Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Eygló Harðar lýsir sig vanhæfa í máli HH.
10.4.2014 | 17:03
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir: "Unnið verður að því að dómsmál og önnur ágreiningsmál, sem varða skuldir einstaklinga og fyrirtækja, fái eins hraða meðferð og mögulegt er. Óvissu um stöðu lántakenda gagnvart lánastofnunum verður að linna." En Eygló segist vera vanhæf til að vinna að því að dómsmál sem varða skuldi einstaklinga fái eins hraða meðferð og mögulegt er. Ef óvissan um stöðu lántakenda gagnvart ÍLS verður enn til staðar þegar nauðungarsölur heimilanna hefjast í haust þá vitum við hver ber hluta af þeirri ábyrgð.
Facebook póstur frá formanni Hagsmunasamtaka Heimilanna:

Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2014 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verkfallsrétturinn er stjórnarskrárvarinn.
4.4.2014 | 14:36
Hvernig ber löggjafanum að túlka þessi orð:
1. Ríkir almannahagsmunir?
2. Efnahagsleg vá?
Ræða fyrir nefndarfund:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2014 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skuldaleiðréttingin: Kosningaloforð og efndir XD.
2.4.2014 | 23:41
Ef við gætum fyllstu sanngirni þá er frumvarpið um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar (þ.e. skuldaleiðréttingar frumvarp Sjálfstæðisflokksins) mjög nálægt kosningaloforði flokksins fyrir kosningar. Sjá stefnuskrá XD fyrir kosningar 2013:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2014 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meira um menntun og upplýsingatækni.
2.4.2014 | 19:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fljótleg og farsæl leið að afnámi hafta.
27.3.2014 | 18:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2014 kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framsókn opnar á sumarþing.
25.3.2014 | 18:53
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2014 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
'Track Changes' á þingskjölum.
24.3.2014 | 20:22
En þegar það er gert opinbert (sem er á færi þingmanna) að yfirstjórn þingsins vinsamlegast bregðist við beiðni um bættari framsetningu á þingmálum svo allir þingmenn og aðrir landsmenn geti hæglega séð hvaða breytingar frumvörp og breytingartillögur gera á frumtextanum, þá verður svarið vonandi jákvætt. Beiðnin sem ég sendi fyrir svona mánuði er í vinnslu hjá yfirstjórn þingsins. Læt ykkur vita hvernig fer.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.3.2014 kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Almenningur vill efla lýðræðið.
23.3.2014 | 18:43
Grundvallar atriði í grunnstefnu Pírata er að "allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá." Við búum enn við fulltrúalýðræði sem komst á þegar flestir voru ómenntaðir og illa upplýstir, og ferðalög á löggjafarsamkundur var aðeins á fárra færi. Í dag er almenningur oft betur upplýstur en kjörnir fulltrúar og fullfær um að koma að ákvarðanatöku um málefni sem hann varðar.
Fulltrúalýðræðið er hægt að breykka. Hvers vegna kjósum við ekki borgarstjóra beint? Hvað með yfirstjórn RÚV, getur fréttafluttningur þar verið óhlutdrægur með stjórn skipaða af stjórnvöldum? Ef valdið er raunverulega kjósenda hvers vegna hafa þeir þá ekki stjórnarskrárbundin rétt til að kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingrof og nýjar kosningar? Þetta allt gerlegt og gagnlegt en ég sé ekki mikla kröfu almennings að fara í þessa átt.
Þátttökulýðræði er hægt að efla. Í því felst að almenningur geti komið að ákvarðannatökuferlinu með ýmsum hætti umfram það að kjósa fulltrúa. Í rafrænu þátttökuvísitölu Sameinuðu Þjóðanna situr Ísland í 84 sæti. Þessi krafa á eftir að aukast með meiri almennri rafrænni þátttöku almennings á öllum sviðum.
Beint lýðræði er hægt að dýpka. Eina leiðin í dag fyrir kjósendur að koma beint að beytingu almannavaldsins er að frumkvæði forseta landsins. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20 október 2012 var vilji kjósenda skýr. 63,4 % kjósenda vildi að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill meirihluti landsmanna vill núna þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Krafan um að stór mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu er komin til að vera. Það er kominn tími til að binda rétt kjósenda til að krefjast þeirra í stjórnarskrá.
"Skopstæling" Henry Þórs á núverandi stjórnkerfi landsins:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2014 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Menntun: frá færibandi, til færni hvers og eins.
20.3.2014 | 15:03
Nettengdar námslausnir geta í dag:
3. kennsla í tölvulæsi til að hagnýta upplýsingatæknina er veitt bæði nemendum og kennurum.
Upplýsingatæknin í menntun í dag býður nemendum og kennurum upp á gæði menntunar og starfsumhverfi sem aldrei í sögunni hefur verið í boði fyrr.
Mentor og Skema eru dæmi um íslensk fyrirtæki sem eru mjög framarlega á sviði nettengdra námslausna í dag og hafa haslað sér völl á alþjóðamarkaði.
Einn ástsælasti menntafræðingur heimsins, Sir Ken Robinsson, bendir hér snilldarlega á leiðina frá færibanda menntun í átt að einstaklingsmiðaðri menntun sem byggir á áhuga og færni hvers og eins nemenda. 11 milljón manns hafa horft á þetta myndskeið:
Skema, íslenskt fyrirtæki sem leikjavæðir nám í forritun, er farið að hasla sér völl fyrir utan landssteinana.
InfoMentor, íslenskt fyrirtæki á alþjóðamarkaði með nettengdar námslausnir, opnar í Bretlandi við ræðu Forseta Ísland.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2014 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vilja stjórnarherrarnir sumarþing?
19.3.2014 | 12:33
Sem þingmaður Pírata fagna ég því þegar stjórnarþingmenn opna á þann möguleika að hafa sumarþing. Meira en það þá mun ég kalla eftir því í stað þess að klára mál á hundavaði í vor. Mig grunar að stjórnarherrarnir taki ekki undir þá tillögu.
![]() |
Ekki stefnt að sumarþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.3.2014 kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)