má betur gera, en nú er þetta sama afl farið að kúga margar konur og leiða aðrar á villigötur.
Byltingin étur börnin sín
Undirlægjur
Konur eiga rétt á því að velja sér störf sem þær vilja vinna og fá fyrir vinnuna sömu laun og karlmenn. Eiga þær að leggja jafnt af mörkum og karlmenn, en fá minna fyrir? Konur með sjálfsvirðingu sætta sig auðvitað ekki við slíkt.
Það eru ekki mörgum karlmönnum sem finnast rykfríar hillur og skínandi gólf það mikilvæg að þeir vilji eyða tíma sínum í slík þrif. Eiga þeir að leggja jafnmikið af mörkum og konur við að vinna verk sem þeir fá minna út úr? Karlmenn með sjálfsvirðingu sætta sig ekki við slíkt.
Til að fá fólk til að gera það sem það vill ekki gera þarf að þvinga það undir vald sitt; gera það að undirlægjum.
Vilja konur virkilega mjúka menn?
Sjálfstætt fólk fer á eftir því sem það vill
Höfundur er nemi og virkur baráttumaður fyrir réttindum kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)