EFTA dómstóllinn: Verðtrygging í húsnæðislánum 2001-2013 ólögmæt
24.11.2014 | 09:38
Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) reka nú mál gegn Íbúðalánasjóði þess efnis að ólöglegt sé að reikna 0% verðbólgu í kostnað verðtryggðra neytendalána (þ.m.t. húsnæðis- og bílalán og eflaust námslán). En slíkt hefur verið gert í öllum verðtryggðum húsnæðislánasamningum á Íslandi frá 2001 til 2013. Mál HH fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár. Hæstiréttur Íslands hefur aldrei dæmt gegn ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins.
Ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og EFTA dómstóllinn, ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir verðtryggð neytendalán um mitt næsta ár og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán, hvað gera stjórnvöld þá?
![]() |
Ekki má miða við 0% verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Saga tveggja forsætisráðherra: Nýja Sjáland og Ísland
21.11.2014 | 23:04
Á Nýja Sjálandi
Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Nýja Sjálands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins að þó ráðherran hafa fullvissað sig að hann hafi ekki á nokkurn hátt ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögregluhafi hann farið yfir strikið með því að ræða rannsóknina við lögreglu.
"Við erum ríkisstjórn sem setur sér háan standard." sagði forsætisráðherran eftir að hafa tekið við afsögn ráðherrans. "Ég er kosinn til að halda á lofti þeim gildum sem ég trúi á. Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar lagaramma. Aðgerðir fyrrum ráðherra er til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði."
Á Íslandi
Þegar fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafði afskipti af lögreglurannsókn sagði forsætisráðherra landsins að ráðherra naut stuðnings til þess að halda áfram. [...] Hanna Birna hefur þurft að þola mjög mikið. Það hefur reyndar verið alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað komið hefur verið fram af mikilli grimmd gagnvart Hönnu Birnu og ættingjum hennar, sumt af því opinberlega og annað ekki."
![]() |
Þjóðin læri af lekamálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögreglustjórinn sem stóðst prófið
21.11.2014 | 17:51
Þegar ráðherrar, þingmenn, dómarar og embættismenn telja sig vanhæfa í máli þá er reglan að segja sig frá því. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála ákvað þess í stað að skipta sér af rannsókn lögreglu sem beindist að henni sjálfri.
Það sorglegasta er að með þessum ítrekuðu kvörtunum og gagnrýni og beiðni um fundi og SMS sendingum á þáverandi lögreglustjórann í Reykjavík, Stefán Eiríksson, þá setti ráðherrann hann í klemmu sem hann sagði Umboðsmanni Alþingis að hann hafði aldrei áður staðið eða setið frammi fyrir. Klemmu sem hann losaði sig faglega úr, þó það hafi kostað hann mikið.
Fyrrverandi lögreglustjórinn í Reykjavík sýndi fagleg vinnubrögð í hvívetna í málinu svo líkum má að því leiða að hann hafi sagt af sér til að fjarlægja sig og embættið því máli. Stefán tapaði sjálfur lögreglustjóraembættinu og fórnaði eigin rödd því hann var þögull um málið og hefur ekki varið sig í umræðunni, en með því þá fórnaði hann ekki trausti embættisins og heldur sínum heiðri. Nýi lögreglustjórinn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem skipuð var án auglýsingar af ráðherra, dró embættið hins vegar aftur á bólakaf í lekamálið. Það myndi auka traust á lögreglunni og glæparannsóknum á Íslandi að fá Stefán aftur, ef núverandi lögreglustjórinn í Reykjavík neyðist til að segja af sér.
![]() |
Hanna Birna: Nú er mál að linni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)