Útgáfa tölvuleikja skapar helming útfluttningstekna skapandi greina.

Í skýrslunni 'Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina' frá 2011 kemur frama að árið 2009 stóðu skapandi greinar undir 3% af heildarútflutningstekjum landsins og yfir helmingurinn af því var vegna útgáfu tölvuleikja (sjá skýringarmyndir úr skýrslunni að neðan). Skýrslan bendir á að "Vaxtamöguleikar eru fyrir hendi með bættri þekkingu og rekstrarskilyrðum."

Jafnframt segir í syrslunni að: "Vöxtur innan skapandi greina hefur verið mestur í útgáfu á tölvuleikjum en hér á landi hefur velta þeirra sexfaldast á árunum 2005–2009. Sömu þróun er að finna erlendis og fylgir hún vexti tölvu og netnotkunar. Nánast öll velta í útgáfu á tölvuleikjum telst til útflutnings."

Útgáfa tölvuleikja stóð því undir 1,5% gjaldeyristekna landsins árið 2009. Tölvuleikjageirinn hefur vaxið á Íslandi síðan þá svo áhugavert væri að vita hver staðan er í dag með fantagóðan árangur Plain Vanilla inn í tölunum. Horfur eru á áframhaldandi vexti í afþreyingu og upplýsingatækni, sem eru þeir geirar sem tölvuleikjaframleiðsla fellur innan.
 
 
 
 
Screen Shot 2014-01-29 at 12.03.26 PM
 
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sýndist þetta vera helmingur útflutningsgreina, og þótti skrýtið... helmingur af skapandi greinum er það víst. Ekki skrýtið.

Ég vissi svosem að bókaútgáfa gefur minna en ekkert af sér. En gefur tónlist ekkert af sér heldur, svo mark sé á takandi?

Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2014 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband