Lögreglustjórinn sem stóðst prófið

Þegar ráðherrar, þingmenn, dómarar og embættismenn telja sig vanhæfa í máli þá er reglan að segja sig frá því. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála ákvað þess í stað að skipta sér af rannsókn lögreglu sem beindist að henni sjálfri.

lo_776_greglustjo_769_rinn_i_769_reykjavi_769_k.pngÞað sorglegasta er að með þessum ítrekuðu kvörtunum og gagnrýni og beiðni um fundi og SMS sendingum á þáverandi lögreglustjórann í Reykjavík, Stefán Eiríksson, þá setti ráðherrann hann í klemmu sem hann sagði Umboðsmanni Alþingis að hann hafði aldrei áður staðið eða setið frammi fyrir. Klemmu sem hann losaði sig faglega úr, þó það hafi kostað hann mikið.

Fyrrverandi lögreglustjórinn í Reykjavík sýndi fagleg vinnubrögð í hvívetna í málinu svo líkum má að því leiða að hann hafi sagt af sér til að fjarlægja sig og embættið því máli. Stefán tapaði sjálfur lögreglustjóraembættinu og fórnaði eigin rödd því hann var þögull um málið og hefur ekki varið sig í umræðunni, en með því þá fórnaði hann ekki trausti embættisins og heldur sínum heiðri. 

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­irNýi lögreglustjórinn, Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, sem skipuð var án auglýsingar af ráðherra, dró embættið hins vegar aftur á bólakaf í lekamálið. Það myndi auka traust á lögreglunni og glæparannsóknum á Íslandi að fá Stefán aftur, ef núverandi lögreglustjórinn í Reykjavík neyðist til að segja af sér.


mbl.is Hanna Birna: Nú er mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er ekki hægt að líkja embættismönnum og pólitískum ráðherra saman,Stefán fórnaði engu,enda hafði hann sótt um annað embætti.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2014 kl. 18:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Þór. Ef ég man rétt,(samkvæmt opinberum fréttaflutningi), þá hafði Stefán sótt um önnur störf löngu áður en til afsagnar hans kom. Við verðum að vera vakandi, og samkvæm því sem við vitum best hverju sinni. Það er allra hagur að fylgja sannleikanum og samviskunni eftir bestu getu. Það er að segja ef við þorum því.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2014 kl. 22:26

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já ok Anna. Sammála því. Geturðu sett inn link í heimildir.

Eitt vitum við þó um Stefán. Þegar honum leist ekki á þrýstinginn frá ráðherra varðandi rannsóknina þá fór hann til ríkissaksóknara í stað þess að taka þátt í leiknum eins og margir aðrir opinberir aðilar hafa gert í þessu leka máli.

Jón Þór Ólafsson, 21.11.2014 kl. 22:47

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hver veit hvort hann segir satt,var samtalið tekið upp? Hann fór til pólitísks samherja og vitað er að embættismenn eru ekki að vinna eftir viðtækum reglum. Það má lesa í bloggi Gunnars Hreiðarssonar,sem bendir á það augljósa að manninum átti að snúa til landsins sem hann kom frá. Þessi mistök verða að rannsakast.

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2014 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband