Lögreglustjórinn sem stóðst prófið

Þegar ráðherrar, þingmenn, dómarar og embættismenn telja sig vanhæfa í máli þá er reglan að segja sig frá því. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála ákvað þess í stað að skipta sér af rannsókn lögreglu sem beindist að henni sjálfri.

lo_776_greglustjo_769_rinn_i_769_reykjavi_769_k.pngÞað sorglegasta er að með þessum ítrekuðu kvörtunum og gagnrýni og beiðni um fundi og SMS sendingum á þáverandi lögreglustjórann í Reykjavík, Stefán Eiríksson, þá setti ráðherrann hann í klemmu sem hann sagði Umboðsmanni Alþingis að hann hafði aldrei áður staðið eða setið frammi fyrir. Klemmu sem hann losaði sig faglega úr, þó það hafi kostað hann mikið.

Fyrrverandi lögreglustjórinn í Reykjavík sýndi fagleg vinnubrögð í hvívetna í málinu svo líkum má að því leiða að hann hafi sagt af sér til að fjarlægja sig og embættið því máli. Stefán tapaði sjálfur lögreglustjóraembættinu og fórnaði eigin rödd því hann var þögull um málið og hefur ekki varið sig í umræðunni, en með því þá fórnaði hann ekki trausti embættisins og heldur sínum heiðri. 

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­irNýi lögreglustjórinn, Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, sem skipuð var án auglýsingar af ráðherra, dró embættið hins vegar aftur á bólakaf í lekamálið. Það myndi auka traust á lögreglunni og glæparannsóknum á Íslandi að fá Stefán aftur, ef núverandi lögreglustjórinn í Reykjavík neyðist til að segja af sér.


mbl.is Hanna Birna: Nú er mál að linni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson var mótmælandi

Gleymum ekki að einn merkasti Íslendingurinn sem við öll virðum var mótmælandi og ötull talsmaður freslsis einstaklingsins, þ.m.t. tjáningafreslisins. Trúir því einhver sem hugsar þá hugsun til enda að Jón Sigurðson Forseti myndi álasa mótmælendur fyrir að krota með krít á styttustandinn? 


mbl.is Krotað á „gimstein þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur leiðrétti verðtryggðu húsnæðislánin að fullu fyrir alla

Stjórnvöld hafa farið í mikla vegferð til að leiðrétta að hluta og fyrir suma þann forsendubrestinn sem lántakendur með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir í hruninu.

Hvað ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir þennan forsendubrest um mitt næsta ár eins og vel gæti gerst, og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán? Hvað gera stjórnvöld þá? Það er stóra spurningin!

Mál Hagsmunasamtaka Heimilanna gegn Íbúðalánasjóði um ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband