Hæstiréttur leiðrétti verðtryggðu húsnæðislánin að fullu fyrir alla

Stjórnvöld hafa farið í mikla vegferð til að leiðrétta að hluta og fyrir suma þann forsendubrestinn sem lántakendur með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir í hruninu.

Hvað ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir þennan forsendubrest um mitt næsta ár eins og vel gæti gerst, og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán? Hvað gera stjórnvöld þá? Það er stóra spurningin!

Mál Hagsmunasamtaka Heimilanna gegn Íbúðalánasjóði um ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Þór. Ef dómstólar á Íslandi virkuðu á þann hátt sem dómsstólum er ætlað, í siðmenntuðum og þróuðum ríkjum, þá væri margt öðruvísi á þessu skeri.

Allir verða að horfast í augu við að dómstólar á Íslandi virka ekki á nokkurn hátt til gagns. Hvorki fyrir þá sem telja sig vera með þá alfarið í sínum löglausu banka/lífeyrissjóða-ræningjavösum, né heiðarlega og kerfissvikna skattborgara-þræla.

Ef svo undarlega skyldi vilja til að hæstiréttur færi að virka fyrir skuldara, gegn banka/lífeyrissjóða-ræningjum, hvað þá? Þá fyrst yrði kannski von til að einhverjir heiðarlegir, venjulegir og siðsamir einstaklingar og fjölskyldur gætu hugsað sér að lifa og starfa á Íslandi.

Það síðasta sem ég reikna með, er að hæstiréttur Íslands muni nokkurn tíma dæma samkvæmt einhverju siðferði og eðlilegum lögum hér á landi. Alla vega meðan þessi eldgamla og siðbrenglaða hjörð sem þar ræður, fær að sitja áfram án nokkurs löglegs umboðs!

Þessir dómsstólar á Íslandi, (hverju nafni sem þeir nefnast), eru alfarið og einungis varðhundar skipulagðrar glæpastarfsemis-hvítflibbadjöfla, í orðsins fyllstu merkingu. Þess vegna blómstrar mesta siðblinda jarðarinnar á "friðsama" og "óspillta" Íslandi! Eða þannig!

Hvernig ætlar einhver að hrekja það sem ég hef skrifað hér, án þess að verða kæfður með mótrökum um öll þau hræðilegu dómsmorð/dómsrán sem raun ber vitni á Íslandi?

Það yrði meira áhugaverð umræða um þetta skrifað er hér að ofan, heldur en hvernig Einar Kárason tjáði sig í einhverju hvatvísu fljótræði hér á dögunum. Blessaður brottflutti Djúp-strákurinn.

Nú hafa fjölmiðlar eitthvað að velta fyrir sér. Það er að segja ef dómsstólamafían leyfir tjáningarfrelsi blaða/fréttamanna á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2014 kl. 14:10

2 identicon

Djö!! er þetta rétt hjá þér Anna Sigríður. Held að Jón Þór viti þetta líka.. eða hvað ?

Kristinn J (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband