Hugrekki til að byggja nýja fíkniefnastefnu á vísindum og mannúð.

 

Kristján Þór Heilbrigðisráðherra á heiður skilið ef hann stígur fyrstu skrefin burt frá algerri refsistefnu eins og hann segist vilja. Hann virðist hafa það hugrekki sem Kofi Annan fyrrum aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur kallað eftir.

Núna síðast á World Economic Forum í lok janúar benti Kofi Annan á og spurði: "eiturlyf hafa eyðileg líf margra, en röng stefna stjórnvalda hafa eyðilagt líf miklu fleiri. Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur, er hún að virka? Og ef hún er ekki að virka, höfum við hugrekki til að breyta henni?"

Þrýstum á fjölmiðilinn í almannaþágu að sýna myndina 'Breaking the Taboo' sem fjallar um baráttu Kofi Annan og margra fyrrum forseta fyrir því að opna umræðuna um nýjar leiðir í fíkniefnamálum. 

Ég hef verið í samstarfi við framleiðendur myndarinnar og sent eintak upp í RÚV sem þeir mega spila án endurgjalds. (Þeir segjast ekki hafa fengið það en þingverði Alþingis fullvissuðu mig að þeir hafi farið með það. Ég get fengið annað eintak frá framleiðindum ef þeir finna ekki hitt).

Hér að neðan eru óundirbúin fyrirspurn mín til Kristjáns Þórs í janúar. Á eftir klukkan 15:30 mun Helgi Hrafn Pírati eiga sérstakar umræður (smellið til að sjá beina útsendingu) við Kristján Þór um: 

Árangur og afleiðingar refsinga fyrir neyslu ólöglegra vímu- og fíkniefna, mannréttindavernd og þjónusta fyrir vímuefnaneytendur; og næstu skref og áherslur stefnumótunnar í vímu- og fíkniefnamálum.

 


mbl.is Ræða refsistefnuna á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svarið er alþjóðleg ráðstefna um þessi mál, með aðkomu allra sem hafa með þessi mál að gera, lögreglu, dómara, lögfræðinga, félagsfræðinga, tryggingar, lækna, heilbrigðisþjónustuna og ekki síst aðstandendur og fíklana sjálfa. Þá fyrst er hægt að fá vitræn svör, það þarf nefnilega að skoða allar hliðarnar ekki bara þær sem snúa að stjórnvöldum og lögreglunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2014 kl. 14:48

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Því miður- VITRÆN STEFNA Í MÁLUM SJÚKRA Á ÍSLANDI ER EKKI TIL STAÐAR.

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.2.2014 kl. 21:19

3 identicon

útilokað af flokka milljónir neytenda sem fíkla þegar rannsóknir sýna að aðeins 7-8% cannabis neytenda verða fíklar meðan hlutfallið hjá alkahólistum er 13-15% og tóbaks og heróin neytendum er yfir 20%

http://www.visir.is/11-milljarda-hagnadur-colorado-rikis-af-marijuana/article/2014140229810

Shiva (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 12:28

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Góð hugmynd Ásthildur.

Vonandi breytum við því Erla.

Nkl Shiva.

Jón Þór Ólafsson, 21.2.2014 kl. 12:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jón Þór, allavega að skoða þessi mál, þó það verði ekki jafn viðamikið og alþjóðleg ráðstefna, það gæti samt vakið aðrar þjóðir til umhugsunar um þessi mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2014 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband