Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Við fjölskyldan höfum skoðað búsetuna á Stúdentagörðunum.

Við fjölskyldan höfum skoða búsetuna á Stúdentagörðunum, og finnst
rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda.

Það þykir almennt réttmætt að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og nú líða bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að ég yrði áfram í þingstarfinu. Við fjölskyldan flytum því eins fljótt og verða má.

Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.

Það er búið að afnema að tekjur maka (utan fjármagnstekna) skerði lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum. Það var gott réttindamál. En enn búa eldri borgara við tekjuskerðingar vegna sambúðar og öryrkjar í sambúð einnig. Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.

Varðandi húsnæðisvandan á Íslandi þá er löngu kominn tími að ríki, sveitafélög og lífeyrissjóðir taki höndum saman og styðji með afsláttum af opinberum gjöldum og þolinmóðu fjármagni við byggingu íbúða hjá sjálfstæðum leigufélögum sem standa öllum opin. Markaðurinn er ekki að sinna þessu og það er krísa. Við Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR funduðum í síðustu viku til að finna leiðir til að þrýsta á þetta. Við látum ykkur vita meira um það í mánuðinum.


Það verður rannsókn á einkavæðingu bankanna allra.

Það er meirhluti á Alþingi fyrir rannsókn á einkavæðingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á bönkunum 2002.

Alþingi kallaði eftir því 2012. Benedikt fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar hefur kallað eftir því í vikunni. Valgeður Sverrisdóttir þávernadi ráðherra framsóknar líka. Meira að segja fyrrum kaupandi Landsbankans, Björgólfur Þór, hefur kallað eftir því.

Þeir sem vilja stöðva rannsóknina eru ekki í sterkri stöðu.


Réttmætt að landsmenn viti um raunverulega eigendur banka.

Mögulega vissu stjórnvöld og Alþingi ekki um blekkingar á eignarhaldi þeirra sem ríkið seldi eignarhlut í Búnaðarbankanum. Til að endurtaka ekki þau mistök þarf eignarhald þeirra sem kaupa í bönkum á Íslandi að vera gegnsærra.

Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar segir: "upplýsingaskylda opinberra aðila gagnvart almenningi efld. Ríkisstjórnin mun í öllum störfum sínum hafa í heiðri góða stjórnarhætti og gagnsæja stjórnsýslu."

Frumvarp Pírata um tilkynningarskyldu fjármálafyrirtækja kallar eftir þessu gegnsæi. Fyrirspurn mín (er í lestri á nefndarsviði, útbýtt á morgun) til fjármálaráðherra kallar eftir hans aftöðu um að landsmenn fái að vita hverjir séu raunverulegir kaupendur af eignarhlut ríkisins nýverið í Arion banka.

Svo er mikilvægt og í dag kölluðum við Smári McCarthy þingmaður Pírata eftir því að þingnefndir fái upplýsingar Fjármálaeftirlitsins um raunverulegt eignarhald aðilanna sem keyptu í Arion banka sem þingnefndir geta gert samkvæmt 51.gr. laga um þingsköp.

Í kjölfarið getur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gert athugun á ákvörðunum og verklagi fjármálaráðherra við söluna á hlutnum í Arion banka samkvæmt 8. lið 13.gr. laga um þingsköp, í ljósi reynslunnar frá rannsóknarnefndinni og í ljósi þess að eignarslóð kaupenda endar á aflandseyju. Og kallaði ég eftir því á opna fundinum sem horfa má að neðan.


mbl.is Kanna verklag ráðherra vegna sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir: Aðhald með yfirstjórn og valfrelsi sjóðsfélaga.

Sjóðsfélagar eru lögbundnir að greiða í lífeyrissjóð og hafa réttmæta kröfu um frelsi til að velja lífeyrissjóð til að greiða í og lýðræðislega þátttöku í að kjósa yfirstjórnir sjóðanna og víkja frá þeim sem misst hafa taust sjóðsfélaga.

Án kosningaréttar í stjórn lífeyrissjóðs skortir sjóðsfélaga bein áhrif á hagsmunagæslu sína í sjóði þar sem þeir hafa mikla hagsmuna að gæta.

Án valfrelsis launafólks í hvaða lífeyrissjóð lífeyrisgreiðslur þeirra fara eru markaðslögmál samkeppnis óvirk.

Linkur a stjörnugjöf okkar Ragnars Þórs Ingólfssonar nýkjörins formanns VR um góða stjórnarhætti lífeyrissjóða: Öruggari Lífeyrir


Tímalína Kjararáðsmálsins. (Uppfærð reglulega)

Málið snýst um:

„Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði” eins og segir í 8.gr. 2. mgr. laga um kjararáð.

Í greinargerð með frumvarpinu er ákvæðið útskýrt sem svo að:
“Þessu ákvæði er ætlað að mynda almenna umgjörð um ákvarðanir ráðsins í einstökum greinum og veita þannig aðhald” svo „að ekki sé hætta á að úrskurðir [Kjararáðs] raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu [...] [Kjararáð] ber þannig að hafa hliðsjón af launastefnu á vinnumarkaðnum en ekki móta hana“ og þar er sérstaklega ítrekað að: „Í frumvarpinu um kjararáð sem hér er gerð grein fyrir er fylgt sömu stefnu og hún reyndar ítrekuð [og] kveðið enn skýrar að orði um þetta efni.“

Úrskurður Kjararáðs um launahækkun Alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands 29.10.2016 hækkaði laun Alþingismanna um 45%. Ef litið er til launaþróunnar frá því lögin um kjararáð voru sett 2006 hafa laun þingmanna hækkað síðan þá um 13% umfram almenna launaþróun skv. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Kjararáð hefði mátt vita að “engin sátt” yrði um að “tekjuhæstu hópar samfélagins” fengju “tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi” eins og fram kom í ályktun ASÍ 24.08.2016. (sjá tímalínu að neðan) rúmum mánuði fyrir tugprósenta hækkun ráðsins á launum Alþingismanna.


Tímalína:

Staðan á vinnumarkaði fyrir úrskurð kjararáðs:

19.11.2015. Laun þingmanna, ráðherra og forseta hækka.

“Í úrskurði Kjararáðs segir að þar sem meginlínur í kjarasamningum séu nú orðnar skýrar geti ráðið úrskurðað um almenna launahækkun og lagt niðurstöðu gerðardóms um hækkanir BHM félaga og hjúkrunarfræðInga til grundavallar. Meðalhækkanir þeirra félaga nema 9,3% í ár [...]”

02.06.2016. Forseti ASÍ býst við bylgju leiðréttinga.

24.08.2016. ASÍ: Ályktun miðstjórnar ASÍ um úrskurði kjararáðs um hækkun launa embættismanna og forstöðumanna ríkisstofnana.

“Miðstjórn [ASÍ] mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs [...] tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi [...] gengur þvert á sameiginlega launastefnu sem samið var um á vinnumarkaði [...] kemur ekki til greina að tekjuhæstu hópar samfélagins fái sérstaka meðferð og deili ekki kjörum með almenningi í landinu - um slíkt verður engin sátt”

 

29.10.2016. Úrskurður Kjararáðs um launahækkun Alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands.

 

Fréttir af úrskurði kjararáðs:

31.10.2016. Frétt: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund.

31.10.2016. Frétt: Ákvörðun um 45 prósent launahækkun á kjördag.

31.10.2016. Viðtal: Jón Þór Ólafsson og Sigríður Anderssen ræða um hækkun Kjararáðs.

 

Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við hækkuninni:

01.11.2016. ASÍ: ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka.

01.11.2016. SA: Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði.

01.11.2016. VÍ: Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði.

01.11.2016. VR: Ályktun frá stjórn VR vegna úrskurðar kjararáðs.

01.11.2016. Framsýn: Vill að kjararáðs segi af sér.

01.11.2016. AFL: Allt virlaust út af Kjararáði!.

Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hefur verið boðuð á fund í dag vegna úrskurðar Kjararáðs í gær sem hækkaði laun alþingismanna, ráðherra og forseta um tugi prósenta. Hjördís Þóra, formaður AFLs, segir að símarnir hafi varla stoppað í morgun - þar sem óánægðir félagsmenn hafi hringt inn og krafist aðgerða. Hjördís segir að það sé verulega þungt í fólki og því finnist þessi hækkun ömurleg skilaboð á sama tíma og verið sé að boða efnhagslegan stöðugleika og höfða ábyrgðar launafólks.

Hjördís vildi minna á að í febrúar verður tekin afstaða til forsenduákvæða gildandi kjarasamninga og munu ákvarðanir kjararáðs nú og í haust væntanlega hafa veruleg áhrif á viðhorf samninganefndar verkalýðshreyfingarinnar. Meðal þess sem einstaka félagsmenn hafa nefnt - er að launafólk allt leggi niður vinnu á tilteknum tíma og gangi út af vinnustöðum - en Hjördís segir að m.a. vegna ákvæða í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og vegna gildandi kjarasamninga geti félagið í sjálfu sér ekki hvatt til þess - enda myndi flokkast sem ólögmæt vinnustöðvun - en bætti við að þetta væri athyglisverð hugmynd.

02.11.2016. ASÍ: Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs.

“Í minnisblaði fundar ASÍ kemur fram að hækkanirnar komi til viðbótar við 7,2 prósenta launahækkun sem kjararáð úrskurðaði þann 1. júní sl. sem þýðir að þingfararkaup hefur síðastliðið ár hækkað um 55 prósent”

09.11.2016. ASÍ: Alþingi verður að breyta ákvörðun kjararáðs.

07.02.17. VR: Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga.

 

Viðbrögð kennara við úrskurði kjararáðs:

01.11.2016. Frétt: Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs.

02.11.2016. Frétt: Óásættanleg niðurstaða kjararáðs.

“Félag grunnskólakennara segir að ákvörðun kjararáðs [...] óásættanlega. Ekki sé nóg fyrir ríkisstjórnina að draga hækkunina til baka, hún verði að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. [...] grunnskólakennarar hafa tvívegis hafnað kjarasamningi m.a. vegna þeirra launahækkana sem í boði hafa verið. Ítrekað hafi komið fram í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélag launaþróun kennara og stjórnenda innan KÍ skuli vera 30,5 prósent í heildina á árabilinu 2013-2019. Ekki sé svigrúm til að fara út fyrir þann ramma. „Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á.””

02.11.2016. Frétt: Ræða hópupp­sagn­ir eða „veik­indi“.

03.11.2016. Frétt: Kennarar íhuga uppsagnir.

03.11.2016. Frétt: Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir.

04.11.2016. Frétt: Kennarar mjög reiðir vegna kjararáðs.

04.11.2016. Frétt: Kennarar farnir að segja upp.

 

Viðbrögð félagasamtaka við úrskurði kjararáðs:

01.11.2016. ÖBÍ: ÖBÍ harmar ákvörðun kjararáðs.

 

Viðbrögð stjórnmálamanna við úrskurði kjararáðs:

01.11.2016. Stjórnmálamenn fordæma launahækkun.

02.11.2016. Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“.

„Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Þangað til þá sé ég til þess að hækkunin renni ekki í minn vasa.“

02.11.2016. Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“.

03.11.2016. Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs.

08.11.2016. Grein eftir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ): Svona afnemum við launahækkun þingmanna.

 

Ný lög um kjararáð:

19.11.2016. Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót.



Viðbrögð í forsætisnefnd við úrskurði kjararáðs:

21.12.2016. 825. fundur forsætisnefndar Alþingis, dagskrárliður ‘1.Þingfararkostnaður.’:

Jón Þór Ólafsson 3ji varaforsti forsætisnefndar um tillögu um lækkun forsætisnefnar á kjörum þingmanna:
“Vil minna á að meðallaun í landinu eru 620.000 krónur. Það er til sóma að bregðast svona við ákvörðun kjararáðs að lenda á stað þannig að laun og kjör þingmanna hækki ekki umfram almenna launaþróun.”

“Kalla eftir að við fáum tölur frá fjármálaráðuneytinu um hækkun þingmanna umfram almenna launaþróun. Alþingi tók ákvörðun með lögum um að laun þeirra skyldi ekki hækka umfram almenna launaþróun. Kjararáð sem var falið að framkvæmalögin fór fram úr því. Hér getur forsætisnefnd lagt til að Alþingi tryggi að laun og kjör þingmanna hækki ekki umfram almenna launaþróun.”

05.01.2017. Vefpóstur Jón Þór Ólafsson 3ja varaforseta forsætisnefdar til ritara forsætisnefndar:

Óskað er að ummæli JÞÓ frá fundi forsætisnefdar 21.12.2016 verði bókuð í fundargerð.
Slíkt er skilt sé þess óskað skv. 3 og 4. gr. reglna um fundargerðir forsætisnefndar.

16.01.2017. Bókun Jón Þórs Ólafssonar í forsætisnenfnd:

„Alþingi tók ákvörðun með lögum um að laun þingmanna skyldu ekki hækka umfram almenna launaþróun. Kjararáð sem var falið að framkvæma lögin fór fram úr því. Forsætisnefnd getur lagt til að Alþingi tryggi að laun og kjör þingmanna hækki ekki umfram almenna launaþróun. Það væri skynsöm leið til sátta sem Píratar styðja, og munu leggja fram sjálfir ef forsætisnefnd tekst það ekki.“

31.01.2017. Forsætisnefnd lækkar kjör þingmanna. Bókun Jón Þórs við ákvörðunina:

„Fyrir hönd Pírata samþykki ég að kjör þingmanna verði lækkuð eins og tillagan kveður á um en bóka að hún gangi ekki nógu langt til að ná markmuðum verkefnisins til forsætisnefndar frá formönnum allra flokka á Alþingi að skapa sátt um laun og kjör þingmanna, þar sem launafólk þarf að sætta sig við viðmið launa frá 2013 meðan að viðmiðið um laun og kjör þingmanna er notast við viðmið ársins 2006.“

 

Fréttir af viðbrögðum Alþingis við úrskurði kjararáðs:

23.12.2016. Ný lög um kjararáð tóku ekki á launum þingmanna.

“„Þessi lagasetning breytir engu um gagnrýni okkar á úrskurði kjararáðs í ár. Það mál er á ábyrgð Alþingis og við teljum að Alþingi eigi að bregðast við þessum úrskurðum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. [...] „Það er ekki hlutverk þeirra sem sitja í kjararáði að vera mótandi á vinnumarkaði né að valda usla á vinnumarkaði. Bregðist Alþingi ekki við úrskurðum ráðsins verða afleiðingar úrskurðanna á ábyrgð Alþingis,“ segir Gylfi. Hann segir að viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs muni verða forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári.”

Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Kjararáð undanfarið ekki hafa tekið tillit til þróunar kjara á vinnumarkaði og það breyti engu þó að í umræðum þingmanna hafi verið áréttað að kjararáð skyldi ætíð fylgja þróun kjara á vinnumarkaði. „Það liggur þá fyrir að það verður ekki komið til móts við þá gagnrýni sem aðilar vinnumarkaðarins lögðu fram,“ segir Hannes um lagasetninguna.

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir það ljóst að þetta frumvarp leysi ekki þau vandamál sem skapast hafa vegna úrskurða kjararáðs á árinu.

27.12.2016. Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna.

28.12.2016. Enginn vilji til að hrófla við úrskurði kjararáðs.

16.01.2017. Ógagnsæjar greiðslur til þingmanna.

31.01.2017. Forsætisnefnd lækkar greiðslur til þingmanna.
01.02.2017. Starfskjör þingmanna rýrð um 150 þúsund.
01.02.2017. Jón Þór Ólafsson: Vill lækka laun þingmanna.


Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins eftir lækkun forsætisnefndar á greiðslum þingmanna.

02.02.2017. Frétt Vísir: Gagnrýna viðbrögð við úrskurði kjararáðs: „Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu“.

Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Miðstjórn ASÍ minnir á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám.”

“Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að ákvörðun forsætisnefndar Alþingis um að lækka starfstengdar greiðslur til þingmanna mæti ekki gagnrýni stéttarfélagsins á úrskurð kjararáðs frá því október síðastliðnum en þá hækkaði þingfararkaup um tæp 45 prósent.”

02.02.2017. BSRB: Þingmenn bregðast ekki við gagnrýni.

“Breytingar á starfstengdum greiðslum geta ekki komið til móts við gagnrýni á þá launahækkun sem kjararáð veitti þingmönnum á kjördag. Það að forsætisnefnd þingsins skuli fara þessa leið til að bregðast við gagnrýni bendir þó til þess að starfstengdu greiðslurnar séu að einhverju leiti ekki annað en launauppbót sem þingmenn ákveða sér sjálfir.”

07.02.2017. Frétt VB: Óvíst að kjarasamningar haldi.

ASÍ, Efling og Rafiðnaðarsambandið:

“„Það verður örugglega snúið að eiga við þetta," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar og varaforseti ASÍ í samtali við blaðið um lækkun kostnaðargreiðslna á móti launahækkunum þingmanna. „Það sem lagt var til af hálfu forsætisnefndar er ekki að leysa þetta mál." Einnig er vitnað í Kristján Snæbjörnsson formann Rafiðnaðarsambandsins í blaðinu sem á heldur ekki von á að ákvörðun forsætisnefndar um lækkun kostnaðargreiðslanna muni duga til.”

07.02.2017. Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga.

Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR: “Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst.”

16.02.2017: Rafiðnaðarsambandið: Staða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

“Varðandi það hvort kjarasamningar hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð þá er ekki búið að greina þá stöðu fullkomlega en það segir sig sjálft að úrskurðir kjararáðs undanfarið ár setja strik í reikninginn því hækkun alþingismanna upp á tæp 45% og hækkun launa hjá embættismönnum og æðstu stjórnendum ríkisstofnanna á síðasta ári eru langt umfram þær launahækkanir sem kjarasamningar kveða á um. RSÍ hefur kallað eftir því að úrskurðirnir verði leiðréttir þannig að þeir fylgi sambærilegri línu og almenningur fær en forsætisnefnd Alþingis hefur örlítið dregið úr hækkunum en sú leiðrétting var í raun langt frá því að duga til.”

21.02.2017. Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ.

“Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin.”

“„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.”

„Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjara­ráðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA.

“„Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.”


mbl.is Vilja lækka launin með lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjararáðsmálið. Hætta á uppsögn kjarasamninga.

Staðan rétt eftir miklar hækkannir kjararáðs á launum ráðamanna á kjördag.

SAASÍHeildarsamtök bæði launþega og atvinnurekenda hafa krafist þess að Alþingi hafni hækkun launa frá Kjararáði.
- Samtök Atvinnulífsins segja að: „Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði [og] skora á nýtt Alþingi að hafna nýlegum ákvörðunum kjararáðs og leggja málið í sáttaferli.“ 
- Alþýðusamband Íslands sagði að: „ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka [...] Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.“


Viðbrögð Alþingis við hækkuninni er ekki nóg.

Forsætisnefnd fékk fyrir jól það hlutaverk frá formönnum allra flokka á Alþingi að endurskoða kjör þingmanna til að stuðla að sátt um laun þingmanna. 
Fyrir þremur vikum lækkaði forsætisnefnd loks kjör þingmanna inn fyrir mörk um almenna launaþróun frá 2006. Ég varaði þar við að þetta væri ekki nóg á meðan aðrir launþegar þurfa að miða við hækkun frá 2013. Viðvörunin var borin upp munnlega, og bókuð og skjalfest. Forsætisnefnd ætlar í framhaldinu að endurskða þetta heildstætt (sem þýðir að málið getur auðveldlega tafist út í hið óendanlega).


Staðan núna, rúma viku í mögulega uppsögn kjarasamninga.

RÚV fréttMiðstjórn ASÍ minnir áfram á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám. Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Það er rúm vika til stefnu fyrir Alþingi. Eftir það gætu kjarasamningar þorra launafólks verið brostnir, með tilheyrandi óstöðuleika fyrir allt hagkerfið.

Fyrr í mánuðinum benti ég á í fréttum að ef aðilar vinnumarkaðarins segja að úrskurður Kjararáðs hafi valdið eða geti enn þá valdið upplausn á vinnumarkaði er ljóst að Alþingi þurfi að bregðast við enn frekar. Það hefur nú gerst. 

Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Krafan er að Alþingi fyrirskipi Kjararáði að lækka launin með lögum, og ekki aðeins hjá þingmönnum, heldur ráðherrum, embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana einnig sem fengið hafa tugprósenta hækkun á síðasta ári. Annars verður það að hluta til á ábyrð Alþingis ef kjarasamningum verður sagt upp. Ef það gerist þá er ljóst að Kjararáð skapaði ekki aðeins hættu á að raskka kjarasamningum þorra launafólks (sem var lögbrot), ráðið var þá einn þeirra sem orsakaði uppsögn 70% kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og þá kæri ég Kjararáð.

Framhaldið, hvað er líklegt að gerist.

AlþingiVið Píratar höfum lagt fram frumvarp sem (eins og 2008) fyrirskipar kjararáði að lækka laun alþingismanna og ráðherra fyrir 28. febrúar næstkomandi. Launalækkunin skal samsvara því að laun þeirra fylgi almennri launaþróun frá 11. júní 2013 og kjararáð skal svo eins fljótt og mögulegt er endurskoða kjör annarra er undir það heyra til samræmis. Eitt af tvennu mun svo gerast:

1. Kjarasamningar halda í lok mánaðarins og Forseti Alþingis hleypir málinu ekki á dagskrá. Hún ræður nema meirihluti Alþingis samþykkji annað. Við munum leggja til að fá málið á dagskrá.

2. Kjarasamningum þorra launafólks er sagt upp og náist þeir ekki aftur fyrir lok apríl byrja verkföllin. Meirihlutinn á Alþingi er þá meðábyrgur fyrir að setja kjarasamninga þorra launafólks í uppnám og hefur fram á vor til að bregðast við. Þá er orðið pólitískt mjög dýrt fyrir stjórnarþingmenn að halda í eigin launahækkun sem er að valda upplausn á vinnumarkaði en sætta sig ekki við og setja lög á verföll þegar þorri launafólks biður um sambærilegar hækkannir.

Í athugasemdunum að neðan er samantekt fyrir málsóknina.


Bjarni Ben forsætisráðherra neitar eftirlit Alþingis


Bjarni BenLög um þingsköp útfæra meðal annars eftirlitvald Alþingis með ráðherrum. Sem er eðlilega þar sem fyrsta grein stjórnarskrár Íslands segir "Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn."


Í 49 grein laganna segir að:
"Alþingi, þingnefndir og einstakir alþingismenn hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins."

Og í 19 greininni er skýrt að:
"Nefnd getur óskað eftir því að núverandi eða fyrrverandi ráðherra [...] komi á opinn fund og veiti nefndinni upplýsingar. Fari að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna fram á slíkan fund [sem hefur verið gert] skal formaður nefndarinnar leita eftir því með hæfilegum fyrirvara við þann sem beðinn er að koma á opinn fund að hann verði við því [...]"

Það er því ljóst að þingnefndin getur kallað Bjarna Ben á opin fund sem fyrrverandi fjármálaráðherra.

Fyrsta verk nýs forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, er að segja "Nei" við eftirliti Alþingis. Hann segist ekki ætla að mæta til að svara fyrir mögulega valdmisnotkun í starfi, þegar hann beið með að birta skattaskjólsskýrsluna fram yfir kosningar. Honum finnst réttara að hann sem ráðherra túlki hvort og hvenær Alþingi eigi að hafa eftirlit með því hvort hann sem ráðherra hafi misfarið með vald sitt.

Ef svona hegðun ráðherra fær að viðgangast þá skapast slæmt fordæmi sem skemmir fyrir eftirlitshlutverk Alþingis. Það munu skemma fyrir öllum þingstörfum.

Forsætisráðherra þarf að leiðrétta þessi mistök.

 


Lausn sem setur kjósendur í forgang.

Stjórnmálahefðin er að fyrir kosningar er kjósendum lofað og eftir kosningar svíkja flokkar til að komast í ríkisstjórn.

Píratar hafna þessari hefð og bjóða upp á lausn sem setur kjósendur í forgang:

Að flokkarnir segi kjósendum fyrir kosningar hvað þeir ætli að gera saman eftir kosningar ef þeir fara í stjórn saman.

Sjálfstæðisflokkurinn getur og mun einhvern tíman stjórna landinu aftur. Sú stjórn verður farsælli eftir að búið er að leiða í lög öflugar varnir gegn spillingu og að efla samkeppni- og skattaeftirlit í landinu.

Vinstri Grænir og Samfylkingin hafa sýnt að þau geta líka stýrt landinu í gegnum stærstu efnahagskrísu síðari tíma. En flokkarnir sviku kjósendur ítrekað til að geta starfað saman.

Björt Framtíð og Viðreisn vilja breytingar í stjórnmálum. Þetta er breyting sem setur kjósendur í forgang.

Með þessari leið missa flokkarnir ákveðið svigrúm til að svíkja kosningaloforðin til að komast í ríkisstjórn. Eftir 11 daga (tvo daga í kosningar) kemur í ljós hvaða flokkar eru tilbúnir að svíkja kjósendur til að komast frekar til valda og hvaða flokkar setja kjósendur í forgang.


mbl.is Píratar útiloka stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónuleg ábyrgð yfirstjórnenda eflir samkeppni

Samkeppniseftirlitið






Við Píratar funduðum með forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem sagði okkur þrjú mikilvæg atriði um skort á virkri samkeppni og leiðir til að efla hana:

1. “Skortur á samkeppni hækkar verð um 20 til 50%.”
Helsti sérfræðingur heims í samkeppnismálum John M. Connor sem kom á ráðstefnu í boði Samkeppniseftirlitsins í upphafi kjörtímabilsins segir 45%.

Fákeppnin á Íslandi og lítil varnaðaráhrif lágra sekta vegna samkeppnislagabrota þýðir að við eru í hærri prósentunum. Einn þriðji af verðinu sem þú borgar úti í búð er vegna skorts á samkeppni. Það er allt af tvöfallt meira en virðisaukaskatturinn.

2. “Það eru ekki nógu háar sektir til að tryggja varnaðaráhrif [fælingaráhrif gegn brotum].”
Samkeppniseftirlitið var líka sammála að á fákeppnismarkaði eins og Íslandi hafa sektir almennt minni varnaðaráhrif en við virka samkeppni. Við sáum það líka grímulaust um daginn að Ari Edwald forstjóri Mjólkur Samsölunnar (MS) sagði bara að ef þeir fái sekt þá borga neytendur hana bara. Ari er jafnframt formaður Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins sem móta m.a. stefnuna um starfsumhverfi MS.

MS neitar að vera markaðsráðandi en þarna uppfyllti forstjórinn fyllilega lagaskilgreiningu þess að vera markaðsráðandi (4.gr.): “Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda.

Það sem Samkeppniseftirlitið segir að muni auka varnaðaráhrifin er meiri persónuleg ábyrgð yfirstjórnenda. Í Bretlandi eru lög um að yfirstjórnendur sem brjóta samkeppnislög er bannað að sitja í stjórnum fyrirtækja og stofnanna. Þetta myndi bíta hér því þetta eru fáir aðilar sem manna flestar stjórnir fyrirtækja í landinu. Að auðvelda skaðabótamál neytenda og fyrirtækja sem verða fyrir fjárhagsskaða af samkeppnisbroti myndi líka efla varnaðaráhrifin til muna.

3. “Hver króna kemur 2,5 sinnum til baka.”
Sektir Samkeppniseftirlitsins einar og sér borga meira en tvöfalt fyrir starfsemina. Þá er ekki talið hagkvæmin fyrir samfélagið og lægra vöruverð til neytenda vegna virkari samkeppni sem Samkeppniseftirlitið stuðlar af. Samt fær Samkeppniseftirlitið ekki nægt fjármagn til að geta stuðlað að virkri samkeppni. Þau þurfa helmingi fleira starfsfólk vegna gríðarlegrar fjölgunar fyrirtækja ef við viljum virka samkeppni. Og við viljum virka samkeppni.


Þetta er lítið mál að laga. Til þess þarf kjörna fulltrúa sem eru ekki háðir sérhagsmunaaðilum sem eru ráðandi á markaðinum á Íslandi í dag.

Þess vegna starfa ég fyrir neytendur, smærri fyrirtæki og virka samkeppni í gegnum Pírata.

 


SDG í stríði við eigin stjórnarflokka um kjördag.

simmi_ska_769_k_og_ma_769_t.pngSjálfstæðisflokkurinn hefur í vikunni teflt fram forustu flokksins gegn áformum Sigmunar Davíðs að hætta við haustkosningar. Af þeim sex eru m.a. formaður þingflokksins Ragnheiður Ríkarðs og Einar K. Forseti Alþingis sem segir haustkosningar loforð:

Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið.

En orð eru ódýr í stjórnmálum. Ef loforðin færa stjórnmálamanninum meiri völd en hann tapar við að svíkja þau, þá er hvati fyrir hann að lofa og svíkja.

Sigurður Ingi forsætisráðherra sem hefur valdheimildina til að rjúfa þing segir að það verði boðað til kosninga í haust nema allt verði sett "í bál og brand."

Og í dag segir Bjarni Ben formaður samstarfsflokksins að "ákveða verði kjördag sem fyrst."

Sigmundur Davíð virðist því vera rokinn aftur af stað án þess að tala við formann samstarfsflokksins, forseta Alþingis eða forsætisráðherra eigin flokks. Hann hýfir upp umræðu um haustkosningar sem forystusveit stjórnarflokkanna reynir nú að róa. Sigmundi fékk ekki forsætisráðherra Framsóknar til að styðja framhlaup sitt um að hafna haustkosningum og er því berskjaldaður og Höskuldur stillir sér upp til að máta hann.

Eitt er víst. Ef haustþing er sett þá segir stjórnarskráin að fyrst mál skuli vera fjárlög og þau þarf að klára til að ríkið geti greitt reikningana sína 1. janúar. Svo ef þing er ekki rofið fyrir upphaf haustþingsins, sem hefst í byrjun september, þá minnka líkurnar verulega á haustkosningum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband