Frumvarp Pírata um sannleiksskyldu ráðherra

Með þessum breytingum á lögum verður sannleiks- og upplýsingaskýlda ráðherra gagnvart Alþingi skýr. Tillagan er einfaldlega að ráðherrar séu lagalega ábyrgir fyrir því að með ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi að grafa undan lögbundnu hlutverki Alþingis að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu.

Lagt fram á 144 þingi.

Viðbót við bloggið 20. okt. 20015:
Lagt fram aftur á 145 þingi.


Aðhald almennings með valbeitingu lögreglu er mikilvægt

Það er mikilvægt að almenningur geti veitt þeim aðhald sem fara með framkvæmdarvaldið, og sér í lagi þegar framkvæmdarvaldið beitir ofbeldi, sem það þarf vissulega og réttilega að gera við vissar kringumstæður en einmitt þess vegna þarf almenningur að vita hvar mörkin liggja og geta veitt aðhald. Þess eru dæmi að lögreglan brjóti réttindi almennings til að fá tafarlaust að vita ástæður handtöku sem varin eru bæði í lögreglulögum (16.gr.2.mgr) og stjórnarskrá (67.gr)Gera þarf valdbeitingarheimildir lögreglur opinberar svo landsmenn geti veitt laganna vörðum mikilvægt aðhald. - Smellið hér fyrir alla umræðuna.


mbl.is Vinnureglur lögreglu verði aðgengilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum að geta treyst á réttarríkið á Íslandi.

Það er sorglegt en satt að Hanna Birna þverbraut reglur með afskiptum sínum af lögreglurannsókn eins og Umboðsmaður Alþingis hefur útlistað í áliti sínu og Hanna Birna gengist við. Í álitinu segir að: "[...] afskipti ráðherra sem fór með yfirstjórn lögreglunnar af lögreglurannsókn sakamáls, sem tengdist honum sjálfum á tiltekinn hátt og sú framganga sem lögreglustjórinn lýsir, eru ekki aðeins andstæð þeim reglum sem fjallað er um í álitinu heldur eru þau einnig til þess fallin að gera þeim sem rannsaka sakamál óhægt um vik að rækja það starf sitt í samræmi við gildandi reglur."

Í fréttinni sem þetta blogg vísar í segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins að Hanna Birna sé "ekki fyrsta mann­eskja sem ger­ir ein­hvers kon­ar mis­tök. Mér finnst þau ekki al­var­leg,"

Sjálfstæði lögreglurannsókna er grundvallar þáttur í okkar réttarríki. Aðgerðir fyrrum innanríkisráðherra voru til þess fallnar að kasta vafa á það sjálfstæði. Að draga úr alvarleika slíkra aðgerða ráðherra er ekki í þágu öflugs réttarríkis á Íslandi.

 


mbl.is „Ég treysti henni fullkomlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband