Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Réttarstaða fólks sem flýja þarf myglueitruð heimili ekki tryggð.

(Sá uppfærslu að neðan) 

Réttarstaða eldri borgara, barna og fullorðinna sem flýja verða heimili sín sökum myglueitrunar eru ýmist ekki varin í lögum eða þeim lögum ekki framfylgt af ráðherra. 


Ásta Guðjónsdóttir, sem hefur ekki geta lagað leka í íbúð sinni í sameign vegna hindanna 52% eiganda, bíður þingmönnum og Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í vettvangsferð á föstudaginn kemur kl. 14:00, til að skoða hve illa leikin heimili fólks geta orðið af myglueitrun án þess að lögin tryggi raunhæf úrræði.
____________

Uppfærsla 18.09.2014. kl. 13:23

Eftir fund með 52% eigenda fjölbýlisins í gær varð ég áskynja um nýja vídd á þessu vandamáli myglueitrunar á heimilum fólks. 
Lög og reglur í dag eru ekki fær um að taka fyllilega á þessu vandamáli, og vandamál er ekki að hverfa þar sem WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) hefur tekið á málinu og almenningur verður upplýstari um hættur mylgueitrunnar. 

Ég greindi Eygló Harðardóttur stuttlega frá því í dag að staða fólks sem á í fjölbýlishúsi væri líka slæm því eðlilega getur það illa réttlætt fyrir sinni fjölskyldu að fara út í dýrar framkvæmdir án sannanna um að þær væru nauðsynlegar á meðan fólkið í fjölbýlinu sem veikist bregst réttilega ókvæða við þegar það sér heilsu fjölskyldunnar vera í hættu og fara hrakandi.

Mér er sem þingmaður Pírata gert í grunnstefnunni að taka vel upplýstar ákvarðannir og mun því þyggja boð í vettvangsferð í íbúðina á morgun og mun í kjölfarið geta leiðrétt ef ég hafi farið með rangt mál ræðu í þinginu (sjá að neðan). 

Ég mun áfram fylgja þessu máli eftir og uppfæra þetta blog. Verum lausnamiðuð. 



Dómsmálaráðherra hefur sagt af sér

Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa fullvissað sig að hann hafi ekki á nokkurn hátt ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Þrátt fyrir það segir forsætisráðherra hann hafa farið yfir strikið með því að ræða rannsóknina við lögreglu.

"Við erum ríkisstjórn sem setur sér háan standard." segir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við afsögn dómsmálaráðherra. "Ég er kosinn til að halda á lofti þeim gildum sem ég trúi á. Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar lagaramma. Aðgerðir fyrrum dómsmálaráðherra er til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði."

Hér er myndskeið af forsætisráðherra Nýja Sjálands eftir afsögnina (hér má sjá myndskeiðið í fullri stærð):

 


Ráðist á embættismenn sem rannsaka ráðherra.

stefa_769_n_eiri_769_ksson_1244792.jpgLögreglustjórinn í Reykjavík segist aldrei áður hafa staðið frammi fyrir svona afskiptum ráðherra af rannsókn og þar sem hann væri í klemmu leitaði hann til Ríkissaksóknara og fannst hann ekki geta annað en upplýst Umboðsmann Alþingis um málavexti að hans beiðni. Að auki segir hann af sér sem lögreglustjóri og eftir beiðni aðstoðarmanna ráðherra sendir hann frá sér að afsögnin hafi ekki verið tilkomin vegna ráðherra. Þetta eru fagleg vinnubrögð embættismanns af gamla skólanum.

tryggvi_gunnarsson_1244751.jpgUmboðsmaður Alþingis hefur verið að rannsaka hvort tilefni sé til að gera skýrslu lögum samkvæmt vegna "stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds." Fylgist því með árásunum á Umboðsmann Alþingis. Það er annar embættismaðurinn sem verður fyrir árásum við að sinna lögbundnu eftirliti með því að rannsaka möguleg brot ráðherra í starfi. Því ef Umboðsmaður Alþingis, sem er æðsta eftirlitsstofnun Alþingis með stjórnsýslunni, gerir skýrslu þar sem fram koma afbrot ráðherra, þá verður erfitt að verja ráðherra vantrausti án þess að grafa undan Umboðsmanninum og embættinu. Fylgist því með árásum á Umboðsmann Alþingis. Sér í lagi þegar þungavigtamennirnir láta af þeim.

hanna_birna_kristja_769_nsdo_769_ttir.jpgRáðherra sem heyrir undir eftirlit Alþingis skammast í þingmönnum sem beita lögbundnu eftirliti í þingsal með fyrirspurnum til ráðherra.
Ráðherra sem er yfirmaður lögreglumála hafði ítrekuð afskipti af rannsókn lögreglu, á glæp sem hennar aðstoðarmaður var að lokum ákærður fyrir, gusar gagnrýni yfir lögreglustjórann og hóta rannsókn.
Ráðherra dómsmála segir eftir ákæru ríkissaksóknara á aðstoðarmann hennar að hún telji hann saklausan, þrátt fyrir að saksóknari ákærir ekki nema hann telji líkur á sakfellingu.
Ráðherra sem heyrir undir eftirlit Umboðsmanns Alþingis gagnrýnir rannsókn hans á sér og segir hana engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa fjallað um málið.

stefani_769_a_o_769_skarsdo_769_ttir_1244822.pngStefanía Óskarsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og flokksráðslimur, orðar þetta vel:
„Mér finnst þetta orðið dá­lítið al­var­legt þegar inn­an­rík­is­ráðherra er far­in að ganga svo langt að hún seg­ist ekki treysta lög­regl­unni, rík­is­sak­sókn­ara og umboðsmanni. Hvað með al­menn­ing í land­inu, eig­um við að treysta þessu liði?“
mbl.is „Eigum við að treysta þessu liði?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var vitað, en útfærslan langoftast ólögleg.

hhqndqk.png

Verðtryggingin sjálf er ekki ólögleg á neytendalánum en útfærslan á henni í neytendalánasamningum frá 2001, þar sem kostnaður við verðtrygginguna var reiknaður miðað við 0% verðbólgu, er ólögleg. Það er álit eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), framkvæmdarstjórnar ESB og Neytendastofu. Í september (líklega) mun EFTA dómstóllinn svo gefa sitt álit um þennan þátt, að beiðni Verkalýðsfélags Akraness.


i_769_ls.pngMál HH gegn ÍLS sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi mögulega um mánaðamótin sept/nóv snýst einmitt um að útfærsla verðtryggingar í neytendalánasamningum frá 2001 sé ólögmæt, ekki hvort verðtrygging sem slík á neytendalánum sé það. Það mál mun klárast fyrir hæstarétti á næsta ári. Mögulega um mitt ár.

vfa.jpgÞað hefur aldrei gerst að Hæstiréttur hefur dæmt gegn áliti EFTA dómstólsins. Svo áhugasamir ættu að fylgast með álitinu sem kemur eflaust í september. Ef það er samhljóma hinum áðurnefndu þá eru miklar líkur á stórri skuldaleiðréttingu á flestum verðtryggðum neytendalánum (hús og bíla) á næsta ári.

Kalt mat: Annað hvort munu Hæstiréttur leggja til endurreikning með 4% stýrivexti á línuna eða stjórnarflokkarnir muni gera það. Hvort heldur sem er mun stökkbreytingin verðtryggðra húsnæðis- og bílalána vegna hrunsins loks leiðréttast.


mbl.is Verðtrygging ekki bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve dýr má einstakur ráðherra vera?

tryggvi_gunnarsson_1244751.jpgViðbrögð ráðherra dómsmála við lekanum sem hennar handvaldi aðstoðarmaður hefur verið ákærður fyrir mun líklega enda á borði þingsins sem tillaga um kæru til landsdóms.

Rannsókn Umboðsmanns Alþingis er til að meta hvort hann þurfi að gera skýrslu vegna "stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds" lögum samkvæmt. Ef það verður raunin geta þingmenn ekki vikið sér undan því að leggja fram tillögu um kæru á hendur ráðherra. Þá mun ríkisstjórnin hafa slæman málstað að verja í það minnsta fram á næsta vor. Það mun veikja stöðu hennar til annarra verka. Hvort og hverjir ákveða að taka varnarstöðuna mun best sjást á árásum á Umboðsmann Alþingis. Því meðan hann nýtur trausts geta þingmenn ekki hundsað hans embættisverk.

Hve dýr má einstakur ráðherra vera? Þurfa mikilvægir embættismenn sem rannsaka möguleg brot ráðherra áfram að víkja og mikilvæg embætti að tapa trausti svo að einstakur ráðherra fái áfram að sitja?

_____________

Uppfærsla 28/08/2014 kl. 12:49:

Eftir nánari athugun er ólíklegra að ráðherra verði kærður til landsdóms, en líklegra að það verði svo óvinsælt að verja hann vantrausti að ráðherra verði látin segja sjálfur af sér.

stefa_769_n_eiri_769_ksson_1244792.jpgÍ skýrslunni Eftirlit Alþingis með Framkvæmdarvaldinu sem forsætisnefnd Alþingis lét gera árið 2009 kemur fram að: "Lög um ráðherra ábyrgð [sem gefa tilefni til ákæru til Landsdóms] eiga hins vegar aðeins við um fullframin brot. [...] Tilraun til brota samkvæmt ráðherraábyrgðarlögum eru því sennilega refsilaus."

Í lögum um ráðherraábyrgð eru tiltekin í 8 - 10 gr. þau brot sem varða ráðherraábyrgð. Þó ráðherra virðist hafa gert tilraun til að framkvæmd lögreglurannsóknar "myndi fyrir farast" þá virðist það ekki hafa tekist vegna faglegra viðbragða Lögreglustjórans í Reykjavík sem leitaði til Ríkissaksóknara og upplýsti svo Umboðsmann Alþingis um málavexti.

Þá er aðeins um það brot að ræða hvort ráðherra "misbeitir stórlega valdi sínu." En um það ákvæði segir í skýrslunni: "Það getur verið álitamál hvenær brotið er gegn 10. gr. þar sem ákvæðið er mjög almennt orðað."


Eftir stendur skýrslan sem Umboðsmaður Alþingis er að rannsaka hvort tilefni sé til að gera lögum samkvæmt vegna "stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds." Fylgist því með árásunum á Umboðsmann Alþingis. Þar er annar embættismaður sem verður fyrir árásum við að sinna lögbundnu eftirliti með því að rannsaka möguleg brot ráðherra í starfi.

Því ef Umboðsmaður Alþingis sem er æðsta eftirlitsstofnun Alþingis með stjórnsýslunni gerir skýrslu þar sem fram koma afbrot ráðherra, þá verður erfitt að verja ráðherra vantrausti án þess að grafa undan Umboðsmanninum og embættinu.

 

 

 

 

 


mbl.is Óánægð með vinnubrögð umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án vantrausts á ráðherra mun lögreglan tapa trausti.

stefa_769_n_eiri_769_ksson.jpgÞetta er grafalvarlegt mál. Ef ráðherra dómsmála kemst upp með þetta þá er ekki hægt að treysta lögreglurannsóknum í landinu. Þá hefur skapast fordæmi að yfirmaður lögreglumála komist upp með það að hafa áhrif á rannsóknir lögreglu. Ef ráðherra dómsmála nýtur áfram trausts Alþingis eftir að hafa ítrekað gagnrýna rannsóknir lögreglu á hennar fólki yfir langt tímabil og hótað svo rannsókn á rannsókn lögreglu þá mun mikið traust til lögreglunnar tapast.
mbl.is „Svo kom gusa af gagnrýni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri pólitík Sigmundur Davíð, að lýsa ekki yfir vantrausti.


Forsætisráðherra segir: „Það er svo­lítið sér­stakt að van­traust­stil­laga út af leka­máli skuli koma frá Pír­öt­um. Ég hélt að þeir væru helstu stuðnings­menn leka, lög­legs og ólög­legs.“

En Sigmundur eins og Björn Bjarnason virðist þú gefa þér að Píratar vilji algert upplýsingafrelsi fyrir suma. Þetta er rangt. Engin hefur rétt á algeru upplýsingafrelsi, því þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.

Píratar telja að almenningur hafi rétt á upplýsingum
- sem oft komast ekki til skila nema með leka - til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í lýðræðissamfélagi, en að sá réttur nái ekki inn á einkalíf fólks.

Engin hefur því rétt á því að leka upplýsingum um þitt einkalíf - ekki opinberir aðilar og ekki almennir borgarar - og yfirvöldum er gert í stjórnarskránni að verja friðhelgi þess. Nú sýna málaskjölin að það er mjög líklegt að ráðherra dómsmála hafi meðvitað takmarkað eftirlitshlutverk þingsins með málinu með því að villa um fyrir því og haft áhrif á rannsókn lögreglu á glæp sem aðstoðarmaður hennar hafði lengi stöðu grunaðs áður en hann var ákærður fyrir glæpinn.

Fyrir þingmenn að lýsa ekki vantrausti á slíkan ráðherra væri pólitík sem áfram mun grafa undan trausti almennings bæði á stjórnkerfinu og réttarkerfi landsins.


mbl.is „Betra að klára þetta fyrr en síðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem Björn Bjarnason skilur ekki um Pírata.

1240647_10153107073755031_7510377310709684825_n_1244180.jpgÞessi sniðuga klippa birtist í Féttablaðinu. Hún vitnar í snjalla samlíkingu Björns Bjarnasonar sem gefur sér að Píratar vilji algert upplýsingafrelsi fyrir suma. Þetta er rangt. Engin hefur rétt á algeru upplýsingafrelsi, því þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.

"Píratar telja gegnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku." Eins og segir í grunnstefnu Pírata. Jafnframt segir þar að: "Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga." Þar með talið friðhelgi einkalífs þíns.

Píratar telja því að almenningur hafi rétt á upplýsingum - sem oft komast ekki til skila nema með leka - til að geta tekið upplýstar ákvarðannir í lýðræðissamfélagi, en að sá réttur nái ekki inn á einkalíf fólks.

Ég hef spjallað við Björn Bjarnason um þennan mun og held hann skilji hann alveg, hann vill kannski frekar vera sniðugur en að sýna skilning sinn á málinu út á við. En þetta er ekki flókið og kemur skýrt fram í grunnstefnu Pírata.

Engin hefur því rétt á því að leka upplýsingum um þitt einkalíf - ekki opinberir aðilar og ekki almennir borgarar - og yfirvöldum er gert í stjórnarskránni að verja friðhelgi þess.


_____


Frekari útskýringar á hugtökum:

Upplýsingaréttur:
Þú hefur sem ríkisborgari rétt á að fá aðgang án undandráttar og án skilyrða að öllum gögnum sem þið opinbera safnar eða stendur straum af, svo framarlega sem það brjóti ekki gegn borgararéttindum annarra, s.s. friðhelgi einkalífsins og getu ríkisins til að verja borgararéttindi annarra.
Án upplýsingarréttar getur almenningur ekki tekið upplýstar ákvarðannir í lýðræðissamfélagi.

Friðhelgi einkalífs:
Þú hefur meðfæddan rétt til að hafa þitt einkalíf í friði. Allar upplýsingar um þig sem ekki varða vernd á borgararéttindum annarra hefur engin rétt á að fara með án þíns leyfis.
Án friðhelgi einkalífssins er hætt við því að fólk ritskoði sjálft sig. Það þorir ekki að gera eða segja það sem til þarf til að verja sín réttindi. Þetta kemur hvað skýrast fram í mikilvægi leynilegra kosninga.


Bús í búðir er það sem koma skal.

Aldrei hef ég komið frá spjalli við Vilhjálm Árnason efins um hans einlægni. Hann er skýr í orði og skilur stjórnmálanlegan veruleika. Lesandi þessa frétt er ljóst að hann hefur undirbúið rök og réttlætingar fyrir málinu vel. Með þessu útspili og almennt frjálslyndri afstöðu hans og stöðu sem fyrrum lögreglumaður mun hann ná til stórs hóps ungra kjósenda, ef flokkurinn stendur ekki í vegi fyrir honum. Þess vegna trúi ég að honum takist að fá þetta frumvarp samþykkt


mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkniefnalöggjöf sem rukkar samfélagið og refsar sjúklingum.

Meðalið sem Alþingi skrifaði upp á til að fækka fíkniefnaneytendum hefur í besta falli sannað að það tekur meira en fjörutíu ára til að virka. Samfélagið og veikustu borgarar þess hafa hins vegar þurft að þola aukaverkanir refsistefnunnar allan þennan tíma.

Akaverkanirnar eru meðal annars:
1. Skattfrjáls undirheima markaður,
2. með öflugara dreyfikerfi en áfengisverslanir,
3. stjórnað af hættulegum glæpamönnum,
4. sem selja fíkniefni útþynnt af eitri á uppsprengdu verði,
5. til barna og unglinga,
6. áður en þeir ýta sjúkustu neytendunum út í vændi og glæpi,
7. samhliða því að rukka fjölskyldur þeirra með hnefanum
8. og valda háum kostnaði vegna löggæslu, trygginga og heilsugæslu,
9. greiddur úr vasa almennings,
10. í stað þess að fara í forvarnir og meðferðarúrræði sem hafa sannanlega fækkað fíkniefnaneytendum.

Það er kominn tími til að við þingmenn, eins og góðir læknar, skoðum aukaverkanir þess meðals sem forverar okkar skrifuðu upp á og afnemium löggjöf sem gerir fólk sem á við fíkn að stríða að glæpamönnum.

„Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri. Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur einlæglega og heiðarlega; virkar hún? Ef hún virkar ekki, höfum við hugrekki til að breyta henni?“ - Kofi Annan, World Economic Forum, janúar 2014.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband