Gegnsæi og lýðræði lífeyrissjóða í lög.

Á meðan við erum skylduð lögum samkvæmt til að greiða í lífeyrissjóði þá er það gerræði að við sem sjóðsfélagar fáum ekki á sama tíma réttindi í lögum að fá allar upplýsingar um það hvernig okkar fé sé fjárfest og að kjósa stjórnir lífeyrisjóðanna okkar beinni kosningu.


mbl.is Sölvi hætti að greiða í lífeyrissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingsályktanir verða þá aftur bara bænaskjöl.

Stjórnarráðið og Konungur

Í lögfræðilegri samantekt skrifstofu Alþingis um gildi þingsáyktana Alþingis í upphafi þessa kjötímails segir að ályktannir Alþingis séu bindandi fyrir ríkisstjórnina þó þær séu ekki lagalega bindandi. Það er því ekki lögbrot að fylgja ekki ályktunum þingsins en það er brot á stjórnskipan landsins.

Vert er að undirstrika að allar ályktanir sem þingið hefur samþykkt og hafa ekki verið formlega afturkallaðar með nýrri ályktun teljast vera í gildi, eins og kemur fram í samantektinni og Forseti Alþingis hefur staðfest.

Jafnframt segir að ef ríkisstjórnin eða ráðherra hyggst ekki fylgja eftir ályktun þingsins beri þeim að eiga frumkvæði að því að upplýsa Alþingi um það með skýrslu ráðherra um afstöðu ríkisstjórnarinnar og ef breyta á málsmeðferðinni þá skuli leita afstöðu meirihluta þingsins með nýrri þingsályktun. Svo vanræksla krefst skýrslu en breytt málsmeðferð krefst nýrrar þingályktunnar.


Í umsóknar ályktun Alþingis frá 2009 segir: "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar." En í því áliti í kafla um formlegar samningaviðræður segir m.a. um skipulag viðræðna að: "Aðilar skiptast á samningsafstöðu þar til sameiginleg niðurstaða hefur náðst þannig að loka megi viðræðum með formlegum hætti, kafla fyrir kafla." Þetta hefur ríkistjórnin vanrækt sem hún hefur heimildir til að gera en aðeins ef hún upplýsir Alþingi um það með skýrslu sem hefur ekki verið gert.

En með bréfi Utanríkisráðherra til yfirstjórnar Evrópusambandsins segir að ríkisstjórnin líti svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að bjargfastri afstöðu ríkisstjórnar Ísland að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB. Í viðtali við fréttastofu RÚV sama dag segir Utanríkisráðherra: „Við teljum að þessu máli sé lokið og ef menn vilja sækja um að nýju þá verði að leita til þjóðarinnar.“ En ef sækja þarf um að nýju þá hefur aðildarviðræðum verið slitið. Enda ef yfirstórn ESB verður við tilmælum ríkisstjórnar Íslands og taki Ísland út sem umsóknarríki í verklagi sambandsins þá hefur aðildarviðræðum verið slitið. Þetta er þvert á ályktun Alþingis. En slíkt er breytt málsmeðferð sem krefst nýrrar þingsályktunnar samkvæmt lögfræðilegri samantekt skrifstofu Alþingis. Annað er brot á stjórnskipan og þingræðisvenju Íslands þó að það sé ekki lögbrot.

Ef ríkisstjórnin kemst upp með að breyta málsmeðferð í þessu máli án nýrrar þingályktunar þá eru þingsályktanir ekki lengur bindandi fyrir ráðherra eins og skrifstofa Alþingis vill meina. Þá eru þingsályktanir aftur orðnar lítið meira en bænaskjöl til konungs. Þingsályktanir sem í dag eru í gildi væru þá í uppnámi. Forseti Alþingis og varaforsetar í forsætisnefnd bera ábyrgð á því hve lengi þessi óvissa varir. Því fyrr sem þeirri óvissu er eytt því betra.





Innanríkisráðherra skoðar að framlengja frest á nauðungarsölum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband