Mikilvægt að Bjarni Ben sjái áfram um afnám hafta
12.4.2015 | 11:31
Bjarni Ben hefur sem fjármálaráðherra verið með hafnám hafta í faglegu ferli. Markmiðið hefur verið að finna leið sem tryggir efnahagsstöðuleika og réttarstöðu landsins í þeim vandasömu aðgerðum. Það eru miklir hagsmunir í húfi og sem verkstjóri hefur Bjarni sýnt mikilvæga fagmennsku og yfirvegun.
Nú hefur Sigmundur Davíð skyndilega tekið við verkstjórninni. Ekki vanmeta freistingar sitjandi forsætisráðherra að fara í stríð til að auka fylgið. Hvatvísi og ósveigjanleiki geta verið góðir eiginleikar við viss verkefni. Við afnám hafta er mikilvægt að Bjarni Ben standi áfram fastur á því að verkefninu sé stýrt af fagmennsku og yfirvegun.
Hugleiðsla verður hversdagsleg eins og líkamsrækt
9.4.2015 | 15:03
Vísindin munu gera hugleiðslu að hversdagslegum þætti í lífi okkar rétt eins og líkamsrækt og tannhirða.
Við munum ekki öll fara að stunda hugleiðslu, ekki frekar en aðra holla hegðun, en vísindarannsóknir frá virtum háskólum eins og Harvard og Yale sem sýna verulega jákvæð áhrif hugleiðslu á líkamann og heilann, líðan og starfsgetu, hrannast upp.
Það er því ekki langt í að allir vita að þeir ættu að hreyfa sig reglulega, bursta tennur kvölds og morgna, og hugleiða.
Frosti Logason í Harmageddon er með góðu hugvekju um málið í Fréttablaðinu í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hægrafólk er hlynnt endurskoðun höfundaréttar
8.4.2015 | 16:48
Ef lagaúrræðum höfundarréttar sem samin voru fyrir tíma upplýsingabyltingarinnar er framfylgt að fullu í dag þá þarf ríkið að njósna um alla netumferð og setja upp tálma á internetinu. Endurskoðun höfundarréttar snýst um verndun og eflingu bogararéttinda sem er megin markmið grunnstefnu Pírata.
Það er því þörf á nýju jafnvægi í nettengdum heimi milli höfundaréttar annars vegar og grunnréttindanna um friðhelgi einkalífsins og upplýsingafrelsi hins vegar. Þessi afstaða er að verða almennt viðtekin hjá fólki í dag sem staðsetur sig til hægri í pólitík, eins og CATO Institude í Bandaríkjunum, og þá sér í lagi hjá því frjálshyggjufólki sem vill ekki fórna svona mikið af öðrum grunn borgararéttindum fyrir höfundarrétt á sama tíma og frjálst framtak er að leysa þetta vandamál.
Tölvuleikjaframleiðendur sem þekkja netheima betur en aðrir höfundarrétthafar hafa þróað ný viðskiptalíkön sem tryggir arðbærni þó að hægt sé að ná í tölvuleiki ólöglega á internetinu. Tónlistariðnaðurinn er á góðri leið með að útrýma ólöglegu niðurhali með Spotify og öðrum tónlistarveitum á netinu. Myndefnisiðnaðurinn er styttra á veg kominn, en Netflix er farið að varða eina leið og viðskiptalífið munu finna fleiri ný og arðbær viðskiptalíkön þar líka.
Píratar setja því á oddinn nauðsynlegar varnir fyrir friðhelgi einkalífsins og upplýsingafrelsi í nettengdum heimi, í þessari mestmegnis varnarbaráttu gegn skaðlegri blindni íhaldssamra stjórnmálamanna, þar til frjáls markaður finnur lausnir þar sem höfundarrétthafar fá greitt án þess að ríkið njósni um alla netumferð og reisi tálma á internetinu.
![]() |
Píratar venjulegur vinstriflokkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)