"Þjóðin, það er ég!" sagði Sólkonungurinn í Reykjarvíkurbréfi

Davíð Oddsson

"Það versta sem þú getur sagt um leiðtoga er að daginn sem hann hvarf, hafi flokkurinn hrunið." Skrifaði faðir nútímastjórnunar, Peter Drucker, og útskýrði nánar að "Þegar það gerist, þýðir það að hinn svokallaði leiðtogi hafi mergsogið flokkinn. Það má vera að hann hafi verið árangursríkur stjórnandi en hann hafi ekki byggt upp. [...] Sólkonungurinn, Louis fjórtándi, er gefið að hafa sagt "L'état, c'est moi! (Ríkið, það er ég!). Hann dó snemma á átjándu öldinni og hin langa, ekki-svo-hæga hrun samfélagsins sem náði hámarki í Frönsku Byltingunni hófst samstundis."

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þessa helgina skrifar fyrrverandi leiðtogi Sjálfstæðisflokksins að: "Þjóðin var þá mjög hætt komin [því] óaldarlýður gerði árásir á íslenska þinghúsið og fleiri opinberar byggingar [í Búsáhalda Byltingunni]." Þó var Ísland ekki að liðast í sundur og krafa þverskurðar þjóðarinnar sem stóð á Austurvelli í einum friðsælustu fjöldamótmælum sem þekkjast var ekki upplausn eða ofbeldi. Kröfurnar voru 1. Ný ríkisstjórn. 2. Nýtt fjármálaeftirlit. 3. Nýjan Seðlabankastjóra (sem þá var auðvitað Davíð sjálfur), og síðast en ekki síst 4. Nýja stjórnarskrá. Valdastöðu Davíðs stóð klárlega ógn af mótmælendum sem hættu að fjölmenna um leið og fyrstu kröfunum þremur far fullnægt. Þjóðin var því ekki "mjög hætt komin," nema Davíð hafi verið þjóðin.

Frá sjálfstæði Íslands hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft í kringum 40% fylgi. Stóra undantekningin var dýfan 1987 með Þorstein Pálsson í brúnni og svo hrun flokksins nýverið. Í ljósi þeirra staðreynda og annars sem nefnt er í þessum pistli getur faðir nútímastjórnunar mögulega varpað ljósi á hluta af ástæðunni fyrir hruni Sjálfstæðisflokksins, en hann benti á að "Ef leiðtogar geta ekki haldið sinni persónu aðgreindri frá leiðtogahlutverkinu þá gera þeir hluti fyrir eigin persónulegu upphafningu [...] Þeir verða eigingjarnir og hégómafullir. Og umfram allt verða þeir öfundsjúkir. Einn af mestu styrkleikum Churchill og helsti veikleiki FDR [fyrrum forseti BNA] var að, fram á það síðasta, þegar Churchill var kominn á áttræðisaldur, studdi hann unga stjórnmálamenn. Það er einkenni sérstaklega árangursríkra leiðtoga, sem hræðast ekki styrkleiki annarra. Síðustu árin, gróf FDR undan öllum sem sýndu vott af sjálfsstæði." 

Út úr Reykjavíkurbréfi Davíðs er ekki erfitt að lesa orð annars Sólkonungs: "Þjóðin, það er ég!" Jafnframt vita allir sem vilja að Davíð Oddsson er líkari FDR en Churchill því hann þolir öðrum illa að sýna sjálfstæði eða varpa á sig skugga, sér í lagi stjórnmálamönnum í Sjálfstæðisflokkinum. 

Kjörfylgi XD


Þingsköpin 1: Breytingartillögur við tekju- og útgjaldafrumvörpin

Þingmenn hafa í 46. gr. laga um þingsköp (leikreglur þingsins) heimildir til að gera breytingartillögur við lagafrumvörp. Upplýsingar til að vinna breytingartillögur við tekju- og útgjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar eru samt ekki aðgengilegar þingmönnum.

Ef þetta er ekki lagað þá hafa óbreyttir þingmenn ekki í raun getu til að gera faglegar breytingartillögur við stærstu frumvörp stjórnvalda.

Þetta er fyrsti pistillinn af mörgum um þingsköpin (leikregur þingsins og innra starf).


Unglingadrykkja minnkað samhliða auknu aðgengi fullorðinna

Þegar frumvarpið um 'Verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis)' verður að lögum mun sölustöðum áfengis fjölga og sölutími lengjast sem hvoru tveggja mun auka aðgengi fullorðinna að áfengi. Það sama hefur gerst síðustu tvo áratugi, aðgengið fullorðinna hefur meira en tvöfaldast, en unglingadrykkja hefur nærri helmingast á sama tíma. Það er því ekki hægt að halda því fram að aukið aðgengi fullorðinna sem mun koma í kjölfar samþykktar frumvarpsins muni valda aukinni unglingadrykkju. Það verður að horfa á heildarmyndina, að horfa á alla þá þætti sem hafa áhrif á neyslu áfengis þ.m.t. forvarnir, sem frumvarpið eflir, og sem sannanlega minnka eftirspurn unglinga á áfengi.

Það vekur athygli að
engin þingmaður í umræðunni segist vilja snúa klukkunni til baka um tuttugu ár með því að fækka sölustöðum og stytta opnunartíma sem mun klárlega minnka aðgengi fullorðinna að áfengi eins og Helgi Hrafn þingmaður Pírata hefur þráspurt þingmenn um.
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband