Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tilraun með beinna lýðræði á Alþingi.

Sá sem lifir við miðil eins og sjónvarp tileinkar sér önnur gildi en sá sem lifir mikið á internetinu. Ólíkt sjónvarpsáhorfandanum þá tekur internetnotandinn þátt í sínum fréttum og afþreyingu. Honum finnst sjálfsagt að hafa aðgang að upplýsingum og að taka þátt í mótun síns samfélags. Krafan um gegnsæi hins opinbera og beinni aðkomu almennings að ákvörðunum ríkisins mun því aðeins verða háværari. Beinna rafrænt lýðræði er framtíðin. Við erum að prófa okkur áfram.

Þeir sem vilja koma sínum hugmyndum í umræðu og vinnslu á Alþingi geta prufað sig áfram á betraisland.is


Píratar eru um 4 kjörtímabila verkefni.

Davíð og Golíat

Jón Gnarr er færasti stjórnmálamaður Íslands síðan Davíð Oddsson yfirgaf stóra sviðið. Jóni hefði þó aldrei enst dvölin eins lengi og Davíð, enda ekki stjórnmálamaður í raun, en það sem hann gerði á þessum stutta tíma var tær snilld. Reynsla okkar Pírata í þinginu hefur hins vegar verið þvert á trú og tilfinningu Jóns sem segir á vefsíðunni Reddit: „Píratar eru fínir á margan hátt. Ég hef ekki mikla trú á þeim og held að þeir muni ekki þola álagið til lengdar. Þegar þú kemur svona sem átsæter þá ertu með bæði hægri og vinstri á móti þér.

Við Píratar höfum nefnilega átt gott samstarf við bæði hægri og vinstri á þingi, og lagt fram lagafrumvarp um stöðvun nauðungasalna (sem Hanna Birna bætti um betur og kláraði) og beiðni um skýrslu um Dróma með aðstoð meir- og minnihluta flokka á þinginu.

Þingmenn munu alltaf hugsa um hagsmuni sína og sinna umbjóðenda. Og Píratar eiga sameiginlega hagsmuni með bæði hægri og vinstri. Hvort þingmönnum annarra flokka líkar við okkur er ekki málið. Píratar eru ekki á þingi til að eignast vini, við höfum skýra framtíðarsýn og kjósendur hafa treyst okkur fyrir öflugu verkfæri sem þingmennska veitir til að ná henni fram. 

Píratar eru stjórnmálaarmur upplýsingabyltingarinnar og undiralda hennar er að færa okkur í átt til upplýstara samfélags þar sem allir hafa í ríkara mæli rétt á að koma að ákvörðunum sem þá varðar og það á upplýstan hátt. Þetta er framtíðarsýnin sem Píratar stefna að. Aðrir flokkar munu fylgja því fordæmi eða tapa fylgi samhliða fjölgun þeirra sem nota internetið í ríku mæli, eins og ég nefni nánar í áramótagrein fyrir Pírata í Morgunblaðinu.

Píratar eru rétt undir 30% fylgi hjá þeim aldurshópi sem mest notar internetið, 18 - 29 ára. Eftir fjögur kjörtímabil verður sá hópur á aldrinum 18 - 45 ára. Grunnstefna Pírata munu áfram höfða til þessa hóps að því gefnu að þetta fólk haldi áfram að nota internetið í miklu mæli og finnast mikilvægt að verja grunnréttindi sín þar, ásamt því að nýta netið til að taka meira þátt í ákvarðannatöku hins opinbera. Svo eftir um 4 kjörtímabil verður búið að tryggja mikið af grunnstefnu Pírata í lög og reglur, því hún er stefna sem bæði hægri og vinstri flokkar geta og munu taka upp ef þeir vilja ekki verða af fylgi þessa ört vaxandi hóps kjósenda. 

Það er góð tilfinning að verja og efla réttindi fólks. Það færir manni frið að hafa við þá iðju fullan þunga mestu tæknibyltingar mannkynssögunnar að baki sér. Grunnstefna Pírata er að vega þyngra í gildismati fólks. Meðan að slíkt heldur áfram munu Píratar áfram starfa með bæði hægri og vinstir á Alþingi okkar Íslendinga.

 

CALike

 


mbl.is Píratar þoli ekki álagið til lengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðaboðskapur kærleika væri á sandi byggður án samkenndar.

heart_in_mind

Ímyndum okkar heim án samkenndar; án þess eiginleika fólks að finna hvernig öðrum líður. Án samkenndar myndi vanta undirstöðu þess að finna til með öðrum, að sýna samúð (compassion). Samkennd en ekki siðaboðskapur er undirstaða kærleikans; að finna til samúðar og einingar með öðrum.

Ef persónulegur guð skapaði manninn þá væri samkennd eitt af meistaraverkunum. Án samkenndar væri kærleikurinn í kristninni og annar siðaboðskapur jafn holur hljómur fyrir okkur eins og hann er fyrir siðblindingjum. Samkennd er nefnilega gerð möguleg með svokölluðum speglataugum (mirror neurons) í heila alls fólks nema þeirra sem eru líffræðilega siðblindir (psycopaths). Siðaboðskapur kærleikans myndi skolast fljótt í burtu ef hann byggði ekki á klettinum sem samkennd fólks er. Í heimi byggðum einvörðungu af siðblindingjum væri siðaboðskapurinn ekki kærleikur.

Það eru ekki ný sannindi að frið og kærleik finnur fólk í gegnum ýmiss konar hugrækt. Jafnt í hugleiðslu, bæn og íhugun (contemplation) á Guð. En engin hugtök, orð eða nöfn geta lýst guði. Sá sannleikur er gamall og má finna jafnt í Kristni, öllum stóru trúarbrögðum heimsins og hjá heimspekinginum Sókratesi. Svo sá sem íhugar Guð án hugtaka er í grunninn að gera það sama og Zen munkurinn í Japan og upplifa hugarástand sem Sókrates lýsir fyrir lærisveinunum stuttu áður en hann drekkur bikarinn (Faidon 79d); Að vera meðvitaður án hugtaka. Í heimi þar sem hugur okkar er upptekinn allar vökustundir væri ekki úr lagi að íhuga öðru hverju án hugtaka og komast í meiri snertingu við samkennd okkar, frið og kærleika. 

Höfundur metsölubókarinnar 'Emotional Intelligence' talar hér að neðan í TED fyrirlestri um rannsókn á því hvernig samkennd þrífst síður hjá þeim sem gefa sér ekki tíma til að staldra við. 


New York Times: Sakaruppgjöf fyrir Snowden

Áhrifamesta dagblað Bandaríkjanna kallar kallar eftir því að Snowden sé veitt sakaruppgjöf sökum þess hve verðmætur leki hans um brot Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna hefur reynst. "hann hefur gert landi sínu mikinn greiða." segir einnig í nýárs ritstjórnarleiðara blaðsins.

Við getum sýnt Snowden stuðning og veitt honum öruggt pólitískt hæli með því að veita honum ríkisborgararétt. Það myndi sýna í verki stuðning Íslands við upplýsinga- og tjáningafrelsi ásamt vilja okkar til að vernda friðhelgi einkalífsins.

 

Faðir kapitalismans á móti flötum tekjuskatti.

Faðir kapitalismans, eins og hann er oft nefndur, Adam Smith hafði þetta að segja um skatta á tekjur: "It is not very unreasonable that the rich should contribute to the public expense, not only in proportion to their revenue, but something more than in that proportion." - Auðlegð Þjóðanna, Bók V, Kafli II, Partur II, Um Skatta.- (Getur einhver sett íslensku þýðinguna í athugasemdirnar að neðan?)
 
Þessu var Sjálfstæðisflokkurinn sammála á landsfundi flokksins fyrir kosningar. Þar var ályktað að lækka skatta og gera þá flatari, ásamt því að hækka persónuafslátt. 
 
Ef hægri menn ætla að lækka og fletja út tekjuskattinn án þess að moka fylgi til vinstri þá færi vel á því að hækka persónuafsláttinn samhliða. Vona að við sjáum meira af mannúðlegri hægri stefnu.
 
 
 

Gegnsæisbeiðni í jólagjöf fyrir fólk í fjötrum Dróma.

Það er ekki orðum aukið að segja að Drómi hf sé eitt hataðasta fyrirtæki landsins. Skipulagður og vel menntaður hópur fólks stofnaði fyrir nokkru Samstöðu gegn Dróma til að stilla saman krafta sína við að losa sig úr þeim fjötrum. Meðlimir hópsins settu nýlega upp upplýsingasíðuna Fólk í fjötrum Dróma.
 
Það minnsta sem við þingmenn getum gert til að aðstoða fólk í fjötrum Dróma er að kalla eftir upplýsingum sem munu uppljóstra um valdmisnotkun og vanrækslu opinberra aðila ásamt yfirstjórnar Dróma, ef einhver hefur verið. Það er hlutverk þingmanna að hafa eftirlit með stjórnvöldum og öðrum opinberum aðilum. 

Fjármálaráðherra Bjarni Ben hefur verið beðin um eftirfarandi upplýsingar:

Kemur eftir 15 virka daga (í janúar): 
Stofnun Dróma hf. og ráðstöfun eigna og réttinda SPRON
Kemur eftir 10 vikur (í mars):
 
Gleðileg jól og farsælt komindi ár :)
hlakka til að starfa meira með ykkur á nýja árinu.

mbl.is Ráðherra flytji Alþingi skýrslu um Dróma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög Hönnu Birnu um stöðvun á nauðungarsölu heimila samþykkt :)

Þetta er vel gert og hæstv. innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, á mikinn heiður skilið fyrir að hafa tekið vel á málinu. Hún náði markmiði sínu og bætti um betur. Lengdi frestinn um tvo mánuði til 1. september og þeir sem þegar hafa lent í nauðungasölu geta beðið um að lengja samþykkisfrestinn um sama tíma.
 

Tekst Bjarna Ben að drepa fólk úr Dróma fyrir jól?

Fyrir hálfu ári birti Seðlabankinn viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um kaup og sölu á eignum Dróma hf. til ESÍ og Arion banka hf. Lán einstaklinga yrðu þá færð frá Dróma til Arion banka. Þar segir að: "Gera má ráð fyrir að á næstu þremur til sex mánuðum liggi fyrir hvort af samkomulagi verði." Í gær voru sex mánuðir frá yfirlýsingunni og Viðskiptablaðið greindi frá að samningar um Dróma verði hugsanlega kláraðir fyrir áramót. 

Eftir allt sem fólk með skuldir í þrotabúi Dróma hefur mátt þola, m.a. vegna mistaka Fjármálaeftirlitsins og lögbrota Dróma, væri rétt að sá hópur fái að heyra fyrir hátíðarnar hvort af þessum samningum verði. Fjármálaráðherra Bjarni Ben gæti gengið í málið, gengið úr skugga um hvort svo sé, og fært þanning fjölmörgum fjölskyldum frið á jólunum.

Ef Bjarni Ben er ófær um að gefa þessa jólagjöf fyrir jólahlé þingsins þá mun ég leita eftir því að annar jólaglaðningur verði undirbúin og til þarf 9 þingmenn. Á næst síðasta þingdegi munu þá 9 þingmenn biðja fjármálaráðherra um ýtarlega skýrslu um Dróma, sem innihéldi m.a. tengsl félagsins við opinbera aðila s.s FME ásamt eigna og stjórnartengsla allra aðila sem um komið hafa að opinberri ákvarðannatöku sem varðar félagið.


Vill hrósa Hönnu Birnu, og hvetja.

Ef Hanna Birna heldur vel á frumvarpi sínu um að fresta nauðungarsölum á heimilum landsmanna þá mun skjólið sem hún skapar nægja til að engin missi heimili sitt áður en dómur er fenginn í máli Hagsmunasamtaka Heimilanna um lögmæti verðtryggðra neytendalána. 

Það dómsmál er í flýtimeðferð vegna laga sem Hanna Birna lagði fram og fékk samþykkt á sumarþinginu. Það er ólýðandi að fleiri heimili fari á nauðungarsölu áður en lögmæti lánanna sé ljóst.

Takist Hönnu Birnu þetta þá hefur hún staðið sig best allra ráðamanna frá hruni í að verja réttindi lántakenda fyrst með lögunum um flýtimeðferð og svo með stöðvun á nauðungasölu heimila.

En á nefndarfundi í alherjar- og menntamálanefnd eftir hádegið í dag var ljóst að kröfuhafar (helst Íbúðalánasjóður) og stjórnsýslan vilja þynna út framvarp Hönnu Birnu. Setja ýmiss skilyrði sem munu flækja þessa aðgerð, skapa óvissu sem leiða til kæruferla og fresta samþykkt frumvarpsins.

Fylgjumst með ferli frumvarpsins í þinginu og styðjum Hönnu Birnu í því að svigrúmið verði eins og hún leggi til í frumvarpinu og sé samþykkt öðru hvorum megin við helgina eins og hún leggur til. Hafa landsmenn ekki mátt þola réttaróvissu nógu lengi?



Hvað þurfa margir að kveikja í sér til að heimsbyggðin sjái?



Úr þingsályktun um framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni:
"Flutningsmenn hafa áhyggjur af grófum mannréttindabrotum gagnvart Tíbetum, eins og t.d. þvinguðum ófrjósemisaðgerðum á tíbeskum konum, nauðungarflutningum hirðingja af hjarðlandi í einangrunarbúðir, kerfisbundinni afneitun á rétti munka og nunna til að iðka trú sína án afskipta, pyntingum og morðum á pólitískum föngum. Brýnt er að Sameinuðu þjóðirnar sendi sérstaka sendinefnd til Tíbet til að kanna m.a. hvað varð um þá sem hurfu í tengslum við handtökur á þátttakendum í mótmælaaðgerðum árið 2008.
    Sjálfsíkveikjurnar, sem eru því miður að aukast, sýna gríðarlega örvæntingu. Fram hefur komið ítrekað að litið er á þær sem einu leiðina til að vekja athygli á síversnandi ástandinu og algeru fálæti heimsbyggðarinnar gagnvart hljóðlátri en markvissri útrýmingu þjóðar og þjóðareinkenna."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband