Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jón Sigurðsson var mótmælandi

Gleymum ekki að einn merkasti Íslendingurinn sem við öll virðum var mótmælandi og ötull talsmaður freslsis einstaklingsins, þ.m.t. tjáningafreslisins. Trúir því einhver sem hugsar þá hugsun til enda að Jón Sigurðson Forseti myndi álasa mótmælendur fyrir að krota með krít á styttustandinn? 


mbl.is Krotað á „gimstein þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur leiðrétti verðtryggðu húsnæðislánin að fullu fyrir alla

Stjórnvöld hafa farið í mikla vegferð til að leiðrétta að hluta og fyrir suma þann forsendubrestinn sem lántakendur með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir í hruninu.

Hvað ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir þennan forsendubrest um mitt næsta ár eins og vel gæti gerst, og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán? Hvað gera stjórnvöld þá? Það er stóra spurningin!

Mál Hagsmunasamtaka Heimilanna gegn Íbúðalánasjóði um ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár.



Í tvígang lýsir Innanríkisráðherra óaðvitandi yfir eigin vanhæfi

Tvívegis hefur Innanríkisráðherra sagt að samskiptin við yfirmann Lögreglunnar í Reykjavík, sem á þeim tíma var að rannsaka hana og hennar fólk, hafi þurft að eiga sér stað.

hanna_birna_kristja_769_nsdo_769_ttir.pngÍ fyrra skiptið segir hún í bréfi að ráðherra eigi eðli málsins samkvæmt reglulega samskipti við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytisins. Það er rétt. Svo á meðan hennar starfsmenn voru rannsakaðir af Lögreglunni í Reykjavík var hún ófæra að ræða við lögreglustjórann og því vanhæf að sinna embætti yfirmanns lögreglumála.

Í síðara skipti segir ráðherra í upphafi Kastljósviðtalsins fyrir nokkru að hún hafi þurft að vera starfandi ráðherra og því þurft að ræða við lögreglustjórann. Þetta er rangt. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála þurfti að geta rætt við lögreglustjórann, þó alls ekki um rannsóknina á ráðuneytinu. En hennar handvaldi aðstoðarmaður var með stöðu grunaðs í málinu, svo hún var vanhæf að eiga samskiptin við lögreglustjórann.


mbl.is Samskipti óvenjuleg og án fordæma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaloforði XD: Leiðréttingin og lyklalög


625535_10151329215942709_1621127682_nHúsnæðislán í verðbólgulandinu Íslandi hefur þýtt ævilangt skuldafangelsi fyrir fjölda landsmanna. Margir horfa fram á þau örlög í dag. Þeir sem ekki hafa tekið húsnæðislán hingað til og eru á leigumarkaði spyrja því um kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins "Leyfum skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots" og "Þeir sem ekki ráða við greiðslur af íbúðarhúsnæði eiga að fá tækifæri til að "skila lyklunum" í stað gjaldþrots."

Skila lyklunum XDSjálfur mun ég ekki taka húsnæðislán fyrr en kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um lyklafrumvarp verður lög, því fyrr veit ég ekki hvaða áhættu ég er að taka.
Kosningabæklingur XD 2013


Staðsetning flugvallar höfuðborgarinnar varðar alla landsmenn.

Vatnsmýrin í ReykjavíkÁ fundi með fulltrúum borgarstjórnar fyrir rúmu ári spurði ég hvort þeir væri hlynntir því að allir landsmenn kæmu að ákvörðun um staðsetning flugvallar höfuðborgarinnar því sú ákvörðun varðar jú alla landsmenn. Landsmenn allir greiða með sköttum fyrir ýmsa þjónustu sem aðeins er byggð upp og veitt í höfuðborginni og nálægð við hana skiptir landsmenn máli. Það er stutt úr Vatnsmýrinni í mikið af þeirri þjónustu. Svarið var eitthvað á þá leið að þetta væri nú skipulags ákvörðun Reykjavíkur.
 

Það er rétt að lögum samkvæmt er þetta skipulagsákvörðun yfirvalda í borginni. Samkvæmt grunnstefnu Pírata eiga þó allir rétt á að koma að ákvörðunum sem þá varðar og þessi ákvörðun varðar alla landsmenn. Svo ef breyta þarf lögum um skipulagsvald Reykjarvíkurflugvallar til þess þá á sú breyting rétt á sér.


mbl.is Alþingi taki yfir Vatnsmýrina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þjóðin, það er ég!" sagði Sólkonungurinn í Reykjarvíkurbréfi

Davíð Oddsson

"Það versta sem þú getur sagt um leiðtoga er að daginn sem hann hvarf, hafi flokkurinn hrunið." Skrifaði faðir nútímastjórnunar, Peter Drucker, og útskýrði nánar að "Þegar það gerist, þýðir það að hinn svokallaði leiðtogi hafi mergsogið flokkinn. Það má vera að hann hafi verið árangursríkur stjórnandi en hann hafi ekki byggt upp. [...] Sólkonungurinn, Louis fjórtándi, er gefið að hafa sagt "L'état, c'est moi! (Ríkið, það er ég!). Hann dó snemma á átjándu öldinni og hin langa, ekki-svo-hæga hrun samfélagsins sem náði hámarki í Frönsku Byltingunni hófst samstundis."

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þessa helgina skrifar fyrrverandi leiðtogi Sjálfstæðisflokksins að: "Þjóðin var þá mjög hætt komin [því] óaldarlýður gerði árásir á íslenska þinghúsið og fleiri opinberar byggingar [í Búsáhalda Byltingunni]." Þó var Ísland ekki að liðast í sundur og krafa þverskurðar þjóðarinnar sem stóð á Austurvelli í einum friðsælustu fjöldamótmælum sem þekkjast var ekki upplausn eða ofbeldi. Kröfurnar voru 1. Ný ríkisstjórn. 2. Nýtt fjármálaeftirlit. 3. Nýjan Seðlabankastjóra (sem þá var auðvitað Davíð sjálfur), og síðast en ekki síst 4. Nýja stjórnarskrá. Valdastöðu Davíðs stóð klárlega ógn af mótmælendum sem hættu að fjölmenna um leið og fyrstu kröfunum þremur far fullnægt. Þjóðin var því ekki "mjög hætt komin," nema Davíð hafi verið þjóðin.

Frá sjálfstæði Íslands hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft í kringum 40% fylgi. Stóra undantekningin var dýfan 1987 með Þorstein Pálsson í brúnni og svo hrun flokksins nýverið. Í ljósi þeirra staðreynda og annars sem nefnt er í þessum pistli getur faðir nútímastjórnunar mögulega varpað ljósi á hluta af ástæðunni fyrir hruni Sjálfstæðisflokksins, en hann benti á að "Ef leiðtogar geta ekki haldið sinni persónu aðgreindri frá leiðtogahlutverkinu þá gera þeir hluti fyrir eigin persónulegu upphafningu [...] Þeir verða eigingjarnir og hégómafullir. Og umfram allt verða þeir öfundsjúkir. Einn af mestu styrkleikum Churchill og helsti veikleiki FDR [fyrrum forseti BNA] var að, fram á það síðasta, þegar Churchill var kominn á áttræðisaldur, studdi hann unga stjórnmálamenn. Það er einkenni sérstaklega árangursríkra leiðtoga, sem hræðast ekki styrkleiki annarra. Síðustu árin, gróf FDR undan öllum sem sýndu vott af sjálfsstæði." 

Út úr Reykjavíkurbréfi Davíðs er ekki erfitt að lesa orð annars Sólkonungs: "Þjóðin, það er ég!" Jafnframt vita allir sem vilja að Davíð Oddsson er líkari FDR en Churchill því hann þolir öðrum illa að sýna sjálfstæði eða varpa á sig skugga, sér í lagi stjórnmálamönnum í Sjálfstæðisflokkinum. 

Kjörfylgi XD


Þingsköpin 1: Breytingartillögur við tekju- og útgjaldafrumvörpin

Þingmenn hafa í 46. gr. laga um þingsköp (leikreglur þingsins) heimildir til að gera breytingartillögur við lagafrumvörp. Upplýsingar til að vinna breytingartillögur við tekju- og útgjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar eru samt ekki aðgengilegar þingmönnum.

Ef þetta er ekki lagað þá hafa óbreyttir þingmenn ekki í raun getu til að gera faglegar breytingartillögur við stærstu frumvörp stjórnvalda.

Þetta er fyrsti pistillinn af mörgum um þingsköpin (leikregur þingsins og innra starf).


Unglingadrykkja minnkað samhliða auknu aðgengi fullorðinna

Þegar frumvarpið um 'Verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis)' verður að lögum mun sölustöðum áfengis fjölga og sölutími lengjast sem hvoru tveggja mun auka aðgengi fullorðinna að áfengi. Það sama hefur gerst síðustu tvo áratugi, aðgengið fullorðinna hefur meira en tvöfaldast, en unglingadrykkja hefur nærri helmingast á sama tíma. Það er því ekki hægt að halda því fram að aukið aðgengi fullorðinna sem mun koma í kjölfar samþykktar frumvarpsins muni valda aukinni unglingadrykkju. Það verður að horfa á heildarmyndina, að horfa á alla þá þætti sem hafa áhrif á neyslu áfengis þ.m.t. forvarnir, sem frumvarpið eflir, og sem sannanlega minnka eftirspurn unglinga á áfengi.

Það vekur athygli að
engin þingmaður í umræðunni segist vilja snúa klukkunni til baka um tuttugu ár með því að fækka sölustöðum og stytta opnunartíma sem mun klárlega minnka aðgengi fullorðinna að áfengi eins og Helgi Hrafn þingmaður Pírata hefur þráspurt þingmenn um.
 
 

Gátan um þögulu mennina í fjármálastöðuleikaráði.

Gátan um þögulu mennina í fjármálastöðuleikaráði er einföld útgáfa af gamalli gátu um græneygða dreka sem lögð fyrir eðlisfræðinema í Harvard (hér er lausnin á henni).

Nýja gátan hljómar svona:
"Þar sem fjármálastöðuleikaráð skal meta áhættu í fjármálakerfinu og birta fundarefni, fundargerðir og tilmæli sín til stjórnvalds nema birting þeirra geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Hvaða ályktannir má draga af því að ráðið virðist ekki fjalla um eða birta neitt um mál sem meðlimir þess klárlega vita að geta skapað áhættu í fjármálakerfinu?"

Nú veit fjármálaráðherra að dómur í dómsmál HH gegn ÍLS um ólögmæti útfærslu nánast allra verðtryggðra neytendalána (m.a. öll húsnæðislán frá 2001) á Íslandi mun falla í Hæstarétti á næsta ári. Ætla má að hinir tveir aðilar ráðsins, seðabankastjóri eða forstjóri FME, viti það líka. Ef þeir virðast ekkert ræða um málið í fjármálastöðuleikaráði hvað eigum við að halda um afstöðu þeirra um áhrif þess á fjármálastöðuleika landsins?

 


Hægt að lækka tolla á matvæli án þess að skaða búvöruframleiðslu

Afnám tolla á matvæli, sem 61% landsmanna er fylgjandi samkvæmt nýlegri könnun Viðskiptablaðsins, mun:

- Auka kaupmátt heimilanna. (Yfirlýst markmið frumvarps fjármálaráðherra og samrýmist grundvelli stjórnarsamstarfsins).
- Einfalda og auka skilvirkni skattkerfisins. (Sem eru tvær af forsendum fjármálaráðherra fyrir uppbyggingu skattkerfis).
- Efla atvinnulífið í gegnum aukin umsvif. (Sem er annað yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar). 

Ef tryggt er að heildar ígildi stuðnings við búvöruframleiðslu minnki ekki, þá ætti framsóknarflokkurinn að geta sætt sig við þessa lendingu. Þetta er hægt með því að auka framlög á móti.

Við Píratar erum að skoða ýmsar útfærslur á þessari mótvægisaðgerð, í það minnsta að því marki að koma í veg fyrir 2,5% hækkun á verði matvæla sem frumvarp ríkisstjórnarinnar mun annars orsaka samkvæmt fjármálaráðherra, sem sagði jafnframt í fyrstu umræðu um fjárlög á mánudaginn: "Það væri sjálfsagt að ræða mótvægisaðgerðir og fara ofan í saumana á því."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband