IMF mun gera Ísland auðlindalaust í 8 skrefum ef þú gerir ekkert.

Mótmælum1. IMF krefst þess að seðlabanki Íslands hækki stýrivexti í 18% til að styrkja krónuna, sem mun í raun sliga fjölskyldur og fyrirtæki landsins sem endar í miklum gjaldþrotum og efnahagserfiðleikum.

2. IMF krefst þess að Íslenska ríkið gangi í ábyrgð fyrir Icesave reikningum Landsbankans sem eykur skuldir Íslands.

3. IMF lánar íslenska ríkinu álíka upphæð (250 til 300 milljarðar króna) og erlendir bankar eiga í svokölluðum Jöklabréfum sem þeir gáfu út í íslenskum krónum, í þeim tilgangi að styrkja krónuna. 

4. Þegar krónan fer á flot verður íslenska ríkið að nota IMF lánið til að kaupa og styrkja hana, sem þýðir að þegar Jöklabréfin falla á gjalddaga á næstu vikum og mánuðum og erlendu fjármagns eigendurnir fara að selja krónurnar sínar fá þeir meira fyrir þær.

5. Á nokkrum mánuðum selja eigendurnir Jöklabréfa krónur fyrir um 200 til 300 milljarða króna meðan íslenska ríkið kaupir fyrir svipaða upphæð, en á þeim tíma eru stýrivextirnir búnir að rústa efnahagi landsins og flóttinn úr krónunni verður svo mikill að ríkið verður á einhverjum tíma punkti að hætta að kaupa krónu og leifa henni að falla.

6. Þegar hér er komið við sögu eru sömu stjórnmálamenn og sögðu að bankakerfi landsins væri traust rétt fyrir hrunið búnir að fara að ráðum IMF og skuldsetja Ísland, sólunda láninu og brenna efnahaginn með ofurstýrivöxtum til að halda uppi krónunni sem bjargaði erlendum fjármagns eigendum úr krónunni áður en hún hrynur fyrir rest.

7. Eftir algert hrun krónunnar koma erlendir fjármagnseigendur til að kaupa íslensk fyrirtæki á brunaútsölu, og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: ónýtur efnahagur Íslands stendur ekki undir afborgununum til IMF svo þeir krefjast einkavæðingar og sölu á auðlindum Íslands.

8. Ríkisstjórn Íslands byrjar að selja kvótann sem við eignuðumst með yfirtöku á bönkunum og eftir það byrjar einkavæðingin: orkuiðnaðurinn m.a. landsvirkjun, land undir jarðvarma- og fallvatns virkjanir, og réttindi yfir hugsanlegri olíu sem finnst á drekasvæðinu ásamt Gvendarbrunnunum.

Þetta er ekki endilega nákvæmleg framvinda en þeir sem þekkja sögu IMF vita að sjóðurinn hugsar um hagsmuni erlendra fjármagns eigenda og skapar oft kringumstæður í ríkjum sem hann lánar til þess að auðvelda erlendum fjármagns eigendum að komast yfir auðlyndir ríkisins.

ÞAÐ ER HÆGT AÐ STÖÐVA ÞESSA FRAMVINDU Á HVERJU SKREFI.

STJÓRNIN HEFUR VALDIÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÞETTA.

ÞÚ HEFUR RÉTT TIL AÐ KREFJA HANA UM ÞAÐ EÐA VÍKJA.

 

 

 

 


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: molta

alveg sammála þessu, en fólk er óupplýst - það heldur að imf lánið sé "lán" en lán eru bönd, og imf hefur aftur og aftur heft möguleika þjóða til að njóta arðs auðlinda sinna, einmitt með þessu trixi, skuldsetja upp yfir höfuð og krefjast svo hins og þessa (sérstaklega að gefa auðlindirnar til alþjóðlegra auðhringja, svo sem Bechtel ofl).

molta, 6.12.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þetta er góð lýsing hjá þér Jón Þór, einmitt það sem Perkins og Hudson hafa verið að vara íslendinga við...

Baldvin Björgvinsson, 2.6.2009 kl. 22:37

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þennan ágæta pistil.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.9.2009 kl. 02:05

4 identicon

Góður pistill hjá þér! Hvað eigum við að gera nú? Bíða eða hefja sókn?

Ég hef sjálf unnið með erlenda valdamikla einstaklinga sem fararstjóri, sem vita vel af náttúruauðlindum okkar og vildu gjarna ná valdi yfir þeim, grunar mig!

Gott að þú sefur vel þegar þú ert þreyttur. Er þjóðin ekki bara orðin þreytt og þarf að vakna fljótt af svefninum og standa aftur upp og berjast fyrir Ísland. Sendu greinina þína í dagblöðin. Hún á heima þar!

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Hvað ber að gera ?

Reka IMF frá Landinu hið snarasta, og taka ábyrgð á okkur sjálfum.

Þó að það kosti að hefja fátæktina strax og stunda sjálfþurftar búskap.

Við höldum þó Landinu og auðlindunum.

Fljótlega munum við rísa úr öskustónni, enn sterkari en áður.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 10.10.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband