Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Forbes: Seðlabanki Bandaríkjanna blés upp húsnæðis bólurnar um allan heim.
26.10.2008 | 16:21
Lokun Landsbankans í Smáralind er enn einn dómínókubburinn sem fellur, og fleiri útibú og fyrirtæki munu fylgja í framhaldinu. Steve Forbes eigandi virta fjármálatímaritsins Forbes bendir í vídeóinu að neðan á að Seðlabanki Bandaríkjanna blés upp húsnæðis bólurnar um allan heim með sínum ofur lágu stýrivöxtum.
![]() |
Landsbanka lokað í Smáralindinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Seðlabankastjóri blés sjálfur upp húsnæðisútlána bóluna og verðbólgu bálið.
24.10.2008 | 10:25
Með því að lækka bindiskyldu bankanna með vinstri hendinni blés seðlabankastjóri upp húsnæðisútlána bóluna og verðbólgu bálið sem hann sagðist svo þurfa að slökkva með stýrivöxtum hægri handar. (Útdráttur úr greininni að neðan sem birtist í Morgunblaðinu 10.10.2008)
Lausafjármagns fíklarnir
Áður en amfetamín varð ólöglegt keypti amma mín megrunar pillur sem voru svo hressandi að hún festi ekki svefn í tvær nætur. Næsta dag fleygði hún pillunum og var rúmföst í tvo daga. Á þessum árum ánetjaðist margt grunlaust fólk þessum pillum.
Lausafjár faraldurinn.
Í dag höfum við grunlaus ánetjast ódýru lausafé sem sprautaðist inn í efnahagslífið í gegnum viðskiptabankana og blés upp bólu á húsnæðismarkaði. Við vorum grunlaus að þessir peningar myndu margfaldast í bankakerfinu með svo kallaðari bindiskyldureglu seðlabankans og á skömmum tíma valda mikilli verðbólgu sem legðist ofan á vexti húsnæðislána með tilheyrandi gjaldþrotum og efnahagshruni. Þetta kennir hagfræði 101.
Götusalar lausafjárins.
Lögfræði 101 segir að fasteignasalar séu lagalega skuldbundnir að skýra kaupendum frá termítum sem munu valda þeim fjárhagstapi, ef þeir vita af vágestunum. Annað er glæpsamlegt svindl. Maður hefði haldið að stjórnendur banka sem selja (lána) lausafé á vöxtum væru lagalega skuldbundnir að skýra kaupendum frá því að verðbólga sem sigldi óhjákvæmilega í kjölfar svo mikilla húsnæðislána myndi valda þeim fjárhagstapi, ef þeir vissu af vágestinum. Þeir ættu ekki að framreikna 40 ára lán og láta sem verðbólga muni líklega verða lítil. Á þetta þarf að reyna fyrir dómsstólum og verði stjórnendur dæmdir sekir um svindl eiga þeir að dúsa í steininum.
Hin sýnilega höndin lausafjár kreppunnar.
Lítið mun breytast með nokkra götusala bak við lás og slá ef ekki er litið á hver leifði þeim að margfalda allt þetta lausafé. Lög um seðlabanka leifa seðlabankastjóra að stýra lágmarks vöxtum og bindiskyldu bankanna. Ef seðlabankastjóri lækkar bindiskylduna leifir það bönkunum að margfalda lausafé sem á skömmum tíma skilar sér í aukinni verðbólgu. Til að ná verðbólgunni niður getur hann svo hækkað stýrivexti, sem er nákvæmlega það sem hann gerði. Með því að lækka bindiskylduna með vinstri hendinni blés seðlabankastjóri upp verðbólgu bál sem hann sagðist þurfa að slökkva með stýrivöxtum hægri handar. Seðlabankastjóri hafði í hendi sér að minnka margföldun lausafjár en lét frekar vinstri höndina margfalda það meira og hægri höndina ekkert vita. Menn eru ábyrgir fyrir fyrirsjálegum afleiðingum gjörða sinna. Hvort seðlabankastjóri axlar sína kemur í ljós.
Forvörn gegn öðrum lausafjár faraldri.
Íslendingar liggja nú í fletinu með ferleg fráhvarfseinkenni, sama hvort þeir fóru á lausafjár fyllerí eða forðuðust lánin. Ríkið mun með miklum tilkostnaði mýkja lendingu lausafjár fíklanna sem eins og allir fíklar ætla aldrei aftur á hausinn. Forvörnina er að finna í AA Bók lausafjár fíkilsins The Austrian Theory of the Trade Cycle úr röð austurrísku hagfræðinnar sem fyrir Þynnkuna-Miklu upp úr 1929 spáði fyrir um þynnkuáhrif bankakerfis sem margfaldar lausafé.
Heilbrigt Efnahagslíf.
Eftir að við venjum okkur af lausafé sem hægt er að margfalda og lærum að vernda verðgilda vermæta okkar í eðalmálmum og öðru sem ekki er hægt að margfalda í bankakerfinu munum við lifa heilbrigðu (efnahags)lífi.
![]() |
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"R" tekur lán frá "A" til að borga skuldbindingar "B" og rukkar svo "Í" fyrir allt saman.
13.10.2008 | 10:57
Þetta þýðir eins og allir vita að öll lán ríkisins munu borguð úr vasa skattgreiðenda. En hvers vegna er ríkið að leitast eftir því að taka lán?
Því ríkisstjórnin ætar að ábyrgjast skuldbindingar bankanna og láta okkur skattgreiðendur borga fyrir þær með hærri sköttum og minni þjónustu.
Bankarnir söfnuðu upp sínum skuldbindingum sjálfir og ríkisstjórnin skyldi ekki skuldsetja okkur og komandi kynslóðir með því að gangast við þeim.
Hvað er eiginlega hægt að kalla stjórnmálamenn sem skuldsetja ófædda börn til að gangast við skuldbindingum fjárglæframanna?
![]() |
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dýralæknir sendur að semja við úlfa IMF
13.10.2008 | 08:29
Hvort er líklegara að dýralæknirinn Árni M. Mathiesen takist að sprauta úlfana hjá IMF niður eða að þeir éta hann og Íslensku þjóðina lifand?
Hlutverk IMF er útskýrt í eftir 1 mínútu og 50 sekúndur í vídeóinu að neðan:
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skuldug ríki verða leiksoppar Alþ.gjald.sjóðsins.
11.10.2008 | 11:24
Saga Alþjóðagjaldeyris sjóðsins (IMF) er harmarsaga þjóða sem ekki gátu borgað til baka og voru þvinguð að einkavæða heilbrigðiskerfi, orkuframleiðslu, vatsveitur o.fl.
Þetta er útskýrt eftir 1 mínútu og 50 sekúndur í vídeóinu að neðan:
![]() |
Rússar og IMF sameinist um lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef við skuldum Alþj. Gjaldey.sj. þá þurfum við að einkavæða.
10.10.2008 | 09:15
Saga Alþjóðagjaldeyris sjóðsins (IMF) er harmarsaga þjóða sem ekki gátu borgað til baka og voru þvinguð að einkavæða heilbrigðiskerfi, orkuframleiðslu, vatsveitur o.fl.
![]() |
Mestu mistökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IMF þvingar skuldunauta að einkavæða.
10.10.2008 | 09:12
Saga Alþjóðagjaldeyris sjóðsins (IMF) er harmarsaga þjóða sem ekki gátu borgað til baka og voru þvinguð að einkavæða heilbrigðiskerfi, orkuframleiðslu, vatsveitur o.fl.
![]() |
Tímaspursmál hvenær leitað verður til IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar ríkið að bjarga SUMUM erlendum lánadrottnum?
8.10.2008 | 08:42
Lifibrauð lánastofnanna er að reikna áhættu á útlánum og áætla vaxtastig sem vegi upp áhættuna. Meiri áhætta þýðir meiri vextir.
Erlendu lánadrottnar íslensku bankanna reiknuðu sína áhættu, settu sitt vaxtastig og lengi vel settu þeir gróða góðu veðmálanna sinna í eigin vasa.
Ætlar ríkið að taka tapið af SUMUM þeirra úr okkar vösum?
![]() |
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Íslensk stjórnvöld eiga ekki vini, aðeins hagsmuni.
8.10.2008 | 08:18
Í greininni að neðan sakar fjármálaráðherra Bretlands íslensk stjórnvöld um svik:
"Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, segir í viðtali við BBC að stjórnvöld muni veita viðskiptavinum Icesave sérstaka aðstoð og tryggja innistæður þeirra, vegna þess að íslensk stjórnvöld hafi gengið á bak orða sinna."
Íslensk stjórnvöld eiga ekki vini, aðeins hagsmuni.
![]() |
Darling segir íslensk stjórnvöld hafa gengið á bak orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ísland á enga vini, aðeins hagsmuni!
8.10.2008 | 08:09
"Frakkland á enga vini, aðeins hagsmuni!" Var svar Charles de Gaulle, leiðtoga frakka í síðari heimstirjöldinni, þegar kona Churchills, leiðtoga Breta, sagði að: "hann skyldi ekki hata vini sína meira en óvini sína."
Íslendingar sem einstaklingar eiga erlenda vini. Ísland sem þjóðríki á aðeins hagsmuni. Að hengja hagsmuni þjóðarinnar á vinskap annarra þjóðríkja hefur nú ekki reynst okkur vel.
![]() |
Baksvið: Hvaða vinir" brugðust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)