Stýrivaxta-Snara Dabba og IMF handbókin

davi_oddsson_me_handbok_imf.jpgMeðvitað eða ómeðvitað hefur Davíð Oddsson, frá því hann var forsætisráðherra, fylgt handbók IMF hvernig skuli koma þjóðararfinum í hendur fjölþjóðafyrirtækja.

Lokaniðurstaða handbókarinnar er að viðkomandi ríki skuli vera svo rækilega bundið á skuldaklafa sjóðsins að hann getur krafist einkavæðingar þjóðareigna þess (s.s. auðlinda, spítala, skóla o.s.frv.) sem erlendir auðmenn sölsa undir sig, iðulega í gegnum fjölþjóðafyrirtæki.

Sem forsætisráðherra einkavæddi hann bankana og skar hausinn af tveimur eftirlitsstofnunum efnahagslífsins, Þjóðhagsstofnun og Samkeppnisstofnun.

Sem seðlabankastjóri braut hann niður bindiskyldu"flóðgarðinn" svo ódýrt fjármagn sökkti landinu í skuldum og verðbólgu. Þegar fólk og fyrirtæki voru svo að drukkna setti hann um háls þeirra stýrivaxtasnöruna og sagði: "Nú verð ég að toga til að bjarga ykkur!"

Lokaniðurstaðan verður veikari efnahagur sem þýðir tvennt, annars vegar veikari fjárhagsstaða ríkissjóðs sem sekkur dýpra í vasann á IMF, og hins vegar veikari króna sem gerir þjóðararfinn ódýrari fyrir erlenda auðmenn eignast þegar IMF þvingar ríkið til að einkavæða hann.


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband