Lausn sem setur kjósendur í forgang.

Stjórnmálahefðin er að fyrir kosningar er kjósendum lofað og eftir kosningar svíkja flokkar til að komast í ríkisstjórn.

Píratar hafna þessari hefð og bjóða upp á lausn sem setur kjósendur í forgang:

Að flokkarnir segi kjósendum fyrir kosningar hvað þeir ætli að gera saman eftir kosningar ef þeir fara í stjórn saman.

Sjálfstæðisflokkurinn getur og mun einhvern tíman stjórna landinu aftur. Sú stjórn verður farsælli eftir að búið er að leiða í lög öflugar varnir gegn spillingu og að efla samkeppni- og skattaeftirlit í landinu.

Vinstri Grænir og Samfylkingin hafa sýnt að þau geta líka stýrt landinu í gegnum stærstu efnahagskrísu síðari tíma. En flokkarnir sviku kjósendur ítrekað til að geta starfað saman.

Björt Framtíð og Viðreisn vilja breytingar í stjórnmálum. Þetta er breyting sem setur kjósendur í forgang.

Með þessari leið missa flokkarnir ákveðið svigrúm til að svíkja kosningaloforðin til að komast í ríkisstjórn. Eftir 11 daga (tvo daga í kosningar) kemur í ljós hvaða flokkar eru tilbúnir að svíkja kjósendur til að komast frekar til valda og hvaða flokkar setja kjósendur í forgang.


mbl.is Píratar útiloka stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónuleg ábyrgð yfirstjórnenda eflir samkeppni

Samkeppniseftirlitið






Við Píratar funduðum með forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem sagði okkur þrjú mikilvæg atriði um skort á virkri samkeppni og leiðir til að efla hana:

1. “Skortur á samkeppni hækkar verð um 20 til 50%.”
Helsti sérfræðingur heims í samkeppnismálum John M. Connor sem kom á ráðstefnu í boði Samkeppniseftirlitsins í upphafi kjörtímabilsins segir 45%.

Fákeppnin á Íslandi og lítil varnaðaráhrif lágra sekta vegna samkeppnislagabrota þýðir að við eru í hærri prósentunum. Einn þriðji af verðinu sem þú borgar úti í búð er vegna skorts á samkeppni. Það er allt af tvöfallt meira en virðisaukaskatturinn.

2. “Það eru ekki nógu háar sektir til að tryggja varnaðaráhrif [fælingaráhrif gegn brotum].”
Samkeppniseftirlitið var líka sammála að á fákeppnismarkaði eins og Íslandi hafa sektir almennt minni varnaðaráhrif en við virka samkeppni. Við sáum það líka grímulaust um daginn að Ari Edwald forstjóri Mjólkur Samsölunnar (MS) sagði bara að ef þeir fái sekt þá borga neytendur hana bara. Ari er jafnframt formaður Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins sem móta m.a. stefnuna um starfsumhverfi MS.

MS neitar að vera markaðsráðandi en þarna uppfyllti forstjórinn fyllilega lagaskilgreiningu þess að vera markaðsráðandi (4.gr.): “Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda.

Það sem Samkeppniseftirlitið segir að muni auka varnaðaráhrifin er meiri persónuleg ábyrgð yfirstjórnenda. Í Bretlandi eru lög um að yfirstjórnendur sem brjóta samkeppnislög er bannað að sitja í stjórnum fyrirtækja og stofnanna. Þetta myndi bíta hér því þetta eru fáir aðilar sem manna flestar stjórnir fyrirtækja í landinu. Að auðvelda skaðabótamál neytenda og fyrirtækja sem verða fyrir fjárhagsskaða af samkeppnisbroti myndi líka efla varnaðaráhrifin til muna.

3. “Hver króna kemur 2,5 sinnum til baka.”
Sektir Samkeppniseftirlitsins einar og sér borga meira en tvöfalt fyrir starfsemina. Þá er ekki talið hagkvæmin fyrir samfélagið og lægra vöruverð til neytenda vegna virkari samkeppni sem Samkeppniseftirlitið stuðlar af. Samt fær Samkeppniseftirlitið ekki nægt fjármagn til að geta stuðlað að virkri samkeppni. Þau þurfa helmingi fleira starfsfólk vegna gríðarlegrar fjölgunar fyrirtækja ef við viljum virka samkeppni. Og við viljum virka samkeppni.


Þetta er lítið mál að laga. Til þess þarf kjörna fulltrúa sem eru ekki háðir sérhagsmunaaðilum sem eru ráðandi á markaðinum á Íslandi í dag.

Þess vegna starfa ég fyrir neytendur, smærri fyrirtæki og virka samkeppni í gegnum Pírata.

 


SDG í stríði við eigin stjórnarflokka um kjördag.

simmi_ska_769_k_og_ma_769_t.pngSjálfstæðisflokkurinn hefur í vikunni teflt fram forustu flokksins gegn áformum Sigmunar Davíðs að hætta við haustkosningar. Af þeim sex eru m.a. formaður þingflokksins Ragnheiður Ríkarðs og Einar K. Forseti Alþingis sem segir haustkosningar loforð:

Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið.

En orð eru ódýr í stjórnmálum. Ef loforðin færa stjórnmálamanninum meiri völd en hann tapar við að svíkja þau, þá er hvati fyrir hann að lofa og svíkja.

Sigurður Ingi forsætisráðherra sem hefur valdheimildina til að rjúfa þing segir að það verði boðað til kosninga í haust nema allt verði sett "í bál og brand."

Og í dag segir Bjarni Ben formaður samstarfsflokksins að "ákveða verði kjördag sem fyrst."

Sigmundur Davíð virðist því vera rokinn aftur af stað án þess að tala við formann samstarfsflokksins, forseta Alþingis eða forsætisráðherra eigin flokks. Hann hýfir upp umræðu um haustkosningar sem forystusveit stjórnarflokkanna reynir nú að róa. Sigmundi fékk ekki forsætisráðherra Framsóknar til að styðja framhlaup sitt um að hafna haustkosningum og er því berskjaldaður og Höskuldur stillir sér upp til að máta hann.

Eitt er víst. Ef haustþing er sett þá segir stjórnarskráin að fyrst mál skuli vera fjárlög og þau þarf að klára til að ríkið geti greitt reikningana sína 1. janúar. Svo ef þing er ekki rofið fyrir upphaf haustþingsins, sem hefst í byrjun september, þá minnka líkurnar verulega á haustkosningum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband