Ætlar ríkið að bjarga SUMUM erlendum lánadrottnum?

_slendingar_bera_erlenda_lanadrottna_2.jpgLifibrauð lánastofnanna er að reikna áhættu á útlánum og áætla vaxtastig sem vegi upp áhættuna. Meiri áhætta þýðir meiri vextir.

Erlendu lánadrottnar íslensku bankanna reiknuðu sína áhættu, settu sitt vaxtastig og lengi vel settu þeir gróða góðu veðmálanna sinna í eigin vasa.

Ætlar ríkið að taka tapið af SUMUM þeirra úr okkar vösum?


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu þá að vísa til þess að Kaupþing hafi fengið lánafyrirgreiðslu en ekki hinir tveir, eða þá til þess að hugsanlega sé trygging á innistæðum Icesave í Bretlandi (sem mér skilst núna að sé ekki, eða hvað?)?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Í fréttinni segir :

"Davíð segir að áður hafi menn trúað því að íslenska ríkið myndu reyna að borga allar skuldir íslensku bankanna."

„Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna,“

Af einhverri ástæðu á ég erfitt með að treysta ráðamönnum í dag. Svo þegar menn tala svona loðið og halda áfram að lána einum bankanum spyr ég mig spurninga eins og:

- Hvenær ÁKVEÐA þeir þetta?

- Hvað með lánadrottna sem ekki voru ÓREGLUmenn?

- Svo þeir ætla ekki að borga ALLAR skuldir bankanna, en hvað með hluta þeirra?


Jón Þór Ólafsson, 8.10.2008 kl. 11:37

3 identicon

Ég er sammála þér um loðnu fréttirnar. Það er ljóst að það þarf ítarlega rannsókn á öllum þróunarferli þessa máls. Það yrði áhugaverð skýrsla.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:47

4 identicon

Sæll meistari. . . Já þetta er allt mjög loðið. Correct me if I'm wrong en mér skildist að eigið fé yfirteknu bankanna yrði varið í erlendar skuldir, eða sett í erlenda hluta starfsemi bankanna og þar með yrði þeim hluta lokið af hálfu ríkisins. Aðrar skuldir eða skuldbindingar ríkisins gagnvart erlendum viðskiptum bankanna yrðu hunsaðar. Stendur þetta enn til, og hvaða upphæðir er verið að tala um og í hvaða hlutfalli á við erlendar skuldbindingar. Hver stýrir því hver fær hvað? Fá sparifjáreigendur t.d. Icesave forgang að fjármagninu, og er yfir höfuð eitthvað eigið fé? Hver ber ábyrgð á því að ríkið gerist ábyrgt fyrir margföldum fjárlögum íslenska ríkisins og hvernig á það að ganga upp? og hvernig fer það með okkur sem þjóð og traust annara þjóða á okkur og lánshæfi þegar fram í sækir, að við ákveðum að hunsa skuldbindingar sem við höfum þegar gert erlendis með vægast sagt glæfralegum hætti? Þetta er ofar mínum skilningi!

Böðvar Reynisson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:02

5 identicon

Það hlýtur að vera augljóst mál að það er ekki nokkur leið fyrir íslenska ríkið/okkur að ábyrgjast neitt af þessu erlenda drasli. Við getum ekki keyrt okkur sjálf í gjaldþrot til þess að halda lánstrausti! Slík mótsögn hlýtur að vera augljós einföldustu sálum. Ríkið hefur í raun ekkert val um að tryggja eða tryggja ekki erlenda hlutann, það er bara einfaldlega ekki hægt.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:15

6 identicon

Það að dæmið gangi ekki upp er augljóst einföldustu sálum. Það að ríkið sé þegar í ábyrgðum fyrir margfalt það sem það ræður við er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi látið gerast.

Böðvar Reynisson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:36

7 identicon

Ég er reyndar ekki viss, er það fullkomlega á hreinu hvaða ábyrgðir ríkið hefur?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:00

8 identicon

Orginal kommentið mitt er nú reyndar að mörgu leiti úrelt þar sem nú hafa komið skít sæmileg svör við hluta þess í fjölmiðlum. En nei ég get ekki ímyndað mér að það sé búið að taka það saman skref fyrir skref hvaða ábyrgðir ríkið hefur, þó það sé náttúrulega allt skjalfest og eigi bara eftir að sjá hvað eignir bankanna vinna mikið upp í skuldir. En sú yfirlýsing Seðlabankastjóra um að ríkið ætli ekki að standa við skulbindingar sínar gagnvart einum anga eins af þremur stórum bönkum, sem farnir eru í fokk, og að ástæðan sé sú að ríkið ráði ekki við það, gefur manni vísbendingar um að ábyrgðir ríkisins séu vel umfram getu þegar allt er tekið saman. Sérstaklega í ljósi þess að eignir bankanna hafi rýrnað gríðarlega undanfarna daga.

Böðvar Reynisson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:35

9 identicon

Ég hef skilið þetta þannig að Landsbankinn hafi verið með sína starfsemi í Bretlandi og Hollandi undir íslenskum hatti og þessvegna sé íslenska ríkið tryggingaskylt gagnvart reikningsinnistæðum þar vegna ákvæða EES. Kaupþing og Glitnir hafi hinsvegar haft sína starfsemi í dótturfélögum sem viðkomandi ríki tryggi. Skv. neyðarlögunum eiga sparifjáreigendur forgangkröfu í þrotabúin og í tilfelli Icesave muni eignir Landsbankans ganga upp í þessar kröfur. Varla gera þessar EES-reglur upp á milli íslenskra eða breskra sparifjáreigenda, þeirra kröfur hljóta að vera jafnar. Ég hef skilið þetta svo að engar ábyrgðir íslenska ríkisins séu til hjá sparifjáreigendum Glitnis og Kaupþings erlendis.

Dæmið snýr þannig við mér að ef ráðamenn hér eru gallharðir þá bera allir erlendir lánadrottnar bankanna sitt tap sjálfir, það eina sem íslenska ríkið gæti þurft að tryggja séu Icebank skuldbindingarnar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:48

10 identicon

En auðvitað gæti það samt verið of mikið...hvað þá?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:51

11 identicon

Ég skildi Davíð fyrst og fremst þannig að "óreiðumennirnir" væru íslenskir eigendur bankanna og umræddar skuldir væru fyrst og fremst megnið af skuldum þeirra erlendis sem ríkið beri enga ábyrgð á, að Icesave hugsanlega undanskyldu. Þó það mál sé mjög stórt þá eru aðrar skuldir bankanna miklu stærra dæmi. Spurning hvaða fleiri erlenda banka þetta setur á hausinn?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:58

12 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Íslendingar liggja nú í fletinu með ferleg fráhvarfseinkenni, sama hvort þeir fóru á lausafjár fyllerí eða forðuðust lánin og ríkið mun með miklum tilkostnaði mýkja lendingu lausafjár fíklanna sem eins og allir fíklar ætla aldrei aftur á hausinn.

Fyrir þá sem er alvara er forvörnina að finna í AA Bók lausafjár fíkilsins “The Austrian Theory of the Trade Cycle” úr röð austurrísku hagfræðinnar sem fyrir þynnkuna miklu upp úr 1929 spáði fyrir um þynnkuáhrif bankakerfis sem margfaldar lausafé.

Jón Þór Ólafsson, 9.10.2008 kl. 16:22

13 identicon

Eftirfarandi var haft eftir Árna Mathiesen á mbl.is í dag kl. 14:00:

„Þeir [Bretar] eru að gera kröfu um það að við ábyrgjumst þetta að fullu. En reglurnar eru bara ekki þannig. En við höfum sagt að við munum styðja tryggingasjóðinn."

Sé þetta rétt hjá honum, þá er staðan ekki jafn hrikaleg og hún virtist vera í fyrstu.

Annars er ég sammála ýmsum rökum gegn því seðlabanka/peningakerfi sem m.a. kom fram á þessari síðu. Menn froðufella yfir krónunni í stað þess að froðufella yfir kerfinu í heild og leggja til upptöku evru, sem auðvitað er ekkert annað en angi af sama kerfi, í stóru samhengi.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:32

14 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Nákvæmlega Þorgeir. Þetta er ekki spurning um ónýtt epli. Þetta er spurning um ónýta eplakörfu og því í raun um ónýta eplakörfusmiði.

Jón Þór Ólafsson, 9.10.2008 kl. 16:50

15 identicon

sammála. .

Böðvar Reynisson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 02:18

16 identicon

Hvað bretana varðar þá verður ekki annað séð en að þeir hafi gert gert beina árás á íslenska ríkið án þess að málin væru að minnsta kosti fyllilega skýrð. Ríkisstjórn okkar var ekki með gífuryrði þó tveim sögum fari af því hvað manna hafi farið í milli. Nú er ég ekki viss um að Kaupþing hefði raunverulega staðið lætin af sér frekar en hinir bankarnir en aðgerðir breta gegn Kaupþingi, innblásnar af Landsbanka/Icesave málinu, voru bein árás á íslensk yfirvöld á eins viðkvæmum tímapunkti og hugsast gat. Þessi aðgerð stórspillti stöðunni fyrir okkur. Hvaða lagalegu þýðingu gæti það haft? Það liggur við að manni finnist að skera eigi allar kröfur breskra aðila frá okkur, hvaða nafni sem þeir nefnast.

Fullyrðing Browns um að Ísland sé gjaldþrota stenst raunar aðeins ef við ætlum að lúffa fyrir hans kröfum.

Það fáránlega er að stöðugt er rætt um í fjölmiðlum að ekki megi þetta spilla tengslum okkar við þessa "vinaþjóð" okkar. Ég veit ekki betur en að flestar hörðustu milliríkjadeilur okkar undanfarin 110 ár hafi einmitt staðið við þessa þjóð. Á vinalistanum hljóta þeir að hafa verið ansi neðarlega á lista, jafnvel áður en þetta mál kom upp. Annars er ég sammála því að ríki hafi bara hagsmuni, ekki vini. Einstaklingar/persónur eiga vini, ríki eru ekki persónur.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:52

17 identicon

Annars hljóta menn að geta reiknað sig að einhverri niðurstöðu um það hvers virði íslensk viðskipti í Bretlandi raunverulega eru fyrir Ísland, og hvort það sé minnsta röksnifsi fyrir því að borga eitthvað með tilliti til þess, þ.e. miðað við tölurnar sem bretar fara fram á annars vegar og það sem yfirvöld hér telja raunverulega að þau beri ábyrgð á.

Við ættum að byrja að leita fleiri markaða strax, það er engin leið að vita hverju þessir yfirgangsseggir taka upp á gagnvart okkur.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:59

18 identicon

...ég minni á að Bretland setti eitt sinn löndunarbann á íslenskan fisk (1952? Man það ekki) og lagði þá um leið nokkra staði á Bretlandi í rúst.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband