Mýkri lending. Lengur að komast á fætur.

Þetta lán skapar ákveðinn stöðuleika og mýkir lendinguna eftir hrunið síðustu daga. Á móti kemur að við þurfa að borga vextir af þessu láni og þegar fram líða stundir að uppgreiða það að fullu. Það mun gera okkur erfiðara að komast efnahagslega á fæturna.

hangman_692583.jpgÞegar óstöðuleikinn er yfirstaðinn og við förum að byggja upp aftur þurfum við að skilja að bankarnir blésu upp þessa bólu með lánum sem þeir áttu ekki innistæðu fyrir með óhjákvæmilegri verðbólgu og hruni í kjölfarið. En þetta gerði seðlabankinn kleift með bindiskyldreglunni

Sem seðlabankastjóri hækkaði Davíð Oddson með annarri hendinni stýrivexti til að halda niðri verðbólgunni. En með hinni hendinni notaði hann hitt verkfæri seðlabankans og hélt bindiskyldunni langt niðri og leifði þannig bönkunum að auka útlán sem jók verðbólguna.

Með hægri hendinni hengdi hann okkur með háum stýrivöxtum og með hinni vinstri kyppti hann undan okkur fótunum með lágri bindiskyldu.


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband