Frumvarp sem gerir gjafakvótan óafturkræfan

Þetta er snjallt fyrsta skref hjá kvótaflokkunum til að byrja að múra gjafakvótakerfið inn til lengri tíma, og gera það með því að gefa kvóta á nýrri fiskitegund, makríl, í stað þess að ríkið sjálft leigir út kvótan á frjálsum markaði. Þessu er líka styllt upp þannig að Foseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur svigrúm til að smegja sér framhjá því að senda málið til þjóðarinnar með þeim rökum að þetta sé ekki heildarendurskoðun. Þetta er fyrsta skerfið í heildarendurskoðun og grundvallabreyting, en forseti vor er háll sem áll og þessi framsetning býr til smugu fyrir hann.

Forseti Íslands útlistaði skilyrði þess að hann skjóti lögum um sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til þjóðarinna þegar hann skrifaði undir lækkun á sérstökum veiðigjöldum sem þjóðin fær í sinn hlut sumarið 2013. Skilyrði forseta voru: mikil andstaða í samfélaginu með miklum mótmælum og undirskriftum ásamst mikilli andstöðu og málþófi á þingi. Ég er tilbúinn að setja mikið púður í það. En þetta verður ekki stöðvað nema hinir minnihlutaflokkarnir séu til í að gera það líka og það gerist eflaust ekki nema mikil andstaða verður við málið í samfélaginu.

Í ræðu við fyrstu umræðu frumvarpsins tek ég saman hvað þetta frumvarp mun þýða og hvað hægt er að gera öðruvísi.


Ófaglegt að bleyta mótmælenda, en beiting ofbeldis var réttmæt

Það er góð grunnregla að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt. Ég bað því um að forseti Alþinis myndi rannsaka málið og hann lét sýna okkur á fundi forsætisnefndar myndbandið úr öryggismyndavél þingsins. Þar sést skýrt að mótmælandi veitist að öryggisverði þingsins sem reynir að ná honum af sér bakkandi all langa leið þar til hann snýr mótmælendan af sér.
 
Ég bað um að öryggismyndbandið væri gert opinbert því það myndi taka af um öll tvímæli og gefa öryggisverðinum uppreisn æru með því að sýna réttmæta beitngu ofbeldisins. Skrifstofa Alþingis segir að þeir hafi ekki lagaheimild til að afhenda neinum myndböndin nema lögreglu ef málatilbúnaður verður úr þessu. Kalt mat mitt er að mótmælandinn mun ekki kæra því hann veittist að þingverðinum.
 
Hins vegar eru það ekki fagleg vinnubrögð til að tryggja öryggi að sprauta köldu vatni á krítar-mótmælendan sem á engan hátt ógnar öryggi neinns. En það er einmitt eftir að sprautað hefur verið á krítar-mótmælendan oftar en einu sinni að hin umræddi mótmælandi reynir að grípa slönguna af þingverðinum og er snúin niður.
 
Mótmælendur voru að ögra. Klárlega. En það gera sumir mótmælendur og er löglegt. Fagleg vinnubrögð öryggisvarða og lögreglu almennt við slíkar kringumstöður er að halda ró sinni og hafa öryggi í forgangi. Að sprauta á mótmælendur sem ógna ekki öryggi neins getur gert aðstæður sem þessar óöruggari. 
 
Hér með frétt á Visir.is er myndskeið. 

Að neðan er svo myndskeið þar sem aðeins sést í lok átakanna:


mbl.is Eðlileg viðbrögð þingvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð regla að meta réttmæti þegar ofbeldi er beitt

Bréf mitt til forseta Alþingis og forsætisnefnd í heild: 

Hr. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.

Öryggisvörður Alþingis er í fréttum fyrir að beita mann ofbeldi fyrir utan Alþingishúsið. Fjölmiðlar hafa birt myndbandsupptökur af atburðinum. Öryggisverðir geta starfsins vegna þurft að beita ofbeldi, svo mikilvægt er að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt. Óskað er eftir því að forseti Alþingis sem yfirmaður starfsmanna þingsins rannsaki málið. Í anda faglegra vinnubragða er jafnframt óskað eftir því að forsætisnefnd fari yfir málið og hafi þá m.a. til hliðsjónar gildi skrifstofu Alþingis: 'Þjónustulund, Fagmennska, Samvinna' og hæfniskröfur öryggisstarfsmanna Alþingis s.s. hæfni í mannlegum samskiptum og fáguð framkoma.

Myndbandsupptöku af atburðinum er hægt að sjá í frétt á Stundinni:
http://stundin.is/frett/myndband-thingvordur-sneri-motmaelanda-/

Hér er myndbandisupptakan á YouTube:
https://www.youtube.com/watch?v=13pgJAOdZaQ​


mbl.is „Ólíðandi“ vinnubrögð þingvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband