Krónan og aðrir pappa peningar munu halda áfram að hrynja.

Pappa peningarnir sem núna eru að hrynja, og krónan hvað mest, gátu ekki annað en hrunið miðað við gjaldmiðla sem ekki er hægt að prenta úr engu eins og gull sem hefur farið upp 100% miðið við krónuna á einu ári. Gull hefur á sama tíma haldi verðgildi sínu gagnvart olíu og öðrum vörum.

pappapeningar brennaUm ára bil hafa pappa peningarnir verið prentaðir úr engu og lánaðir á ódýrum vöxtum. Nú er komið að óhjákvæmilegum skuldadögum, verðbólga og vantraust mun valda lækkun á skiptivirði pappapeninga miðað við gull, olíu og aðrar vörur.

Alltaf þegar magni krónu er aukið í umferð, sama hvort um er að ræða beina prentun í seðlabankanum eða margföldun skuldfærslna í bankakerfinu, veður verðbólgan á eftir og veldur virði hruni á krónunni.

Krónan mun svo ná jafnvægi þegar hún hefur sigið um sama hlutfall í prósentum og magni hennar var aukið í umferð á síðustu árum.

Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og því sem koma skal. Hér er hljóðfællinn.


mbl.is Krónan á enn eftir að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband