Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata kemur inn á í ESB umræðuna.
10.3.2014 | 11:02

Ásta Helgadóttir varaþingmaður okkar Pírata kemur inn á fyrir mig þessa viku. Hún er Pírati inn að beini, eldklár, beitt og hugrökk. Hún hefur hleypt heimdraganum, ratað víða og reynslu í stjórnmálum hefur hún m.a. sem aðstoðarmaður Evrópuþingmanns sænskra Pírata Amelíu Andersdóttur. Hún kemur því sterk inn í ESB umræðuna þessa vikuna.
Ásta mun taka við af mér á næsta ári og bjóða sig fram á lista okkar Pírata í næstu kosningum. Hér er linkur á beina útsendingu Alþingis til að fylgjast með þessum upprennandi þingmanni Pírata: http://www.althingi.is/vefur/beinutsending.html
![]() |
Evrópumálin tekin fyrir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meirihluti þingsins ræður! Ekki meirihluti þjóðarinnar.
26.2.2014 | 17:32
Ástæðan fyrir því að þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningum um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB kemur fram svona seint er að hún er viðbragð við þingsályktun sem utanríkisráðherra lagði fram seint á föstudaginn síðasta um að slíta viðræðum. Mikill meirihluti þjóðarinnar kallar eftir því að fá að kjósa um áframhald aðildarviðræður við ESB. Meira að segja mikill meirihluti stjórnarflokkanna, eða 2/3 kjósenda þeirra. Það verður ekki hægt ef viðræðum verður slitið.
Eins og fram kemur í fréttinni þá stangast þingsályktun Pírata, Bjartrar Framtíðar og Samfylkingar á við lög framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslur. Með lagabreytingartillögu sem ég lagði fram þegar á þetta var bent í þingsal þá verður þingsályktunin lögleg. Lögspekingar þingsins segja þannig þingsályktunina vera þingtæka og löglegt að samþykkja þó lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Það eru því engar lagatæknilegar ástæður fyrir því að fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samfara sveitarstjórnarkosningum í vor. Sá gluggi lokast á föstudaginn.
Meirihlutinn þingsins ræður! Ekki meirihluti þjóðarinnar. En er ekki kominn tími til að kjósendur geti milliliðalaust skotið samþykktum þingsins í dóm þjóðarinnar?
![]() |
Minnihlutinn ræður ekki dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2014 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kjósendur vilja þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum.
26.2.2014 | 14:54
Þeir flokkar sem í dag koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum munu missa fylgi til þeirra sem kjósendur treyst best til að vinna að beinna lýðræði. Þeir flokkar sem vilja byggja traustara samband við kjósendur, og sér í lagi yngri kjósendur, þurfa að hafa það í huga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2014 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samfó getur sjálfri sér um kennt um ESB klúðrið.
21.2.2014 | 11:24
Yfirsamningamaður Íslands við ESB útlistaði það skýrt fyrir okkur Pírötum á fundi snemma 2013 að umsagnarferlið er aðlögunarferli, þ.e. í ferlinu felast miklar breytingar á Íslenskri löggjöf í átt til löggjafar, ekki aðeins EES, heldur líka ESB.
Það átti að sjálfsögðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skyldi í slíkt aðlögunarferli. Ef Samfó hefði tryggð slíkt og þjóðin sagt 'já', þá væri þrautinni þyngra fyrir núverandi stjórnvöld að fresta eða hætta slíkri aðlögun án annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Össur og Samfó geta sjálfum sér um kennt. Þau klúðruðu þessu.
Stefna okkar Pírata segir okkur að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli, sem ég hef gert og mun áfram gera. En ef Össur og Samfó hefðu ekki drepið nýju stjórnarskránna þá þyrfti ekki valdlausa minnihlutaþingmenn til þess, því þá gætu 2% okkar kjósenda kallað eftir þingmáli um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu sem hengi yfir þinginu að taka afstöðu til. Og 10% okkar gætu knúið þjóðaratkvæðagreiðsluna gegn vilja þingsins.
Birgitta svarar andsvari Össurar:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2014 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hugrekki til að byggja nýja fíkniefnastefnu á vísindum og mannúð.
19.2.2014 | 14:24
Kristján Þór Heilbrigðisráðherra á heiður skilið ef hann stígur fyrstu skrefin burt frá algerri refsistefnu eins og hann segist vilja. Hann virðist hafa það hugrekki sem Kofi Annan fyrrum aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur kallað eftir.
Núna síðast á World Economic Forum í lok janúar benti Kofi Annan á og spurði: "eiturlyf hafa eyðileg líf margra, en röng stefna stjórnvalda hafa eyðilagt líf miklu fleiri. Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur, er hún að virka? Og ef hún er ekki að virka, höfum við hugrekki til að breyta henni?"
Þrýstum á fjölmiðilinn í almannaþágu að sýna myndina 'Breaking the Taboo' sem fjallar um baráttu Kofi Annan og margra fyrrum forseta fyrir því að opna umræðuna um nýjar leiðir í fíkniefnamálum.
Ég hef verið í samstarfi við framleiðendur myndarinnar og sent eintak upp í RÚV sem þeir mega spila án endurgjalds. (Þeir segjast ekki hafa fengið það en þingverði Alþingis fullvissuðu mig að þeir hafi farið með það. Ég get fengið annað eintak frá framleiðindum ef þeir finna ekki hitt).
Hér að neðan eru óundirbúin fyrirspurn mín til Kristjáns Þórs í janúar. Á eftir klukkan 15:30 mun Helgi Hrafn Pírati eiga sérstakar umræður (smellið til að sjá beina útsendingu) við Kristján Þór um:Árangur og afleiðingar refsinga fyrir neyslu ólöglegra vímu- og fíkniefna, mannréttindavernd og þjónusta fyrir vímuefnaneytendur; og næstu skref og áherslur stefnumótunnar í vímu- og fíkniefnamálum.
![]() |
Ræða refsistefnuna á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2014 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Útgáfa tölvuleikja skapar helming útfluttningstekna skapandi greina.
29.1.2014 | 12:55
Útgáfa tölvuleikja stóð því undir 1,5% gjaldeyristekna landsins árið 2009. Tölvuleikjageirinn hefur vaxið á Íslandi síðan þá svo áhugavert væri að vita hver staðan er í dag með fantagóðan árangur Plain Vanilla inn í tölunum. Horfur eru á áframhaldandi vexti í afþreyingu og upplýsingatækni, sem eru þeir geirar sem tölvuleikjaframleiðsla fellur innan.

Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2014 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kofi Annan kallar eftir endurskoðun á fíkniefnastefnunni á World Economic Forum í vikunni.
25.1.2014 | 22:01

Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2014 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aukið valfrelsi nemenda er framtíðin.
23.1.2014 | 16:07
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2014 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hef ekki miklar áhyggur að niðurstöðum PISA-könnunnarinnar.
21.1.2014 | 22:27
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2014 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
MP (Member of Parliament) bankamálið
20.1.2014 | 18:39
Umræður um frískattamarkið á bankaskattinum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun sýndu enn og aftur þörfina á því að skrásetja allt ákvarðannaferli hins opinbera og gera það opnara almenningi. Þar bar nefndarmönnum og starfsfólki fjármálaráðuneytisins hvorki saman um hver hafi stungið upp 50 milljörðum sem upphæð frískuldamarksins, né hvort það hafi verið rætt á fundi nefndarinnar 11. desember.
Til að leiða vonandi hið sanna í ljós þá lét ég bóka eftirfarandi beiðni um upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu: "Jón Þór Ólafsson telur að fjármála- og efnahagsráðuneytið eigi að leggja fram öll gögn, s.s. tölvupósta, minnisblöð o.fl., sem sýni hvers efnahags- og viðskiptanefnd, eða meiri hluti hennar, óskaði af ráðuneytinu í tengslum við undirbúning tillögu um 50 milljarða kr. frískuldamark sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og hver viðbrögð ráðuneytisins voru við þeirri ósk."
Það sem hins vegar er nú þegar skjalfest og aðgengilegt er:
- Markmið upphaflega bankaskattsins sem lagður var á 2010 var að mæta kosnaði ríksins vegna hruni bankanna ásamt því að minnka áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja 0,041% sérstakan skatt á skuldir þeirra og var réttlætt vegna kerfisáhættu sem þeir skapa, en samt voru þrotabú föllnu bankanna sérstaklega undanskylin skattinum.
- 1. október. - Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar leggur til að: "Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hækkar úr 0,041% í 0,145%. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð verða skattskyld. Tekjur ríkissjóðs hækka um 14,3 milljarða kr. Þar af nemur skattur á lögaðila í slitameðferð 11,3 milljörðum kr."
- 16. desember. - Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til breytingartillögu um 50 milljarða frískattamark ásamt hækkun skattsins úr 0,145% í 0,151% til að greiða fyrir þann afslátt eins og rökstutt er í nefndaráliti meirihlutans.
- 17. desember. - Steingrímur J. skilar sýni nefndaráliti sem gagnrýnir ekki frískattamarkið.
- 18. desember. - Guðmundur Steingríms gagnrýnir ekki heldur frískattamarkið í sínu nefndaráliti.
- 18. desember. - Árni Páll Árnason segir hins vegar í sínu nefndaráliti að tillögur um frímarkið af hinu góða. (Undirritaður er sammála áliti Árna Páls að "breytingartillögur meiri hlutans [séu] jákvæðar", en hefur sem áheyrnarfulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd ekki rétt til að kjósa eða skrifa nefndarálit).
- 19. desember. - Í atkvæðagreiðslunni við lok annarra umræðu (sjá Brtt. 387) um breytingartillögu meirihlutans greiða allir nefndarmenn efnahags og viðskipanefndar atkvæði með 50 milljarða frískattsmarkinu. (Undirritaður sat hjá því hann hafði ekki nægar upplýsingar til að taka vel upplýsta ákvörðun eins og grunnstefna Pírata krefst). Minnihlutinn situr svo hjá varðandi hækkunina á bankaskattinum sem borgar fyrir frískattamarkið. (Undirritaður kaus með þessari svo og öðrum hækkunum á bankaskattinum til að ná fram tvíþættu markmiði hans eins og fyrr er nefnt.)
- 20. desember klukkan 10:45. - Í atkvæðagreiðslunni í lok þriðju umræðu (sjá Brtt. 447, 5.) er breytingartillaga í nefndaráliti stjórnarþingmanna efnahags- og viðskiptanefndar um hækkun bankaskattsins úr 0,151% í 0,376% samþykkt af þingmönnum allra flokka utan Vilhjálmi Bjarnasyni þingmanni Sjálfstæðismanna.
- 20. desember klukkan 10:47. - Í atkvæðagreiðslunni um endanlega útgáfu skattafrumvarpsins greiða allir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði með, á meðan að þingmenn minnihlutans sitja hjá.
Það sem má læra af þessu máli. Það þurfa að vera til upptökur af umræðum í þingnefndum til að hægt sé að sannreyna hver sagði hvað og væru þessar upptökur aðgengilegar almenningi gætu örfjölmiðlar á borð við Andríki haft meira eftirlit með því hvernig þingmenn ákveða og réttlæta skattlagningu og önnur lög. Aðhald almennings eykur ábyrgð. Á þeim sannindum grundvallast okkar lýðræðiskerfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2014 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)