og Davíð kemur þjóðararfinum til fjölþjóðafyrirtækja

davi_ekki_treystandi_i_brunnig.jpgFrá því að Davíð Oddsson var forsætisráðherra hefur hann, meðvitað eða ómeðvitað, fylgt IMF handbókinni hvernig skuli koma þjóðararfinum til fjölþjóðafyrirtækja.

Sem forsætisráðherra einkavæddi hann bankana og skar hausinn af tveimur eftirlitsstofnunum efnahagslífsins, Þjóðhagsstofnun og Samkeppnisstofnun.

Sem seðlabankastjóri braut hann niður bindiskyldu"flóðgarðinn", í stað þess að hækka hann, svo ódýrt fjármagn blés út bankana og sökkti landinu í skuldum og verðbólgu. Þegar fólk og fyrirtæki fóru að sökkva setti hann stýrivaxtasnöruna um háls þeirra og sagði: "Nú verð ég að toga til að bjarga ykkur!"

Davíð stóð í brúnni á þjóðarskútunni og slökkti á stofnun sem færði okkur veðurfréttir efnahagslífsins áður en hann reif niður bindiskyldu-varnargarðinn svo ódýrt fjármagn skall á okkur með skuldum og verðbólgu, og gerði okkur berskjölduð fyrir heimsstorminum. Davíð er ekki lengur treystandi í brúnni.

Til að fækka frekari áföllum og komast sem fyrst út úr kreppunni þarf GEIR H. HAARDE að nota það vald sem við fólum honum í okkar þágu og reka VIN SINN Davíð Oddsson.

 

Lesa meira: Stýrivaxta-Snara Dabba og IMF handbókin

 


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég ætla ekkert að mótmæla þér en langar samt til að spyrja: „Hvað græðir Davíð á því?“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þú spyrð hvaða ástæðu hefðu hann til að gera það meðvitað.

Ég tel að Davíð vilja að sín sé minnst með hlýhug, svo hafi hann gert þetta viljandi þá tel ég að hann hafi verið nauðugur viljugur. Alþjóðafyrirtæki eru glæpsamleg þegar þau vilja komast í auðlindir og það er hægt að ná taki á öllum (í New York Times best seller bókin "Confessions of an Economic Hitman" lýsir innanbúðarmaður hvernig hann fór að).

Líklega gerði hann þetta óviljandi. Það er ekki erfitt fyrir alþjóðlegu bankaelíturnar að heilla og hafa áhrif á lítinn stjórnmálamann frá Íslandi þegar honum er boðið til borðs á Bilberberg fundi þeirra. Sjá hér.

Jón Þór Ólafsson, 14.1.2009 kl. 01:38

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir svarið sem ég túlka einhvern veginn þannig að Davíð nægir ekki Ráðhúsið í Peykjavík og Perlan í Öskjuhlíðinni sem minnisvarðar um sjálfan sig. Er það nokkur oftúlkun?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:49

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég held hann vilja að sín sé minnst sem traustum pólitíkus með listamans ljóma sem sigldi með okkur til farsælar framtíðar, en ekki að feigðarósi eins og kom á daginn. Svo ég tel ekki að hann hafi gert þetta viljugur, nema þá nauðugur viljugur.

Hér er linkur á frétt á CNN um Bilderberg hópin þar sem bankaelítumenn á borð við David Rockafeller (höfuð líklega ríkustu bankafjölskyldu í heimi) bjóða valdamesta fólki á vesturlöndum til lokaðs fundar þar sem rætt er hvert heimurinn skuli stefna, og ungir pólitíkusar sem líklegir eru til að ná stjórnartaumunum í sínu ríki eru heillaðir og áhrif haft á þá.

Davíð Oddssonvar fyrst boðið fyrst á Bilderberg fund árið 1987, snemma á síðara kjörtímabili hans sem borgarstjóri. Endalíklegur til stórræða, eins og kom á daginn þegar hann fyrst varð forsætisráðherra 1991. Sem forsætisráðherra mætti hann fimm sinnum á þessa fundi, á árunum 1991, 1992, 1994, 1997, 1999. Sjá hér

Jón Þór Ólafsson, 14.1.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband