Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lögreglumaður barinn til bana um hábjartan dag.

logreglan_tharf_a_hugsa_sinn_gang.png"Fyrir mörgum árum var lögreglumaður í Svíþjóð barinn til bana um hábjartan dag fyrir utan stórverslun. Fólkið stóð aðgerðalaust á meðan á þessu stóð og sum vitni sögðu einhverja hafa haft gaman af. Eftir þennan skelfilega atburð endurskoðaði sænska lögreglan öll samskipti embættisins við almenning. Íslenska eiturúðalögreglan og andlitslausa víkingasveitin ættu líka að hugsa sinn gang."

Þetta er útdráttur úr blogfærslu Jóhannes Björn Lúðvíksson (höfundur: "Falið Vald") þar sem hann spáir: "Hvað gerist 2009?" sjá færslu hér.

"Þar spáði hann meðal annars að ef leynipukur varðandi afskriftir og kosningaótti ríkistjórnarinnar taka ekki enda þá sitjum við brátt uppi með tvær stríðandi fylkingar sem mætast í götubardögum. Stærri hópurinn verði þjóðin en minni hópurinn, valdaklíkan og hagsmunaaðilar, verða þá að beita fyrir sig lögreglu og hvítliðum. Væri ekki æskilegra að boða til kosninga heldur en að lama landið á þennan hátt?"

Ríkisstjórnin veit vel að hennar sinnuleysi gagnvart spyllingu og skeytingarleysi gagnvart þjóðinni, leiðir til ofbeldis. Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir áframhaldandi ofbeldi gagnvart Íslendingum, hvort sem þeir eru almennir borgarar eða lögreglumenn.


mbl.is Svæði við þinghúsið rýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland verður ekki tryggt með Davíð í Seðlabankanum

se_labanki_slands.jpgÁ vefsíðu Seðlabankans segir að: "Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi." Þegar ódýrt fjármagn fór að flæða inn í landið og valda óstöðuleika í verðlaginu, með því að blása út húsnæðisbólu og verðbólgu, hafði Seðlabankinn tvö verkfæri til að stuðla að stöðugu verðlagi: byndiskyldu og stýrivexti.

Með því að hækka bindiskylduna hefðu stjórnendur Seðlabankans takmarkað hve mikið viðskiptabankarnir mættu lána, sem hefði stöðvað húsnæðisbóluna og forðað okkur frá frekari verðbólgu sem bólan myndi annars orsaka.

Með því að hækka stýrivextina lítillega tímabundið hefðu stjórnendur Seðlabankans náð niður verðbólgunni sem bólan hafði þá þegar valdið.

Þess í stað lækkuðu stjórnendur Seðlabankans bindiskylduna trekk í trekk meðan húsnæðisbólan var að stækka, og nú síðast þann 15. apríl 2008 lækkuðu þeir hana í "0% á skuldabréf með umsömdum lánstíma lengri en tvö ár," s.s. húsnæðislánum.

Sá sem hefur valdið til að valda hlutum ber ábyrgðina á þeim. Davíð og Co. í Seðlabankanum var falið valdið til að stuðla að stöðugu verðlagi og tóku viljugir ábyrgð á því sem stjórnendur Seðlabanka Íslands. Þetta vald notuðu þeir hins vegar til að valda stærsta efnahagshruni heimsins, miðað við efnahagsstærð.

Það mun enginn tryggja viðskipti við land sem leyfir slíkum óreiðumönnum að stjórna Seðlabanka landsins. Geir Haarde, þú hefur valdið til að skipta þeim út, svo þín er ábyrgðin.


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og Davíð kemur þjóðararfinum til fjölþjóðafyrirtækja

davi_ekki_treystandi_i_brunnig.jpgFrá því að Davíð Oddsson var forsætisráðherra hefur hann, meðvitað eða ómeðvitað, fylgt IMF handbókinni hvernig skuli koma þjóðararfinum til fjölþjóðafyrirtækja.

Sem forsætisráðherra einkavæddi hann bankana og skar hausinn af tveimur eftirlitsstofnunum efnahagslífsins, Þjóðhagsstofnun og Samkeppnisstofnun.

Sem seðlabankastjóri braut hann niður bindiskyldu"flóðgarðinn", í stað þess að hækka hann, svo ódýrt fjármagn blés út bankana og sökkti landinu í skuldum og verðbólgu. Þegar fólk og fyrirtæki fóru að sökkva setti hann stýrivaxtasnöruna um háls þeirra og sagði: "Nú verð ég að toga til að bjarga ykkur!"

Davíð stóð í brúnni á þjóðarskútunni og slökkti á stofnun sem færði okkur veðurfréttir efnahagslífsins áður en hann reif niður bindiskyldu-varnargarðinn svo ódýrt fjármagn skall á okkur með skuldum og verðbólgu, og gerði okkur berskjölduð fyrir heimsstorminum. Davíð er ekki lengur treystandi í brúnni.

Til að fækka frekari áföllum og komast sem fyrst út úr kreppunni þarf GEIR H. HAARDE að nota það vald sem við fólum honum í okkar þágu og reka VIN SINN Davíð Oddsson.

 

Lesa meira: Stýrivaxta-Snara Dabba og IMF handbókin

 


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivaxta-Snara Dabba og IMF handbókin

davi_oddsson_me_handbok_imf.jpgMeðvitað eða ómeðvitað hefur Davíð Oddsson, frá því hann var forsætisráðherra, fylgt handbók IMF hvernig skuli koma þjóðararfinum í hendur fjölþjóðafyrirtækja.

Lokaniðurstaða handbókarinnar er að viðkomandi ríki skuli vera svo rækilega bundið á skuldaklafa sjóðsins að hann getur krafist einkavæðingar þjóðareigna þess (s.s. auðlinda, spítala, skóla o.s.frv.) sem erlendir auðmenn sölsa undir sig, iðulega í gegnum fjölþjóðafyrirtæki.

Sem forsætisráðherra einkavæddi hann bankana og skar hausinn af tveimur eftirlitsstofnunum efnahagslífsins, Þjóðhagsstofnun og Samkeppnisstofnun.

Sem seðlabankastjóri braut hann niður bindiskyldu"flóðgarðinn" svo ódýrt fjármagn sökkti landinu í skuldum og verðbólgu. Þegar fólk og fyrirtæki voru svo að drukkna setti hann um háls þeirra stýrivaxtasnöruna og sagði: "Nú verð ég að toga til að bjarga ykkur!"

Lokaniðurstaðan verður veikari efnahagur sem þýðir tvennt, annars vegar veikari fjárhagsstaða ríkissjóðs sem sekkur dýpra í vasann á IMF, og hins vegar veikari króna sem gerir þjóðararfinn ódýrari fyrir erlenda auðmenn eignast þegar IMF þvingar ríkið til að einkavæða hann.


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árásir seðlabankahagfræðings á mótmælendur ritskoðaðar á mbl.is

hagfrae_ingur_se_labankans_-_lafur_rn_klemensson_763757.jpgÓlafur Örn Klemensson hagfræðingur úr Seðlabankanum ræðst með öðrum manni að mótmælendum og stjórnendur á mbl.is loka fyrir að hægt sé að blogga um fréttir af árásunum. (Sjá myndir neðst í þessu bloggi og sjá fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað).

Nokkrum dögum áður klipptu nokkrir mótmælendur á sjónvarpskapla Kryddsíldarinnar og það helsta í fréttum á mbl eru skemmdarverk sem bloggheimurinn getur bloggað um. Smella hér til að sjá mynd

Sem betur fer héldu vökulir bloggarar utan um alla þá sem höfðu bloggað um fréttina af Ólafi áður en þeir sem stjórna mbl.is lokuðu fyrir möguleikan: Bannað umræðuefni og Taldi sér ógnað - mbl.is - athugasemdir horfnar... og komnar aftur... og horfnar aftur.

 

motmaelendum_ogna_a_gamlarsdag_763748.jpg

 

 

 

taldi_ser_ogna.jpg


mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mbl hefur lítinn áhuga á mótmælum án hasars

helst_i_frettum.pngÞegar þó nokkur prósent Íslendinga safnast saman viku eftir viku til að MÆLA á móti þeim sem skuldsettu þjóðina, þá er áhugi Morgunblaðsins ekki mikill.

Þegar nokkrir ungir Íslendingar safnast saman og sumir þeirra SKEMMA sjónvarpskapla, hvað ætli að sé HELST Í FRÉTTUM (sjá mynd)? Höfundar þessara greina fannst ekki fréttnæmt að fjalla um hverju fólkið væri að mót-MÆLA aðeins hvað sumir þeirra voru að SKEMMA.

Það er kannski leiðinlegra að fjalla um fólk sem mót-MÆLIR og það er eflaust léttara að skrifa um SKEMMDAR-varga, en fyrir okkur sem lesum fréttirnar er mikilvægt að frétta meira af þeim sem MÆLA með því að ráðamenn sæti ábyrgð og minna af þeim sem SKEMMA sjónvarpskapla.

 


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vinna pólitíks völd og vilja okkur í vil.

the_game_of_politics_-_game_manual.png
Ef nornadúkkurnar hennar Evu Hauksdóttur virka ekki þá var að koma út bókin "The Game of Politics - Game Manual," eftir Íslendinginn Jón Þór Ólafsson.

Bókin er verkfæri til að vinna pólitísk völd og vilja sér í vil. Hún sýnir á manna máli hvernig stjórnvöld eru sett frá völdum ef þau vilja ekki samþykkja sett skilyrði.

Í hinum pólitíska leik ert þú annað hvort leikmaður eða leiksoppur. Þú átt leik!
Smelltu hér til að fara á opinbera vefsíðu bókarinnar. 

 


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vinna pólitísk völd og vilja sér í vil.

the_game_of_politics_-_game_manual.png


Út var að koma bókin:
The Game of Politics - Game Manual

eftir Íslendinginn Jón Þór Ólafsson.

Bókin er verkfæri til að vinna
pólitísk völd og vilja sér í vil.

Hún sýnir á manna máli
hvernig stjórnvöld eru sett frá völdum
ef þau vilja ekki samþykkja sett skilyrði.

Smelltu hér til að fara á opinbera vefsíðu bókarinnar.

 


Þegar út af ber krefst IMF sölu auðlynda.

Saga sjóðsins talar sínu máli:

Þegar þjóðríki standa ekki í skilum við sjóðinn krefst hann einkavæðingar auðlynda landsins, ásamt niðurskurði í velferðarmálum þ.á.m. heilbrigðis og menntakerfunum.

Þegar hér kemur við sögu kaupa erlendir fjármagnseigendur sjoppuna á slikk og hækka verðið á vatni og rafmagni.

IMF mun blóðmjólka ríkið meðan erlendir fjármagnseigendur blóðmjólka landann. Þessi saga hefur endurtekið sig trekk í trekk, og við munum skömmustuleg segja börnunum okkar hvernig við stöðvuðum ekki ráðamenn í að skuldsetja þau og selja auðlinda arfinn þeirra. Það er ef við gerum ekkert.

Gerum okkar besta  -  Mætum á mótmæli  -  Mælum gegn IMF láninu.

YouTube Vídeó: The World Bank (WB) & The International Monetary Fund (IMF):


mbl.is „Ekkert má út af bera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF mun gera Ísland auðlindalaust í 8 skrefum ef þú gerir ekkert.

Mótmælum1. IMF krefst þess að seðlabanki Íslands hækki stýrivexti í 18% til að styrkja krónuna, sem mun í raun sliga fjölskyldur og fyrirtæki landsins sem endar í miklum gjaldþrotum og efnahagserfiðleikum.

2. IMF krefst þess að Íslenska ríkið gangi í ábyrgð fyrir Icesave reikningum Landsbankans sem eykur skuldir Íslands.

3. IMF lánar íslenska ríkinu álíka upphæð (250 til 300 milljarðar króna) og erlendir bankar eiga í svokölluðum Jöklabréfum sem þeir gáfu út í íslenskum krónum, í þeim tilgangi að styrkja krónuna. 

4. Þegar krónan fer á flot verður íslenska ríkið að nota IMF lánið til að kaupa og styrkja hana, sem þýðir að þegar Jöklabréfin falla á gjalddaga á næstu vikum og mánuðum og erlendu fjármagns eigendurnir fara að selja krónurnar sínar fá þeir meira fyrir þær.

5. Á nokkrum mánuðum selja eigendurnir Jöklabréfa krónur fyrir um 200 til 300 milljarða króna meðan íslenska ríkið kaupir fyrir svipaða upphæð, en á þeim tíma eru stýrivextirnir búnir að rústa efnahagi landsins og flóttinn úr krónunni verður svo mikill að ríkið verður á einhverjum tíma punkti að hætta að kaupa krónu og leifa henni að falla.

6. Þegar hér er komið við sögu eru sömu stjórnmálamenn og sögðu að bankakerfi landsins væri traust rétt fyrir hrunið búnir að fara að ráðum IMF og skuldsetja Ísland, sólunda láninu og brenna efnahaginn með ofurstýrivöxtum til að halda uppi krónunni sem bjargaði erlendum fjármagns eigendum úr krónunni áður en hún hrynur fyrir rest.

7. Eftir algert hrun krónunnar koma erlendir fjármagnseigendur til að kaupa íslensk fyrirtæki á brunaútsölu, og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: ónýtur efnahagur Íslands stendur ekki undir afborgununum til IMF svo þeir krefjast einkavæðingar og sölu á auðlindum Íslands.

8. Ríkisstjórn Íslands byrjar að selja kvótann sem við eignuðumst með yfirtöku á bönkunum og eftir það byrjar einkavæðingin: orkuiðnaðurinn m.a. landsvirkjun, land undir jarðvarma- og fallvatns virkjanir, og réttindi yfir hugsanlegri olíu sem finnst á drekasvæðinu ásamt Gvendarbrunnunum.

Þetta er ekki endilega nákvæmleg framvinda en þeir sem þekkja sögu IMF vita að sjóðurinn hugsar um hagsmuni erlendra fjármagns eigenda og skapar oft kringumstæður í ríkjum sem hann lánar til þess að auðvelda erlendum fjármagns eigendum að komast yfir auðlyndir ríkisins.

ÞAÐ ER HÆGT AÐ STÖÐVA ÞESSA FRAMVINDU Á HVERJU SKREFI.

STJÓRNIN HEFUR VALDIÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÞETTA.

ÞÚ HEFUR RÉTT TIL AÐ KREFJA HANA UM ÞAÐ EÐA VÍKJA.

 

 

 

 


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband