Við kaupin í Glitni gulltryggði ríkið erlendu lánadrottnana. Fer eins með Kaupþing?

Ef Glitnir hefði farið á hausinn án "hjálpar" ríkisins hafa kaupin á 75% hlut bjargað, í það minnsta tímabundið, hluthöfum og nokkrum sparifjáreigendum að hluta, en ef bankinn hefði borið sig án "björgunar" aðgerðanna bera hluthafar skarðan hlut frá borði meðan sparifé var tryggt um borð.

_slendingar_bera_erlenda_lanadrottna.jpgÞeir sem mest græddu á kaupunum íslenska ríkisins voru erlendu lánadrottnar Glitnis. Þeir voru gulltryggðir. Tryggingargjaldið eru vextirnir af 84 milljarð króna sem kaupin kostuðu. Áhættan er að Glitnir fari samt á hausinn og við töpum þessu öllu.

Fé okkar Íslendinga var notað til að tryggja erlenda lánadrottna. Það hefði verið miklu ódýrara að bjarga sparifjáreigendum og láta hluthafa og erlenda lánadrottna sem græddu á góðum veðmálunum taka sjálfir tapið af þeim slæmu.

Gulltryggir Geir Haarde líka erlendu lánadrottna Kaupþings?


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Briem

"Það hefði verið miklu ódýrara að bjarga sparifjáreigendum og láta hluthafa og erlenda lánadrottna sem græddu á góðum veðmálunum taka sjálfir tapið af þeim slæmu."

Ríkisstjórnin áttaði sig á þessu, það tók reyndar 8 daga að komast að þessari niðurstöðu með Glitni.  Hefði verið betra ef þetta hefði verið gert strax.

Eiríkur Briem, 8.10.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Núna segir seðlabankastjóri að: "áður hafi menn trúað því að íslenska ríkið myndu reyna að borga allar skuldir íslensku bankanna."

En ætla þeir að borga SUMAR skuldir þeirra?

Jón Þór Ólafsson, 8.10.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband