Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þurfum að geta treyst á réttarríkið á Íslandi.

Það er sorglegt en satt að Hanna Birna þverbraut reglur með afskiptum sínum af lögreglurannsókn eins og Umboðsmaður Alþingis hefur útlistað í áliti sínu og Hanna Birna gengist við. Í álitinu segir að: "[...] afskipti ráðherra sem fór með yfirstjórn lögreglunnar af lögreglurannsókn sakamáls, sem tengdist honum sjálfum á tiltekinn hátt og sú framganga sem lögreglustjórinn lýsir, eru ekki aðeins andstæð þeim reglum sem fjallað er um í álitinu heldur eru þau einnig til þess fallin að gera þeim sem rannsaka sakamál óhægt um vik að rækja það starf sitt í samræmi við gildandi reglur."

Í fréttinni sem þetta blogg vísar í segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að Hanna Birna sé "ekki fyrsta mann­eskja sem ger­ir ein­hvers kon­ar mis­tök. Mér finnst þau ekki al­var­leg,"

Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar réttarríki. Aðgerðir fyrrum innanríkisráðherra voru til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði. Að draga úr alvarleika slíkra aðgerða ráðherra er ekki í þágu öflugs réttarríkis á Íslandi.

 


mbl.is „Ég treysti henni fullkomlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindadómstóll Evrópu: Móðganir réttlæta ekki takmörkun tjáningafrelsis

1280px-european_court_of_human_rights_logo_svg.png

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að 10 grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningafrelsið "varði ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem vel er tekið eða álitnar kurteisar, heldur líka þær sem móðga, sjokkera og trufla ríkið eða nokkurn hluta mannfjöldans. Slíkar eru kröfurnar sem fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni gera og án þeirra er ekkert "lýðræðissamfélag.""

Í samantekt um hatursumræðu á vefsíðu Mannréttindadómstóls Evrópu segir að dómstóllinn "hefur borið kennsl á mörg form tjáningar sem skal líta á sem brot á og andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu (þ.m.t. kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur, árásargjörn þjóðernishyggja, og mismunun á minnihlutahópum og innflytjendum). Þrátt fyrir það er dómstóllinn jafnframt mjög varkár að gera greinarmun annars vegar á ósvikninni og alvarlegri hvatningu til öfgahyggju og hins vegar rétt almennings (þ.m.t. blaða- og stjórnmálamanna) að tjá skoðanir sínar frjálst og að "móðga, sjokkera og trufla" aðra."


Sendiboði hugmyndar sem gengur gegn reglum Sjálfstæðisflokksins

skipulagsreglur_sja_769_lfst_isflokksins_1252877.pngÞað þarf að tryggja öryggi landsmanna. Þeirri umræðu eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammála.

En við þá umræðu blandaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, bakgrunnsskoðunum minnihlutahóps á grundvelli trúarskoðanna sem eru alvarleg brot á stjórnarskrá Íslands og borgararéttindum.
Allir aðrir þingmenn XD sem hafa tjáð sig eru á móti því að gera bakgrunnsskoðannir á grundvelli trúarskoðanna. Þau benda réttilega á að slíkt sé ólöglegt og ófarsælt, og formaður flokksins Bjarni Ben segir réttilega að: "Þetta endurspeglar svo sannarlega ekki það viðhorf okkar að við eigum að byggja samfélag okkar á grundvallarmannréttindum sem þessar hugmyndir ganga þvert gegn."

Að benda Ásmundi á þetta er hvorki takmörkun á hans tjáningafrelsi, "tjáningafrelsið er ekki einstefnugata," það er ekki tjáningafrelsi nema öllum sé frjálst að gagnrýna það sem er tjáð. Né er verið að skjóta Ásmund sem sendiboða. Það er verið að skjóta á hann fyrir að koma með tillögur um víðtæk brot á borgararéttindum, stjórnarskrá Íslands og skipulagsreglum síns flokks í formi spurningar. "Hann fór fram úr sér" eins og formaður flokksins orðar það.


Í Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins segir skýrt:

Grunngildi. 2.gr.[...] Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru frelsi og trú á einstaklinginn. Eignarréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings þar sem enginn einstaklingur er fæddur til neinna réttinda um fram aðra.

Frelsi einstaklingsins og jafnrétti. 3. gr. Sjálfstæðisflokkurinn starfar á grundvelli frelsis einstaklingsins og jafnréttis. Markmið flokksins er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, uppruna, aldri, búsetu, trúarbrögðum eða stöðu að öðru leyti. Í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins skal þetta haft aðleiðarljósi.

Flokksaðild. 4. gr. Sjálfstæðisflokkurinn er opinn öllum þeim sem orðnir eru 15 ára gamlir, aðhyllast grunngildiflokksins, skuldbinda sig til að hlíta samþykktum hans og gegna ekki trúnaðarstörfum fyrir annanstjórnmálaflokk.

 


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi fjárlög endurreisa ekki heilbrigðiskerfið

Þessi fjárlög setja fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu í hættu og það að óþörfu. 


mbl.is „Endurreisnarfjárlög“ samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta læknaverkfall sögunnar og stjórnarandstaðan kastar handklæðinu?

Ef við viljum að þingflokkar minnihlutans geri það sem þeir geta til að halda þinginu starfandi meðan læknavarkfallið stendur yfir þá þarf að kveikja undir formönnum flokkanna.

Á meðan þingið starfar geta þingmenn kallað ráðherra á teppið í beinni útsendingu og krafist svara; þeir geta krafist skriflegra svara og auðveldara er að fá meirihlutann til að sjá að sér og breyta um stefnu en ef að kalla þarf þing saman til þess.

Á meðan þingið starfar er aðveldara að tryggja meira fjármagn og forgang fyrir örugga heilbrigðisþjónustu.


Ráðamenn sem kvarta yfir vinnuálagi ættu að drífa sig í lækninn

Það er læknaverkfall í fyrsta skipti í sögu landsins og fjölmargir læknar munu segja upp ef ekki nást samningar fyrir áramót. Vinnuálagið er mjög mikið á læknum fyrir og mun aukast með hverri uppsögn sem eykur svo aftur líkur á frekari uppsögnum.

Ef ræða þarf lengi á Alþingi um fjárlög þar sem helming vantar upp á það sem heilbrigðisstofnannir á höfuðborgarsvæðinu báðu þingið um og 90% þess sem landsbyggðin sagði nauðsynlegt, þá þarf svo að vera. 

En fjármálaráðherra hafði þetta að segja um atkvæðagreiðsluna um eigið fjárlagafrumvarp:
"Það sem helst bar til tíðanda hér í dag var að hér var efnt til lengstu atkvæðagreiðslu líklega í þingsögunni."


mbl.is Vantar rúma þrjár milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

90% kjósenda vilja heilbrigðiskerfið í forgang

HeilbrigðiskerfiðÞað er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata dagana 6 - 20 núna í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. 
 
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er veikburða eftir áralangt fjársvelti. Fækkun heilbrigðisstarfsmanna er sífellt sýnilegri hliðarverkun þess með auknu vaktaálagi heilbrigðisstarfsmanna sem eftir starfa. Ef ekki er forgangsraðað í fjárlögum til að hægt sé að veita þá lágmarksþjónustu sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnanna meta að sé nauðsynleg þá er hætt við því að ekki verði ráðið við þessar hliðarverkanir vanrækslu á heilbrigðiskerfinu. Veikir innviðir kerfisins, lág laun og aukið vaktaálag fækkar þá læknum og öðrum heilbrigðisstarfmönnum enn frekar þar til þeir sem eftir starfa standa ekki undir vaktaálaginu.
 
Þetta er hættuleg staða fyrir heilbrigði landsmanna sem hægt er að forðast ef stjórnarmeirihlutinn hlustar á forgangsröðun yfirstjórna heilbrigðiskerfisins og forgangsröðun landsmanna á eigin skattfé.

mbl.is Heilbrigðismál og menntamál í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFTA dómstóllinn: Verðtrygging í húsnæðislánum 2001-2013 ólögmæt

Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) reka nú mál gegn Íbúðalánasjóði þess efnis að ólöglegt sé að reikna 0% verðbólgu í kostnað verðtryggðra neytendalána (þ.m.t. húsnæðis- og bílalán og eflaust námslán). En slíkt hefur verið gert í öllum verðtryggðum húsnæðislánasamningum á Íslandi frá 2001 til 2013. Mál HH fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár. Hæstiréttur Íslands hefur aldrei dæmt gegn ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins.

Ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og EFTA dómstóllinn, ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir verðtryggð neytendalán um mitt næsta ár og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán, hvað gera stjórnvöld þá? 


mbl.is Ekki má miða við 0% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga tveggja forsætisráðherra: Nýja Sjáland og Ísland

Á Nýja Sjálandi

Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Nýja Sjálands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins
að þó ráðherran hafa fullvissað sig að hann hafi ekki á nokkurn hátt ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögregluhafi hann farið yfir strikið með því að ræða rannsóknina við lögreglu.

"Við erum ríkisstjórn sem setur sér háan standard." sagði forsætisráðherran eftir að hafa tekið við afsögn ráðherrans. "Ég er kosinn til að halda á lofti þeim gildum sem ég trúi á. Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar lagaramma. Aðgerðir fyrrum ráðherra er til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði."

Á Íslandi

Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins að ráðherra naut stuðnings til þess að halda áfram. [...] Hanna Birna hef­ur þurft að þola mjög mikið. Það hef­ur reynd­ar verið al­veg ótrú­legt að fylgj­ast með því hvað komið hef­ur verið fram af mik­illi grimmd gagn­vart Hönnu Birnu og ætt­ingj­um henn­ar, sumt af því op­in­ber­lega og annað ekki."


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglustjórinn sem stóðst prófið

Þegar ráðherrar, þingmenn, dómarar og embættismenn telja sig vanhæfa í máli þá er reglan að segja sig frá því. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála ákvað þess í stað að skipta sér af rannsókn lögreglu sem beindist að henni sjálfri.

lo_776_greglustjo_769_rinn_i_769_reykjavi_769_k.pngÞað sorglegasta er að með þessum ítrekuðu kvörtunum og gagnrýni og beiðni um fundi og SMS sendingum á þáverandi lögreglustjórann í Reykjavík, Stefán Eiríksson, þá setti ráðherrann hann í klemmu sem hann sagði Umboðsmanni Alþingis að hann hafði aldrei áður staðið eða setið frammi fyrir. Klemmu sem hann losaði sig faglega úr, þó það hafi kostað hann mikið.

Fyrrverandi lögreglustjórinn í Reykjavík sýndi fagleg vinnubrögð í hvívetna í málinu svo líkum má að því leiða að hann hafi sagt af sér til að fjarlægja sig og embættið því máli. Stefán tapaði sjálfur lögreglustjóraembættinu og fórnaði eigin rödd því hann var þögull um málið og hefur ekki varið sig í umræðunni, en með því þá fórnaði hann ekki trausti embættisins og heldur sínum heiðri. 

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­irNýi lögreglustjórinn, Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, sem skipuð var án auglýsingar af ráðherra, dró embættið hins vegar aftur á bólakaf í lekamálið. Það myndi auka traust á lögreglunni og glæparannsóknum á Íslandi að fá Stefán aftur, ef núverandi lögreglustjórinn í Reykjavík neyðist til að segja af sér.


mbl.is Hanna Birna: Nú er mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband