Bjarni Ben forsætisráðherra neitar eftirlit Alþingis


Bjarni BenLög um þingsköp útfæra meðal annars eftirlitvald Alþingis með ráðherrum. Sem er eðlilega þar sem fyrsta grein stjórnarskrár Íslands segir "Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn."


Í 49 grein laganna segir að:
"Alþingi, þingnefndir og einstakir alþingismenn hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins."

Og í 19 greininni er skýrt að:
"Nefnd getur óskað eftir því að núverandi eða fyrrverandi ráðherra [...] komi á opinn fund og veiti nefndinni upplýsingar. Fari að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna fram á slíkan fund [sem hefur verið gert] skal formaður nefndarinnar leita eftir því með hæfilegum fyrirvara við þann sem beðinn er að koma á opinn fund að hann verði við því [...]"

Það er því ljóst að þingnefndin getur kallað Bjarna Ben á opin fund sem fyrrverandi fjármálaráðherra.

Fyrsta verk nýs forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, er að segja "Nei" við eftirliti Alþingis. Hann segist ekki ætla að mæta til að svara fyrir mögulega valdmisnotkun í starfi, þegar hann beið með að birta skattaskjólsskýrsluna fram yfir kosningar. Honum finnst réttara að hann sem ráðherra túlki hvort og hvenær Alþingi eigi að hafa eftirlit með því hvort hann sem ráðherra hafi misfarið með vald sitt.

Ef svona hegðun ráðherra fær að viðgangast þá skapast slæmt fordæmi sem skemmir fyrir eftirlitshlutverk Alþingis. Það munu skemma fyrir öllum þingstörfum.

Forsætisráðherra þarf að leiðrétta þessi mistök.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Skemma? Aha það er að minnsta kosti 2 stjórnarskrárbrot vinstri ríkisstjórnar frá 2009-2013.Hvar var Pirataliði þá?Bjarni hefur ekki brotið stjórnarskrá, en ég spyr hvernig ber að skilja þessa setningu?; "Hann segist ekki ætla að mæta og svara fyrir vanrækslu að byrja skattaskjólsskýrsluna fyrir kosningar. Byrja hvað?; að semja lesa sýna brenna.  

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2017 kl. 00:06

2 Smámynd: Jack Daniel's

Ef Bjarni heldur áfram að þrjóskast við að mæta, þá bara draga hann í járnum fyrir nefndina eða lýsa vantrausti á hann í þinginu.

Jack Daniel's, 18.1.2017 kl. 07:18

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Barnaleg pólitík síðuritara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2017 kl. 10:30

4 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Þór !

Farðu nú: að efna LOFORÐ þitt til landsmanna, frá því í Októberlok s.l., um þátt þinn: í niðurfellingu Kjararáðs hneykslisins (29. Október 2016), varðandi hækkunina til ykkar þingseta / og annarra ýmissa á ríkisjötunni, Malbikunarfræðingur ágæti. !!!

Heimir Lárusson Fjeldsted: gamli spjallvinur á Mbl. vefnum.

Gleymdu ekki Heimir minn - að nefna pólitík Engeyinga þjófa bælisins (Vafningar / FALSONar / Macaó skúmaskot / og Panama og Tortólu skjólbeltin, t.d.), áður en þú kastar Bjúgverplinum að Jóni Þór, fremur ístöðulitlum síðuhafanum, Heimir minn.

Ísland: er í 1 orði sagt HÁSKALEGT þjófabæli ræningja deilda embættis- og stjórnmála púkanna / OG FÁUM AÐ TREYSTA í dag, gott fólk !!!

Með kveðjum samt: sem áður - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2017 kl. 21:15

5 identicon

Ég nenni ekki að lesa þennan pistil þar sem Alþingismaður birtir falsaða mynd í annarlegum tilgangi og sýnir þar með með eindæmum barnalega pólitíska tilburði.  

Hvernig væri að þið rædduð EFNI þessarar skýrslu í þessari nefnd og frædduð okkur síðan um það í stað þess að vera að þessum tilgangslausa bægslagangi. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2017 kl. 21:51

6 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Sigrún Guðmundsdóttir !

Jú: um að gera að hrista upp í Helvítis foraðinu, eins og frekast er kostur / og í því tilliti mætti alveg stappa Stálinu í Jón Þór enn frekar, til þeirra hluta, hvað það snertir.

Löngu orðið tímabært: að valdastéttin hérlendis átti sig á því, að hún er ekkert heilagri, en hyski Loðvíks XVI. suður í Versölum (1789 - og árin þar á eftir) forðum, Sigrún mín !!!

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2017 kl. 21:58

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já það er rétt að skemmtinlega fótósjoppuð mynd af Bjarna truflaði umræðuna um hættulega aðför forsætisráðherra að eftirlitshlutverki Alþingis. Ég skipti því út mynd. Takk fyrir ábendinguna.

Jón Þór Ólafsson, 19.1.2017 kl. 01:01

8 identicon

Það var svo sjálfsagt Jón Þór.  Svona "skemmtilegheit" eru ekki okkur samboðin, sama hver á í hlut og rýra innihald orða. 
Sem eru nú líka heldur rýr í þessum pistli. Hann er uppfullur af orðaleppum sem þið Píratar hangið á eins og hundar á rýru roði og skemmið sjálf störf Alþingis og sýnið sjálf tilraun til valdmisnotkunar. 
Það skilja allir sem vilja skilja tímalínuna og orð umboðsmanns Alþingis og nú er kominn tími til að ræða EFNI skýrslunnar. 
 


Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 08:28

9 identicon

Sæll Jón.

Pólitískar nefndir Alþingis afmarkast
af hinu pólitíska sviði enda sýna ívitnaðar
greinar það glögglega.

Að öðru leyti leika menn ping-pong við heimilisköttinn!

Fyrirsögn þessa pistils er illskiljanleg
og því má segja að málfræðivilla þar skipti engu máli.

Húsari. (IP-tala skráð) 20.1.2017 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband