Bjarni Ben lofaði líka heilbrigðismálum í forgang 2013.
17.7.2016 | 10:17
Núna þegar formaður Sjálfstæðisflokksins lofar heilbrigðismálunum í forgagn "á næsta kjörtímabili" er gagnlegt að vega og meta hversu líklegt er að hann standi við þetta kosningaloforð, sem fokkurinn hans gaf líka fyrir síðustu kosningar.
Fyrir síðustu kosningar samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins "að leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi. Örugg heilbrigðisþjónusta, góð menntun og trygg löggæsla skal vera í forgrunni."
Fyrsta flokks heilbrigðiskerfi er í forgangi hjá 90% lands manna í könnunum sem Gallup hefur gert fyrir þingflokk Pírata síðustu 3 ár. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar sýnt það aftur og aftur að þeir forgangsraða öðru fyrst.
- Lægri veiðigjöld fyrir sjávarútvegsfyrirtækin hefur meiri forgang.
- Það hafði afnám auðlegðarskattsins líka.
- Lækkun skatta á álfyrirtækin var forgangsverkfni fjármálaráðherra 1. maí á síðasta ári.
- Svo vildi hann lækka skatta í stað þess að forgangsraða því svigrúmi sem lægra vaxtabyrði ríkissjóðs skapar til að halda í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi.
Það er kýr skýrt að örugg heilbrigðisþjónusta er ekki í forgrunni hjá þessari ríkisstjórn eins og lofað var fyrir síðustu kosningar.
![]() |
Heilbrigðismálin í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Davíð búinn. Grín með stríðsfórnarlömb er útslagið.
23.6.2016 | 15:04
Davíð Oddsson setti Ísland á lista hinna viljugu bandamanna í Íraksstríðinu.
Þjóðirnar á listanum voru samábyrgar fyrir stríðinu samkvæmt George Bush.
Stríðið var ólöglegt samkvæmt Kofi Annan aðalritara Sameinuðu Þjóðanna.
Davíð sem sækist eftir því að verða forseti Íslands gerir ábyrgð sína og tölu látinu í stríðinu að hlátursefni á kosningafundi í gær; aðeins þrjá daga í kosningarnar.
Íslendingar munu ekki velja slíkan mann sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi. Þetta er búið hjá Davíð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2016 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna: "Íraksstríðið ólöglegt."
8.6.2016 | 12:17
Kofi Annan sem Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna sagði innrásina í Írak: "ekki samræmast sáttmála Sameinuðu Þjóðanna, frá okkar sjónarhorni, og frá sjónarhorni sáttmálans þá var hún ólögleg."
Sáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland hefur verið aðili að frá 1946 heimilar ekki árás á annað fullvalda ríki nema það ríki hafi sjálf þegar ráðist á annað ríki. Í því ljósi heimiluðu Sameinuðu Þjóðirnar árás á Írak í persaflóastríðinu 1991 eftir að Írak hafði ráðist á Kúweit. Írak hafði ekki ráðist á annað ríki þegar bandalag hinna viljugu þjóða, með Ísland samábyrgt, hóf innrás í Írak 20. mars 2003
Rúmlega 76% landsmanna voru andvíg stuðningi Íslands við innrásina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2016 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)