Fyrsta læknaverkfall sögunnar og stjórnarandstaðan kastar handklæðinu?

Ef við viljum að þingflokkar minnihlutans geri það sem þeir geta til að halda þinginu starfandi meðan læknavarkfallið stendur yfir þá þarf að kveikja undir formönnum flokkanna.

Á meðan þingið starfar geta þingmenn kallað ráðherra á teppið í beinni útsendingu og krafist svara; þeir geta krafist skriflegra svara og auðveldara er að fá meirihlutann til að sjá að sér og breyta um stefnu en ef að kalla þarf þing saman til þess.

Á meðan þingið starfar er aðveldara að tryggja meira fjármagn og forgang fyrir örugga heilbrigðisþjónustu.


Ráðamenn sem kvarta yfir vinnuálagi ættu að drífa sig í lækninn

Það er læknaverkfall í fyrsta skipti í sögu landsins og fjölmargir læknar munu segja upp ef ekki nást samningar fyrir áramót. Vinnuálagið er mjög mikið á læknum fyrir og mun aukast með hverri uppsögn sem eykur svo aftur líkur á frekari uppsögnum.

Ef ræða þarf lengi á Alþingi um fjárlög þar sem helming vantar upp á það sem heilbrigðisstofnannir á höfuðborgarsvæðinu báðu þingið um og 90% þess sem landsbyggðin sagði nauðsynlegt, þá þarf svo að vera. 

En fjármálaráðherra hafði þetta að segja um atkvæðagreiðsluna um eigið fjárlagafrumvarp:
"Það sem helst bar til tíðanda hér í dag var að hér var efnt til lengstu atkvæðagreiðslu líklega í þingsögunni."


mbl.is Vantar rúma þrjár milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

90% kjósenda vilja heilbrigðiskerfið í forgang

HeilbrigðiskerfiðÞað er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata dagana 6 - 20 núna í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. 
 
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er veikburða eftir áralangt fjársvelti. Fækkun heilbrigðisstarfsmanna er sífellt sýnilegri hliðarverkun þess með auknu vaktaálagi heilbrigðisstarfsmanna sem eftir starfa. Ef ekki er forgangsraðað í fjárlögum til að hægt sé að veita þá lágmarksþjónustu sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnanna meta að sé nauðsynleg þá er hætt við því að ekki verði ráðið við þessar hliðarverkanir vanrækslu á heilbrigðiskerfinu. Veikir innviðir kerfisins, lág laun og aukið vaktaálag fækkar þá læknum og öðrum heilbrigðisstarfmönnum enn frekar þar til þeir sem eftir starfa standa ekki undir vaktaálaginu.
 
Þetta er hættuleg staða fyrir heilbrigði landsmanna sem hægt er að forðast ef stjórnarmeirihlutinn hlustar á forgangsröðun yfirstjórna heilbrigðiskerfisins og forgangsröðun landsmanna á eigin skattfé.

mbl.is Heilbrigðismál og menntamál í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband