EFTA dómstóllinn: Verðtrygging í húsnæðislánum 2001-2013 ólögmæt

Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) reka nú mál gegn Íbúðalánasjóði þess efnis að ólöglegt sé að reikna 0% verðbólgu í kostnað verðtryggðra neytendalána (þ.m.t. húsnæðis- og bílalán og eflaust námslán). En slíkt hefur verið gert í öllum verðtryggðum húsnæðislánasamningum á Íslandi frá 2001 til 2013. Mál HH fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár. Hæstiréttur Íslands hefur aldrei dæmt gegn ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins.

Ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og EFTA dómstóllinn, ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir verðtryggð neytendalán um mitt næsta ár og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán, hvað gera stjórnvöld þá? 


mbl.is Ekki má miða við 0% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Þór Ólafsson

EFTA dómstóllinn: Verðtryggð húsnæðislán 2001-2013 ekki endilega ólögmæt því Það er landsdómstólsins að meta, að teknu tillit til allra atvika málsins, hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur. Frávik frá einni tilskipun gera lán ekki sjálfkrafa ólögmæt.

",,,Það er lands­dóm­stóls­ins að meta, að teknu til­lit til allra at­vika máls­ins, hvaða áhrif röng upp­lýs­inga­gjöf af þessu tagi hef­ur og hvaða úrræðum er hægt að beita af því til­efni,,," Þá er bara spurningin sem héraðsdómur þarf að svara og dæma eftir hvort Íslendingar viti hvað verðbólga er og hvort þeir geri sér grein fyrir því að hún hafi áhrif á lánin, þ.e. hvaða áhrif röng upp­lýs­inga­gjöf af þessu tagi hef­ur. Reiknuðu Íslendingar almennt með 0% verðbólgu við lántöku og töldu þessar upplýsingar gefa rétta mynd.

Jos.T. (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 09:56

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Rétt Jos.T. ég breyti fyrirsögninni. Lánin eru ekki ólögmæt en verðtryggingin er það í húsnæðislánasamningum frá 2001-2013, þegar hún var reiknuð 0%. Það sem gerðist 2013 var að slíkt var gert ólöglegt á Íslandi, og lánveitendum gert að reikna með verðbólgu síðustu 12 mánaða.


Jón Þór Ólafsson, 24.11.2014 kl. 10:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jos. T. Það er rétt að frávík frá einni tilskipun gerir lán ekki sjálkrafa ólögmæt. Frávik frá þeim ákvæðum íslenskra laga sem innleiða tilskipunina gerir það hinsvegar, sbr. 14. gr. laga nr. 121/1994 um neytendalán.Það eru íslensk lög sem gilda á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2014 kl. 12:26

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Guðmundur.

Eru þessi lög nr. 121/1994 ekki aflögð og þessi 14.gr. sem var mjög skýr, og kemur ekki fram með eins skýrum hætti í nýjum lögum eða lögum nr. 33/2013.

Eggert Guðmundsson, 24.11.2014 kl. 15:35

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Grunnatriði sem verður að halda til haga er, að segjum sem svo að dómsstólar kæmust að því að um ,,óréttmæta skilmála" væri að ræða og verðtryggingarhlutinn félli þá út og eftir stæði 0% verðbólga - að þá er bara verið að gefa fólki peninga.  Það er ekki verið ,,að leiðrétta" neitt.  Það er verið að gefa fólki peninga.  Það þarf ekki að borga raunvirði láns til baka.

Að öðru leiti eru viss fyrirmæli um það í dóminum hvernig skuli meta hvort um ,,óréttmæta skilmála" er að ræða eða ekki.  Þau fyrirmæli eru eiginlega þau sömu og í máli Gunnars V. Engilbertssonar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2014 kl. 15:42

6 identicon

Spurning: Jón, getur þú rökstutt þá fullyrðingu að verðbólga sé kostnaður?

Jonas Kr (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 17:18

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eggert: Þessi lög voru í gildi þegar viðkomandi lánasamningar voru gerðir og gilda því um þá. Annað væri afturvirkni, sem er bönnuð.

Ómar Bjarki: Ekki gefa fólki peninga, heldur skila peningum sem voru ofteknir af því. Endurheimt ránsfengs er aldrei gjöf.

Jonas Kr: Verðbólga er ekki kostnaður. Verðbætur eru það hinsvegar, og um það snýst þetta mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2014 kl. 21:39

8 identicon

Glottandi forstjóri Landsbankans sagði í kjölfar dómsins bankann eiga næga peninga til að standa straum af endurútreikningi verðtryggðra lána, þar væru 200 milljarðar á lausu. Kemur engum á óvart, þessi fjárkúgunarstofnun ríkisins fékk skotleyfi á heimili skuldara,í skjóli Steingríms joð og Jóhönnu Sigurðardóttur. Núverandi stjórnvöld tóku síðan við boltanum og héldu uppteknum hætti.

Stefán Auðunn Stefánsson (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 22:18

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  það var ekkert oftekið.

Verðtrygging þýðir bara að lánið heldur raunverðgildi.

Verið er að fara fram á að raunverðgildi verði ekki greitt til baka.  Ergo:  Gefa peninga.

Þetta er í raun óumdeilt og þeir sem segja eitthvað annað - eru ekki að segja satt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2014 kl. 22:40

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er því miður röng fullyrðing Jón. Samkvæmt EFTA dómstólnum er verðtrygging ekki ólögmæt. En upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja sem lána er ófullnægjandi þegar útreikningar eru miðaðir við 0%  verðbólgu. Miðað við alla fyrirvarana í dóminum þá sé ég ekki að það sé líklegra en áður að dómstólar víkji þessum lánasamningum til hliðar.  En verðtryggingin er óskapnaður sem þú átt að einbeita þér að verði afnumin af neytendalánum. Það er Alþingi sem getur gert það ekki dómstólar.

Jón Magnússon, 24.11.2014 kl. 23:44

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg tel það alveg eins líklegt og hvað annað að Hérðas- eða Hæstiréttur dæmi þá lánið ,,ólögmætt" sem kallað er.  Eða skilmálann og verðtrygging falli þá út.

Maður er alveg hættur aðverða hissa á dómsstólum hérna.

Sást nú í gengislánaruglinu þar sem dómsstóllinn ákvað bara rétt si sona að gefa fólki peninga vegna lagatæknilegra formsatriða í lánasamningi.

Aðalmálið er samt að það er bara verið að gefa fólki peninga.  Að segja eitthvað annað en það - er barasta ósatt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.11.2014 kl. 00:15

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki gjöf að skila ofteknu fé eða skuldajafna því.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband