90% kjósenda vilja heilbrigðiskerfið í forgang

HeilbrigðiskerfiðÞað er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata dagana 6 - 20 núna í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. 
 
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er veikburða eftir áralangt fjársvelti. Fækkun heilbrigðisstarfsmanna er sífellt sýnilegri hliðarverkun þess með auknu vaktaálagi heilbrigðisstarfsmanna sem eftir starfa. Ef ekki er forgangsraðað í fjárlögum til að hægt sé að veita þá lágmarksþjónustu sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnanna meta að sé nauðsynleg þá er hætt við því að ekki verði ráðið við þessar hliðarverkanir vanrækslu á heilbrigðiskerfinu. Veikir innviðir kerfisins, lág laun og aukið vaktaálag fækkar þá læknum og öðrum heilbrigðisstarfmönnum enn frekar þar til þeir sem eftir starfa standa ekki undir vaktaálaginu.
 
Þetta er hættuleg staða fyrir heilbrigði landsmanna sem hægt er að forðast ef stjórnarmeirihlutinn hlustar á forgangsröðun yfirstjórna heilbrigðiskerfisins og forgangsröðun landsmanna á eigin skattfé.

mbl.is Heilbrigðismál og menntamál í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Setja heilbrigðiskerfið i einkageiran og lækka skatta svo,fólk geti keypt sér tryggingar.

Rikisbaknið hefur aldrei rekið eitt eða neitt með viti, það,fer alltaf allt til helvítis endanlega.

kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 10.12.2014 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband