Fyrirséð að lög á verkfall hjúkrunnarfræðinga valdi skorti.
16.9.2019 | 22:33
Langflestir landsmenn vilja þjóðarsátt um hærri laun og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólk, og hafa viljað það um árabil samkvæmt könnunum Gallups.
Það var fyrirséð að lág laun og langar vaktir væru að ganga fram af hjúkrunarfræðingum. Svo þegar séttin fór í verkfall 2105 var fyrirséð að lögbann á verkfallið myndi valda flótta úr stéttinni. Yfir 200 hjúrkunarfræðingar sögðu upp í kjölfarið.
Þó að Landlæknir varaði ýtrekað við því þá samþykkti ríkisstjórn Sigmundar Davís og Bjarna Ben samt lög sem bannaði verkfall hjúkrunarfræðinga.
Svo viku síðar kausu stjórnarliðar gegn því að leifa þingmönnum að spyrja heilbrigðisráðherra út í hættuástandið sem skapaðist eftir að 200 heilbrigðisstarfsmenn sögðu upp í kjölfar lögbanns á verkföll þeirra.
Það er kominn tími til að leiðrétta stöðu hjúkrunnarfræðinga.
![]() |
Skortur á hjúkrunarfræðingum stóra vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2020 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réttindi barna hafin yfir vafa. - Annað er ekki í boði.
4.7.2019 | 14:20
"Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn."
Í þeim tilgangi hef ég í þingstarfinu meðal annars:
[Uppfært 16:51: Helgi Hrafn var svo að óska svo eftir að Allsherjarnefnd Alþingis boði á sinn fund dómsmálaráðherra ásamt Umboðsmanni barna, UNICEF, Útlendingastofnun og kærunefnda útlendingamála.]
- við mennta- og menningamálaráðherra
![]() |
Fara þurfi yfir framkvæmd útlendingalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Dómsmálaráðherra klessukeyrði Landsrétt fyrir vini sína.
12.3.2019 | 11:42
Ráðherra dómsmála var ítrekað vöruð við að ef hún virti ekki lög um skipan dómara þá væru þeir ekki skipaðir samkvæmt lögum.
En stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er skýr í 59. grein: "Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum."
Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur í dag staðfest að þetta. Og áður hafði Hæstiréttur Íslands dæmt að hún hafi brotið lög við skipun á fjórum dómurum, en tveir eru persónulega tengdir henni.
Ráðherra dómsmála braut lög og stjórnarskrá við skipan dómara og ætti að segja af sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)