Krónan hrinur 100% miðað við Gull og Olíu á rúmu ári.

Þarsíðasta vor sá ég þetta hrun krónunnar á sjóndeildarhringnum eftir að hafa lesið Austurríska hagfræði og hugðist kaupa mér gullmynt sem myndi ekki hrynja í verðbólgunni.

gold_vs_dollar.jpgEn viti menn lögleg gullmynt (þ.e. sem löglegt er að borga með skuldir og skatta) frá myntslætti Bandaríkjanna, og annarra ríkja, var virðisauka-skattskyld vegna tilskipunar frá Evrópusambandinu. Það sem þetta þýðir í raun er að við megum ekki eiga gull sem gjaldmiðil.

Ef við viljum vernda virði verðmæta okkar í eina gjaldmiðlinum sem til lengri tíma tapar ekki verðgildi sínu þá 'skattleggur' ríkið okkur eins og við værum að bræða það og búa til skartgripi til að skapa okkur 'virðisauka'.

Til að tapa ekki 24,25% við að borga virðisaukaskatt af lögmyntinni hætti ég við allt saman. En það hefði ég ekki átt að gera. Því pappa krónurnar mínar hafa hrunið á sama tíma og gull hefur hækkað. Verðmæti gulls miðað við pappakrónu er yfir 100% hærra en þarsíðasta vor.

Raunveruleg verðmæti eins og Gull og Olía haldast í hendur meðan ofprentaðir pappapeningar hrynja óhjákvæmilega.

Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og hvað verður um krónuna. Hér er hljóðfællinn.
mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband