Í tvígang lýsir Innanríkisráðherra óaðvitandi yfir eigin vanhæfi
12.11.2014 | 13:32
Tvívegis hefur Innanríkisráðherra sagt að samskiptin við yfirmann Lögreglunnar í Reykjavík, sem á þeim tíma var að rannsaka hana og hennar fólk, hafi þurft að eiga sér stað.
Í fyrra skiptið segir hún í bréfi að ráðherra eigi eðli málsins samkvæmt reglulega samskipti við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytisins. Það er rétt. Svo á meðan hennar starfsmenn voru rannsakaðir af Lögreglunni í Reykjavík var hún ófæra að ræða við lögreglustjórann og því vanhæf að sinna embætti yfirmanns lögreglumála.
Í síðara skipti segir ráðherra í upphafi Kastljósviðtalsins fyrir nokkru að hún hafi þurft að vera starfandi ráðherra og því þurft að ræða við lögreglustjórann. Þetta er rangt. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála þurfti að geta rætt við lögreglustjórann, þó alls ekki um rannsóknina á ráðuneytinu. En hennar handvaldi aðstoðarmaður var með stöðu grunaðs í málinu, svo hún var vanhæf að eiga samskiptin við lögreglustjórann.
![]() |
Samskipti óvenjuleg og án fordæma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kosningaloforði XD: Leiðréttingin og lyklalög
11.11.2014 | 20:39
Húsnæðislán í verðbólgulandinu Íslandi hefur þýtt ævilangt skuldafangelsi fyrir fjölda landsmanna. Margir horfa fram á þau örlög í dag. Þeir sem ekki hafa tekið húsnæðislán hingað til og eru á leigumarkaði spyrja því um kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins "Leyfum skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots" og "Þeir sem ekki ráða við greiðslur af íbúðarhúsnæði eiga að fá tækifæri til að "skila lyklunum" í stað gjaldþrots."
Sjálfur mun ég ekki taka húsnæðislán fyrr en kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um lyklafrumvarp verður lög, því fyrr veit ég ekki hvaða áhættu ég er að taka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Staðsetning flugvallar höfuðborgarinnar varðar alla landsmenn.
7.11.2014 | 12:51
Á fundi með fulltrúum borgarstjórnar fyrir rúmu ári spurði ég hvort þeir væri hlynntir því að allir landsmenn kæmu að ákvörðun um staðsetning flugvallar höfuðborgarinnar því sú ákvörðun varðar jú alla landsmenn. Landsmenn allir greiða með sköttum fyrir ýmsa þjónustu sem aðeins er byggð upp og veitt í höfuðborginni og nálægð við hana skiptir landsmenn máli. Það er stutt úr Vatnsmýrinni í mikið af þeirri þjónustu. Svarið var eitthvað á þá leið að þetta væri nú skipulags ákvörðun Reykjavíkur.
Það er rétt að lögum samkvæmt er þetta skipulagsákvörðun yfirvalda í borginni. Samkvæmt grunnstefnu Pírata eiga þó allir rétt á að koma að ákvörðunum sem þá varðar og þessi ákvörðun varðar alla landsmenn. Svo ef breyta þarf lögum um skipulagsvald Reykjarvíkurflugvallar til þess þá á sú breyting rétt á sér.
![]() |
Alþingi taki yfir Vatnsmýrina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |