Geir ætlar að færa fórnina, en okkur verður fórnað.

Hr. Geir H. Haarde sagði lengi vel að viðskiptabankarnir stæðu traustum fæti og núna þegar hallar undan fæti hjá bönkunum byður hann enn um traust þjóðarinnar að hann muni:

geir_haarde_faerir_fornir.jpg"tryggja með öllum tiltækum ráðum stöðugleika fjármálakerfisins og færa þær fórnir sem nauðsynlegar kunna að verða. Í því verkefni verður sem fyrr gengið fram með hagsmuni almennings að leiðarljósi og búið svo um hnútana að hagsmunir fólksins í landinu séu sem best tryggðir"

Það er ekkert dularfullt hvers vegna fjármálakerfið er að hrynja. Kerfið sem á Íslandi fer með fjármál hefur lagalega heimild til að margfalda magn króna í samfélaginu. Seðlabankinn hefur heimild til að prenta þá og viðskiptabankarnir heimild til að búa til skuldaviðurkenningar sem ekki er innistæða fyrir.

Austurríska hagfræðin spáði að slík peningaaukning myndi við innspýtingu blása út bólu sem spryngi þegar innspýtt fé færi óhjákvæmilega að valda verðbólgu með gjaldþrotum og kreppu í kjölfarið. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband