90% kjósenda vilja heilbrigðiskerfið í forgang

HeilbrigðiskerfiðÞað er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata dagana 6 - 20 núna í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. 
 
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er veikburða eftir áralangt fjársvelti. Fækkun heilbrigðisstarfsmanna er sífellt sýnilegri hliðarverkun þess með auknu vaktaálagi heilbrigðisstarfsmanna sem eftir starfa. Ef ekki er forgangsraðað í fjárlögum til að hægt sé að veita þá lágmarksþjónustu sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnanna meta að sé nauðsynleg þá er hætt við því að ekki verði ráðið við þessar hliðarverkanir vanrækslu á heilbrigðiskerfinu. Veikir innviðir kerfisins, lág laun og aukið vaktaálag fækkar þá læknum og öðrum heilbrigðisstarfmönnum enn frekar þar til þeir sem eftir starfa standa ekki undir vaktaálaginu.
 
Þetta er hættuleg staða fyrir heilbrigði landsmanna sem hægt er að forðast ef stjórnarmeirihlutinn hlustar á forgangsröðun yfirstjórna heilbrigðiskerfisins og forgangsröðun landsmanna á eigin skattfé.

mbl.is Heilbrigðismál og menntamál í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFTA dómstóllinn: Verðtrygging í húsnæðislánum 2001-2013 ólögmæt

Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) reka nú mál gegn Íbúðalánasjóði þess efnis að ólöglegt sé að reikna 0% verðbólgu í kostnað verðtryggðra neytendalána (þ.m.t. húsnæðis- og bílalán og eflaust námslán). En slíkt hefur verið gert í öllum verðtryggðum húsnæðislánasamningum á Íslandi frá 2001 til 2013. Mál HH fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár. Hæstiréttur Íslands hefur aldrei dæmt gegn ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins.

Ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og EFTA dómstóllinn, ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir verðtryggð neytendalán um mitt næsta ár og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán, hvað gera stjórnvöld þá? 


mbl.is Ekki má miða við 0% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga tveggja forsætisráðherra: Nýja Sjáland og Ísland

Á Nýja Sjálandi

Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Nýja Sjálands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins
að þó ráðherran hafa fullvissað sig að hann hafi ekki á nokkurn hátt ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögregluhafi hann farið yfir strikið með því að ræða rannsóknina við lögreglu.

"Við erum ríkisstjórn sem setur sér háan standard." sagði forsætisráðherran eftir að hafa tekið við afsögn ráðherrans. "Ég er kosinn til að halda á lofti þeim gildum sem ég trúi á. Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar lagaramma. Aðgerðir fyrrum ráðherra er til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði."

Á Íslandi

Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins að ráðherra naut stuðnings til þess að halda áfram. [...] Hanna Birna hef­ur þurft að þola mjög mikið. Það hef­ur reynd­ar verið al­veg ótrú­legt að fylgj­ast með því hvað komið hef­ur verið fram af mik­illi grimmd gagn­vart Hönnu Birnu og ætt­ingj­um henn­ar, sumt af því op­in­ber­lega og annað ekki."


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband