Það verður rannsókn á einkavæðingu bankanna allra.

Það er meirhluti á Alþingi fyrir rannsókn á einkavæðingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á bönkunum 2002.

Alþingi kallaði eftir því 2012. Benedikt fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar hefur kallað eftir því í vikunni. Valgeður Sverrisdóttir þávernadi ráðherra framsóknar líka. Meira að segja fyrrum kaupandi Landsbankans, Björgólfur Þór, hefur kallað eftir því.

Þeir sem vilja stöðva rannsóknina eru ekki í sterkri stöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir að Davíð hafi mælt fyrir því að bankarnir yrðu þjóðareign með mjög dreifðu eignarhaldi. Hámark 3% á hluthafa. Hann varð undir í þeirri glimu af einhverjum ástæðum.

Það er alveg klingjandi klárt að við einkavæðingu Búnaðarbankans var beitt klækjabrögðum og stjórnmálamenn sem aðrir blekktir. Ef ég man rétt þá var Davíð ekki sáttur við málin og fór og lokaði reikningi sínum þar fyrir augum fréttamanna. Kannski var það pílatusarþvottur, kemur í ljós, en ég held að hann hafi grunað að ekki væri allt með felldu. Sambandsmafía framsóknar hafði yfirhöndina. Það verður ekki hægt um vik að ná fram öllum sannleikanum að Halldóri gengnum.

Hef engan hitt enn sem ekki er á því að fá öll spil upp á borð og vitneskju um hvað átti sér stað, hver sem á sök eður ei. Samfó ekki undanskilin, sem var varðhundur nokkurra þeirra glæframanna sem í hlut áttu.

Þetta mál er stærra en Davíð og Halldór og lýðskrum eitt að halda nöfnum þeirra einna á lofti þegar þetta er rætt. 

Maður kemst ekki hjá að spyrja: af hverju nú fyrst eftir tíu ár er þetta svona aðkallandi? Hvað tafði að tekið yrði á þessu strax? Hvað var byltingarstjornin að pæla? Málin eru fyrnd. Enginn verður dregin til dóms. 

Verður þetta næsta selling point Pírata? Er það ekki soldið seint í rassinn gripið? Er málefnaskorturinn að plaga ykkur enn eina ferðina?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.4.2017 kl. 04:43

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein tillaga um málefni:

Hvað um að aðskilja þjónustu og fjárfestingarstarfsemi banka, nú þegar verið er að ganga í einkavæðingu þeirra? Það frumvarp hefur sofið uppi í ráðumeyti síðan skömmu eftir hrun. Skilst að það sé flókið vegna veru okkar í EES. Fjórfrelsið vill engar hömlur.

Hvað um lagasetningu sem heimtar algert gagnsæi við sölu ríkiseigna og hertar kröfur um skilyrði og upplýsingaskyldu kaupenda?

Hvað um bindiskylduna, sem Davið var kennt um að afnema? Menn ræða það nú í sjálfshelgunaranda vitandi að það gengur líka gegn fjölþóðasamkomulagi okkar við efnahagsbrandaralagið.

Hvað um stýrivaxtastigið sem heldur öllum vöxtum uppi í rjáfri og á að slá á þenslu en virkar öfugt sem fyrr, þannig að hingað streyma erlendir aurar í leit að náttstað í hagstæðasta vaxtaumhverfi heims. Höftin að fara og vogunarsjóðirnir verða búnir að kaupa okkur út aður en nokkur fái ráðið við neitt. Skammtímahyggja landans sér um það. Her verðum við leiguþý lénsherra. Þegar að verða það á húsnæðismarkaði.

Allavega talið hærra um eitthvað sem er relevant í dag. Eitthvað til verndar litla manninum ef illa fer. Teiknin eru á lofti og greiningadeildir bankanna keppast nú við að segja okkur að nú sé þetta allt öðruvísi en síðast. Sérðu reykinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.4.2017 kl. 05:04

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleymum ekki að það var viðskiptabanka starfsemin sem fór á hausinn í hruninu ekki fjárfestingar starfsemin.

Ragnhildur Kolka, 1.4.2017 kl. 11:02

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar athugasemd hjá Jóni Steinari.

Tek undir hvert orð.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.4.2017 kl. 11:21

5 identicon

Sæll Jón þór - og þið önnur, gesta hans !

Jón Þór !

Finnst þér ekki: NÓGSAMLEGA komið, af innihaldslausu blaðri ykkar þingmanna / um þetta: og hitt ?

Glæpa spírur Banka- og Lífeyrissjóða kerfanna, auk þorra íslenzka embættismanna liðsins / fyrir: og eftir árið 2003, sem hingað til, á að gefa kosti : Gapastokka til mánaða hangs - eða þá útlegðar VARANLGRAR og upptöku vegabréfa þessa liðs, meðfram upptöku þess þýfis, sem þetta hyski hefir í fórum sínum hér á landi, sem og á Totóla og Cayman eyjum, sem og all víðar, reyndar.

Kjararáðs meðlimi: sem og EILÍFÐAR afætuna Gylfa Arnbjörnsson og söfnuð hans, ætti svo að skaffa SÉR meðferð, ekki síður !!!

Með kveðjum: þó í þurrara lagi séu - af Suðurlandi /

e.s. Með örlítilli von um: að þú þorir að svara mér einhverju Jón Þór. Björn Leví Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson: EINIR ykkar þingmanna til þessa, hafa þó einurð til að svara mér um tiltekna hluti, sbr. bardaga minn við Lífeyrissjóða Mafíuna, t.d. hinn kostulega Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda // en þar hefi ég einungis Tölvupósts vettvang minn, með Harmageddon liðveizlu Frosta og Mána (20. Marz, s.l.), til þess að berja á liðinu, síðan Hádegis móa menn (Mbl. menn) lokuðu aðgengi minnar síðu, í Janúar í hitteð fyrra ///    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 13:06

6 identicon

.... Tortóla: átti að standa þar, vitaskuld.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2017 kl. 13:34

7 identicon

Sæll Jón.

Við þurfum öllu öðru fremur að
vita hverjir eru kaupendur Aríonbanka.

Viljir þú rannsaka eitthvað þá í öllum bænum
linntu ekki látum fyrr en þú veist sjálfur
hverjir eru hinir raunverulegu kaupendur
Aríonbanka.

Engu er líkara en verið sé að leika
sama leikinn frá því 2003; leynd, pukur
og dansað á línu hins ómögulega með því
að komast hjá öllu eftirliti.

Það er bjarnískur ómöguleiki að þetta standist
og allt eins víst að þeir sem glöddu okkur hvað
mest á árinu 2008 séu þarna líka á ferð.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband