Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að 10 grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningafrelsið "varði ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem vel er tekið eða álitnar kurteisar, heldur líka þær sem móðga, sjokkera og trufla ríkið eða nokkurn hluta mannfjöldans. Slíkar eru kröfurnar sem fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni gera og án þeirra er ekkert "lýðræðissamfélag.""
Í samantekt um hatursumræðu á vefsíðu Mannréttindadómstóls Evrópu segir að dómstóllinn "hefur borið kennsl á mörg form tjáningar sem skal líta á sem brot á og andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu (þ.m.t. kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur, árásargjörn þjóðernishyggja, og mismunun á minnihlutahópum og innflytjendum). Þrátt fyrir það er dómstóllinn jafnframt mjög varkár að gera greinarmun annars vegar á ósvikninni og alvarlegri hvatningu til öfgahyggju og hins vegar rétt almennings (þ.m.t. blaða- og stjórnmálamanna) að tjá skoðanir sínar frjálst og að "móðga, sjokkera og trufla" aðra."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2015 kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sendiboði hugmyndar sem gengur gegn reglum Sjálfstæðisflokksins
14.1.2015 | 14:01
Það þarf að tryggja öryggi landsmanna. Þeirri umræðu eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sammála.
En við þá umræðu blandaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, bakgrunnsskoðunum minnihlutahóps á grundvelli trúarskoðanna sem eru alvarleg brot á stjórnarskrá Íslands og borgararéttindum. Allir aðrir þingmenn XD sem hafa tjáð sig eru á móti því að gera bakgrunnsskoðannir á grundvelli trúarskoðanna. Þau benda réttilega á að slíkt sé ólöglegt og ófarsælt, og formaður flokksins Bjarni Ben segir réttilega að: "Þetta endurspeglar svo sannarlega ekki það viðhorf okkar að við eigum að byggja samfélag okkar á grundvallarmannréttindum sem þessar hugmyndir ganga þvert gegn."
Að benda Ásmundi á þetta er hvorki takmörkun á hans tjáningafrelsi, "tjáningafrelsið er ekki einstefnugata," það er ekki tjáningafrelsi nema öllum sé frjálst að gagnrýna það sem er tjáð. Né er verið að skjóta Ásmund sem sendiboða. Það er verið að skjóta á hann fyrir að koma með tillögur um víðtæk brot á borgararéttindum, stjórnarskrá Íslands og skipulagsreglum síns flokks í formi spurningar. "Hann fór fram úr sér" eins og formaður flokksins orðar það.
Í Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins segir skýrt:
Grunngildi. 2.gr.[...] Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru frelsi og trú á einstaklinginn. Eignarréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings þar sem enginn einstaklingur er fæddur til neinna réttinda um fram aðra.
Frelsi einstaklingsins og jafnrétti. 3. gr. Sjálfstæðisflokkurinn starfar á grundvelli frelsis einstaklingsins og jafnréttis. Markmið flokksins er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, uppruna, aldri, búsetu, trúarbrögðum eða stöðu að öðru leyti. Í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins skal þetta haft aðleiðarljósi.
Flokksaðild. 4. gr. Sjálfstæðisflokkurinn er opinn öllum þeim sem orðnir eru 15 ára gamlir, aðhyllast grunngildiflokksins, skuldbinda sig til að hlíta samþykktum hans og gegna ekki trúnaðarstörfum fyrir annanstjórnmálaflokk.
![]() |
Má ekki drepa sendiboðann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi fjárlög endurreisa ekki heilbrigðiskerfið
17.12.2014 | 19:49
Þessi fjárlög setja fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu í hættu og það að óþörfu.
![]() |
Endurreisnarfjárlög samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2020 kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)