Jón Sigurðsson var mótmælandi

Gleymum ekki að einn merkasti Íslendingurinn sem við öll virðum var mótmælandi og ötull talsmaður freslsis einstaklingsins, þ.m.t. tjáningafreslisins. Trúir því einhver sem hugsar þá hugsun til enda að Jón Sigurðson Forseti myndi álasa mótmælendur fyrir að krota með krít á styttustandinn? 


mbl.is Krotað á „gimstein þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur leiðrétti verðtryggðu húsnæðislánin að fullu fyrir alla

Stjórnvöld hafa farið í mikla vegferð til að leiðrétta að hluta og fyrir suma þann forsendubrestinn sem lántakendur með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir í hruninu.

Hvað ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og ESA, Framkvæmdastjórn Evrópuisambandsins og Neytendastofa, og leiðréttir þennan forsendubrest um mitt næsta ár eins og vel gæti gerst, og það að fullu fyrir alla sem eru með slík lán? Hvað gera stjórnvöld þá? Það er stóra spurningin!

Mál Hagsmunasamtaka Heimilanna gegn Íbúðalánasjóði um ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána fer í aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi í byrjun desember og verður afgreitt fyrir Hæstarétti um mitt næsta ár.



Í tvígang lýsir Innanríkisráðherra óaðvitandi yfir eigin vanhæfi

Tvívegis hefur Innanríkisráðherra sagt að samskiptin við yfirmann Lögreglunnar í Reykjavík, sem á þeim tíma var að rannsaka hana og hennar fólk, hafi þurft að eiga sér stað.

hanna_birna_kristja_769_nsdo_769_ttir.pngÍ fyrra skiptið segir hún í bréfi að ráðherra eigi eðli málsins samkvæmt reglulega samskipti við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytisins. Það er rétt. Svo á meðan hennar starfsmenn voru rannsakaðir af Lögreglunni í Reykjavík var hún ófæra að ræða við lögreglustjórann og því vanhæf að sinna embætti yfirmanns lögreglumála.

Í síðara skipti segir ráðherra í upphafi Kastljósviðtalsins fyrir nokkru að hún hafi þurft að vera starfandi ráðherra og því þurft að ræða við lögreglustjórann. Þetta er rangt. Ráðherra sem yfirmaður lögreglumála þurfti að geta rætt við lögreglustjórann, þó alls ekki um rannsóknina á ráðuneytinu. En hennar handvaldi aðstoðarmaður var með stöðu grunaðs í málinu, svo hún var vanhæf að eiga samskiptin við lögreglustjórann.


mbl.is Samskipti óvenjuleg og án fordæma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband